Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 18

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 18
18 upp og prýða kirkju sína, og skaut fje saman í því skyni, svo skipti þúsundum króna, á stuttum tíma, en af því kirkjuráðandinn einn vildi ráða byggingunni, og hon- um eigi þótti farast það sem bezt, hvarf þessi áhugi með öllu. Vitanlega verða söfnuðirnir eptir því, sem kirkjulög vor nú eru, ekki neyddir til, að taka við sóknarkirkjum sínum, en sumir söfnuðir væru að lík- indum fúsir til þess, og þeirra dæmi gæti vakið aðra, ef það væri með lögum leyft. Mundi þá og fyrst vakna almennur áhugi á því að prýða kirkjurnar. Ur því jeg er að tala um kirkjur, vil jeg minn- ast á þá hugmynd, sem komið hefirfram í „þ'jóðólfi“, að gjöra kirkjur að kennslustofum. En slíkt er að mínu áliti barnalega hugsað; þó kastaði fyrst tólfunum, ef kirkjurnar ættu allt fyrir það að vera þar sem þær eru, sumar alveg á sóknarendanum. Jeg er höfundinum alveg samdóma um það, að allt beri að gjöra sem gjört verður, til þess að mennta alþýðu sem bezt, en þessa uppástungu verð jeg að álíta eina hina óheppi- legustu, og mundu flest önnur úrræði til að fá kennslu- stofu, t. d. að byggja hana á kirkjustaðnum, vera heppi- legri. Auk þess sem kirkjan er um fram allt ætluð til þess, að tilbiðja Guð í henni opinberlega, og það er þess vegna óeðlilegt að hafa hana fyrir kennslu- stofu, þá má spyrja: hver vill hita stóra kirkju lopt- lausa svo í vetrarkuldum, að presti með fám unglingum sje þar lífvænt? Nei, brúkum guðshús vor sem tíð- ast og almennast til þess, sem þau eru ætluð, en sýn- um almennan áhuga á því, að fá herbergi, þar sem unglingum verður kennt, ef kennara er að fá, hver söfnuður eptir efnum og ástæðum, og mun oss hvorki skorta efni nje ráð. Hvað hitt atriðið snertir: hvernig bæta megi úr þeirri prestafæð, sem nú er, ogkoma prestastjett vorri í meira álit en hún nú er í. þá verð jeg að telja það

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.