Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 24
24
hennar þjónum, og einkum skulum vjer þjóðverjar aldrei
gleyma þeirri blessun, sem frá prestssetrunum hefir
streymt út til alþýðunnar. Embætti þjóna kirkjunnar
er eitt af hinum háleitustu og veglegustu; það er þess
vegna ljóst, að það er komið undir hinu andlega á-
standi á hverjum tíma, hvort fleiri eða færri ungir
menn helga sig embætti þessu, og hvort það dregur
til sín betur eða miður gáfaða menn. Hin almenna
andlega hreifing, sem hænir menn að, eða fælir menn
frá, hverju embætti sem er, er runnin af hinum marg-
breyttustu rótum, sem hver einstakur maður getur
hvorki haft sjálfráð nje ósjálfráð áhrif á. þ>að er þar
á móti hlutverk vort, að gjöra skilyrðin fyrir til-
veru þessa embættis þannig, að þeir sem þjóna því,
þurfi ekki að líða skort. Lífsstaða prestsins er eðli-
lega engin yfirlætisstaða, og á eptir eðli sínu að gjöra
hóflegar kröfur. Jeg ætla, að það sjeu til ioo dæmi,
sem ljóslega sanna, að kirkjan aldrei hefir verið verr
stödd, en þegar margir eða flestir þjónar hennar voru
sokknir niðuríbílífi, og hugsuðumeiraumað gjöraútvortis
kjör sín glæsileg, en að gæta síns andlega embættis.
Eigi má vera allt of mikið djúp milli prestsins og al-
þýðunnar, sem hann í andlegum efnum á að leiðbeina.
En presturinn verður að hinu leytinu að hafa það, sem
nauðsynlegt er, til þess að hann geti lifað, að vísu
yfirlætislaust, en þó á þann hátt, sem samboðið er
menntuðum manni; ogkjörhans verða að vera svo, að
hann geti viðhaldið menntun sinni. Ekkert erhrapar-
legra, en þegar kjör presta, að eins til að spara pen-
inga, eru látin vera svo aum, að í þetta embætti veljist
aðeins menn afhinum vesælasta flokki þjóðarinnar, sem
getur látið sjer nægja sár-litlar tekjur. Slíka presta
getum vjer ekki látið oss nægja; vjer verðum að hafa
presta, sem sjeu íærir um að beina þjóðlífinu í andlega
stefnu; vjerverðum að hafa menn, sem geta haft áhrif