Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Síða 30

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Síða 30
30 f>annig hugsar gamalmennið um lifið, eins og það leið, og eins og það líður, og þessi hugsun hreinsar sálu hans. Innan um allan þennan hjegóma sjer hann hinn eilífa veg, sem faðirinn hefir leitt barn sitt á, þetta bam, sem svo opt var þverúðarfullt og frásnúið, til þess að það við aga hans gæti orðið „ríkisins barn“. Eptir líkingu spámannsins (Malakías, 3, 3) situr drott- inn yfir deiglunni, og gefur gætur að bræðslunni, unz hið hreinsaða skira silfur sýnir honum hans eigin veg- legu mynd. Náttúran verður eigi beygð undir náðina nema með stríði og þjáningum ; ef vjer hugsum oss silfrið lífi gætt, hvílíkar þjáningar mundi það þá hljóta að þola, áður en það yrði fullhreinsað í eldinum? Drottinn elskar oss, auma og synduga menn, og svo lítils verðir, sem vjer í augliti hans erum eptir verk- um vorum, svo mikils verðir erum vjer fyrir honum eptir kærleika hans. Hver einstakur af þessum millí- ónum millíóna mannkynsins er ódauðlegur andi, kær- leikshugsun skaparans, vakin til að lifa frjálsu persónu- lífi. Jafnvel hin snauðasta manns-sál er, hversu ólfklegt sem það má virðast, andleg vera, sem felur í sjer heil- an heim, sem opt enginn sjer og enginn þekkir, jafn- vel eigi sálin sjálf, en sem þó ekki á að verða að engu. Sjerhver á sjer afmarkaðan stað í hinu mikla sköpun- arkerfi, og þetta sæti getur enginn annar skipað. Drott- inn má einskis án vera, og sleppir engum, nema hinn síðasti guðlegi neisti í honum sje út kulnaður. Eg veit ekkert, er jafn kröptulega gjöri hvorttveggja í senn : að beygja allt dramblæti vort niður í duptið, og hefja oss aptur til himins, eins og þessi hugsun: Eg er ein- ■ungis ein sál af millíónum millíóna, en eg er þó ein af þeim. Undir stjórn guðs eigum vjer að neyta frjálsræðis vors, og taka framförum ; þetta er þýðing vors jarð- neska lífs, og víst er um það, að auðveldast verður oss

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.