Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Page 27

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Page 27
27 því að vaxa og þróast, bæði hjerájörðu og eptir dauð- ann, þangað til það verður fullkomið, þ. e. nálgast hinn óskapaða, fullkomna guð; það á fyrst að verða til, þar næst vaxa óhindrað eptir þeim lögum, sem mannlífinu eru sett, búast undir hjálpræðið, þroskast, unz það los- ast við allt, sem er fallvalt og eyðanlegt, loksins verða dýrðlegt og sjá guð. Lærisveinar postulanna, öldung- amir, hafa sagt, að þannig gengi framförin stig fyrir stig upp á við: Andinn leiði til Sonarins, Sonurinn til Föðursins“. Sæla á skylt við sdl; það er ástand, sem sálin er í, þegar hún er leyst frá öllu, er takmarkar hana, til að geta notið síns fulla frelsis og lifað í guði eilíflega; sælan er gleði, meiri en nokkur önnur gleði, sem hef- ur oss hátt upp yfir tímann. Hið eilífa líf byrjar með endurfæðingunni i skírninni, en vjer lifum þvi fyrst í fullum krapti eptir dauðann, eins og Prudentius kveð- ur: „hið algjörða líf vinnst í dauða“. par eð það er byrjað þegar í þessu lífi, hljótum vjer að verða þess varir, og það hlýtur að gefa oss forsmekk um krapt komandi aldar. þetta sannar lika lífs-reynsla kristins manns; hinn kristni maður finnur opt forsmekk hins ei- lífa lífs, þó það sje ekki, ef til vill, nema eitt stutt augna- blik í senn; hann talar þá, eins og Lavater segir, „sem maður við guð, og guð svarar honum bæði sem guð og maður“. þetta reyndi og Augustinus; hann segir svo: „Æ! jeg vildi, að holdsins óró kyrrðist, og jarð- arinnar skuggamyndir hættu að hreifa sig, og sálin sjálf, hver tunga og hver mynd, svo að vjer heyrðum hann einn tala, er allt hefir skapað, og sem vjer elsk- um i öllu, að vjer heyrðum hann tala, ekki i líkingum, heldur með sinu eigin orði. Ef vjer þá þannig heyrð- um hann tala eilíflega, eins og hann, sem er og var og verður, er eilífur, og ef sál vor gæti þannig sökkt sjer niður i óumræðilega unun og gleði: mundi þetta þá

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.