Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Page 15

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Page 15
15 II. Fáein orð um presta- og kirknamálið og ummælin um það i blöðum vorum. Eitt af hinum helztu málum, sem nú eru á dag- skránni, er það, hvernig vjer getum fengið sem bezta prestastjett og kirkjur vorar geti komizt í sem bezt stand, Öllum verður að koma ásamt um, að hvort- tveggja þetta skipti mjög miklu, fyrst og fremst fyrir Guðs ríki á meðal vor, og fyrir velferð landsins í öllu tilliti. þ>að er engum efa undirorpið, að það er mjög áríðandi, að prestar sjeu sem nýtastir menn, og stundi sem bezt og rækilegast embætti sitt. Auk þeirrar há- leitu köllunar, sem þeir hafa að stunda, að kenna Guðs orð, er uppfræðing alþýðu enn að mestu undir þeim kom- in, og svo mun enn lengi verða, því þess er enn að lík- indum langt að bíða, að barnaskólar verði hjer almenn- ir. Enginn embættismaður getur jafnt og presturinn haft áhrif á þann anda, sem er í söfnuðunum, meðal allra landsbúa. Svo hefir og reynzt í öllum löndum. fað er og engum efa undirorpið, að það hlýtur að hafa slæm áhrif bæði á lcirkjurækni, og eins að það er meira til að deyfa en lífga háleitar og guðrækileg- ar tilfinningar, hve fátccklegar, að jeg eigi segi ósæmi- legar, sumar kirkjur vorar eru. það er engum efa undirorpið, að það hlyti að hafa hin beztu áhrif, ekki einungis á kirkjurækni, heldur og á kristilegt líf yfir höfuð og sanna guðrækni, að þeim væri komið í sem bezt stand. það má að vlsu segja, að það heyri til hinni lúthersku kirkju eptir anda siðbótarmannanna,

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.