Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Qupperneq 37

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Qupperneq 37
37 hún á heima í dauðra-ríkinu, sem fylltist friði, þegar Jesús steig niður, þegar „hin guðlega geisladýrð ljek um Heljar-hlið“, eins ogKædmon1 kemst að orði. Ept- irlcenningu Irenæusar lifir maðurinn hjer á jörðuí„ríki Andans“, en kemst á þessu stigi í „ríki Sonarins. Hinar hólpnu sálir eru þá komnar þangað, sem hugur þeirra stóð til, þrátt fyrir alla synd og allan breyzkleika, þangað, sem rjett hlutfall er á milli þess, sem maðurinn sáir, og þess, sem hann uppsker, þang- að, sem öll tilvera er sannarleg, en ekkert, sem aðeins sjnist vera. Hjer á jörðu lifðu þær í holdinu, í hinum sýnilega heimi, með ókyrrð hans og baráttu, með hans óteljandi hættum og freistingum; í öðrum heimi lifa þær í andanum, í fullkomleikans tilveru, sem enga freistingu þekkir. Hinn lcristni öldungur finnur þar aptur í dýrðlegri og andlegri mynd endurminningar sínar og eptirvæntingar, sem voru ósýnilegir förunaut- ar hans á síðasta stigi jarðlífsins, á meðan hann með heitri þrá beið eptir hvíldinni. J>etta er augljóst af sjálfum orðum ritn- ingarinnar“. Jesús sagði: „Faðir, jeg vil að þeir, sem þú hefir gefið mjer, skuli vera þar sem jeg er“ (Jóh. 17, 24), ogvið ræningjann á krossinum sagði hann: „í dag skalt þú vera með mjer í Paradís“. Páll segir: „Vjer viljum heldur losast við líkamann, og vera heima hjd drottni“ (2. Kor. 5, 8); „mig langar til að losast hjeðan og vera með Kristi, því það væri miklu betra“ (Filipp. 1, 23). í Jóhannesar Opinberanabók stendur (14, 13): „Sælir eru þeir framliðnu, sem núeru í drottni dánir. Já, segir Andinn, þeir geta hvílt sig eptir sitt erviði, því pcirra verk fylgja peim“. Til þessarar hvildar bendir Jesús sjálfur: „Nóttin ’) Benediktína-munkur á Englandi á 7. öld ; hefir ritað brot af biblíu- sögu í Ijóðurn eptir 1. Mósesbók, og mörg önnur ljóð, andlegs efnis.

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.