Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Page 17

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Page 17
17 kirkjum er nú víða svo óhaganlega skipað, að kirkju- gangan þyrfti alls eigi að vera erfiðari fyrir söfnuðinn yfir höfuð, þótt sóknin stækkaði að mun. |>að er alls eigi almennast, að þeir sem næstir búa kirkju, sæki hana miklu optar en þeir, sem nokkru eru fjær. Hins ber eðlilega að gæta, að engum sóknarmanni sje gjört of erfitt fyrir að ná til kirkju. Sumir láta sjer það um munn fara, sem fjarstæðast er, að uppfræðing barna verði því minni, því stærri sem sóknir sjeu; en slíkt er talað án þess að hugsa. Börngeta þó lært heima, hversu stórar sem sóknir eru. En hvað uppfræðslu í kristindómi að öðru leyti snertir, þá er hún að mestu verk prestsins. En er þá ástæða til að ætla, að börn- in í hinni stóru kirkjusókn, þar sem kirkja er ein eða tvær, og prestur getur farið tvisvar eða fjórum sinn- um yfir barnalærdóminn, verði ver uppfrædd en í hin- um smærri kirkjusóknum, 3 eða 4 í einu prestakalli, þar sem presturinn getur ekki farið nema einu sinni yfir kverið í hverri kirkjusókn?“ Hið annað úrræðið til þess, að bæta kirkjur vorar og gjöra þær prýðilegri, er það, að veita söfnuðunum leyfi til, að taka sem mestan þátt í umsjón og meðferð þeirra. Kirkjurnar eru eptir ákvörðun sinni ætlaðar söfnuðunum; það er þess vegna óeðlilegt, að söfnuð- irnir eigi ekkert atkvæði um það, hvernig þær eru. Með efni þeirra, sem mestpart eru frá söfnuðunum, hefir opt verið farið óviturlega, stundum miður ráð- vandlega. Slík tilhögun getur ekki leitt til góðs. Að vísu hafa einstöku menn kostað stórfje af eignum sín- um til eignarkirkna sinna eða ljenskirkna, en slík dæmi eru, eins og af líkum má ráða, miklum mun færri en hin. Meðan svo er ástatt sem nú er, er ekki við því að búast, að söfnuðirnir hafi mikinn áhuga á því, að bæta eða prýða kirkjur sínar. Jeg hefi t. d. vitað dæmi til þess, að söfnuður sýndi sjerlegan áhuga á að byggja Kxrkjutíðindi fyrir ísland. II. 2

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.