Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 16
16
að kirkjur sjeu sem skrautminnstar; en nokkrir þeirra
fóru í því, eins og sumu öðru, helzt of langt frá hinni
rómversk-kaþólsku kirkju, og nú er í flestum löndum,
þar sem hin endurbætta trú er, hin mesta stund lögð
á það, að hafa kirkjur sem prýðilegastar. það er og
í öllu tilliti rjett, því maðurinn hefir ekki skynsemi
eir.a, heldur líka tilfinningar, þar á meðal tilfinninguna
fyrir hinu fagra og háleita.
pegar vjer þá fyrst minnumst á það, hvernig kirkj-
ur vorar geti komizt í betra stand, þá teljum vjer það
hið fyrsta ráð, að þeim verði sem haganlegast skipað
í sóknunum og fækkað sem mest, dn þess að söfnuð-
unum við það aukist of miklir erfiðleikar: Eins og
kunnugt er, eru kirkjur víða hjer á landi sem óhagan-
legast settar fyrir söfnuðinn allan. Er það eðlileg af-
leiðing af því, að einstakir menn, það er: eigendur
kirknanna, rjeðu einir öllu um það, hvar kirkjur væru
settar, án nokkurs tillits til þeirrar sóknaskipunar, sem
nú er. Sú helzta mótbára gegn þessari breytingu er
sú, að ekki sje mögulegt að koma henni á; það er og
hægt að játa, að vilji hver sá, sem hlut á að þessu
máli, líta eingöngu á sinn hag, en alls ekki á annara,
og því heldur, ef einstakir menn vilja í þessu án veru-
legra ástæðna sýna sjervizku og mótþróa, þá getur
það að minnsta kosti orðið mjög erfitt, að koma breyt-
ingum á skipun kirkna. En i máli, sem varðar svo
miklu, ættu allir kristnir menn að sýna þann kærleika
og tilhliðrunarsemi, sem þeim er unnt að sýna. Menn
ættu að hinu leytinu að hafa það hugfast, að koma
máli þessu ekki í það horf, að landsstjórnin neyðist
til að leggja tilfinnanlega skatta á alþýðu, til þess að
koma kirkjunum í gott stand. Hin önnur mótbáran
er sú, að ef kixkjum sje fækkað, þá stæklci sóknirnar
og kirkjugangan verði erfiðari. En þessi mótbára er
alls eigi rjett, eins og vjer áður höfurn vikið á, því