Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Qupperneq 21
21
auðvelt, en undir eins jafnrangt, að segja, að læknar
væru læknar aðeins til að fá peninga, og tældu menn
á meðölum, sem þeir sjálfxr hefðu enga trú á?
f>egar nú til þess kemur, hvernig gjöra eigi kjör
prestastjettarinnar viðunanleg, án þess að ofþyngja með
nýjum sköttum, þá virðist það vera í öllu tilliti sjálf-
sagt, að fyrsta ráðið er: að verja þeim tekjum, sem
kirkjan þegar hefir, sem bezt og haganlegast. Kem-
ur það þá til greina, að breyta verður skipun brauða
og sameina þau. Jeg vil ekki fara út í þetta vanda-
mikla og umfangsmikla mál, heldur að eins taka fram
þá meginreglu, að hver prestur eigi að hafa svo um-
fangsmikið embætti, að það gefi honum nóg að starfa,
svo hann geti lifað fyrir embætti sitt. Sú mótbára,
að embættisfærslan liði við það, að embættisannirnar
aukast, meðan það er ekki úr hófi, eða um megn em-
bættismanninum, er að minni ætlan alveg röng. Sá
prestur, sem sjaldan fer út af heimili sínu, er allra sízt
í meira sambandi við söfnuðinn, og vinnur honum eng-
an veginn meira gagn en sá, sem opt er á ferð með-
al safnaðarins. f>ví hver samvizkusamur prestur hefir
það hugfast, að koma hvervetna fram til einhvers góðs
í söfnuðinum. J>ví umfangsmeira sem embættið er, þess
fleiri tækifæri bjóðast til þess; þvi stærri sem verka-
hringurinn er, þess meiri hvatir hefir presturinn til að
gjöra það gagn, sem honum er unnt að gjöra. Jeg
verð að álíta, að það ætti að vera aðalreglan, að 2
kirkjur væru í hverju prestakalli. Að hinu leytinu er
eigi mögulegt að fastsetja, hve víðáttumikil prestaköll
eigi að vera, þó svo sje gjört í „J>jóðólfi“, þarsemþað
er mjög undir yfirferð og öðru komið, hvað er gjör-
legt og hvað ógjörlegt. Munu allir vera á því, að
prestakalla- og kirknanefndin hafi farið svo langt, sem
fært er, í uppástungum um sameining brauða, og á
stöku stað svo langt, að það er því að eins gjörlegt,