Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Qupperneq 40
40
dómi, sem enn er eig'i auglýstur oss. Vitranirnar líða
frá, vjer fáum eigi komið orðum að því, sem ekki verð-
ur með orðum skýrt, en verðum einatt að láta oss það
nægja, sem vor góði engill hvíslar oss í eyra. Gleym-
um því aldrei.
(Framhald í næsta hepti).
IV.
Um rílti og kirkju, saiuhand þeirra og aðskilnað.
Eitt af því, sem varpað er fram í blöðum vorum,
að því er virðist, án umhugsunar, og án þess' að at-
hugað sje, hvað í því sje fólgið, er það, að beri að
að'skilja ríki og kirkju. Álíkar raddir heyrast og opt
erlendis, einnig opt frá þeim, sem ekki hafa ljósa hug-
mynd um, hvað þeir tala. Af hinum fjarstæðustu á-
stæðum komast menn til þeirrar niðurstöðu, að það
beri að skilja kirkjuna frá rílcinu. þeir sem helzt vilja
að trúin hafi engin áhrif á fj'elag manna, óska þessa,
og þeir, sem elska kristna trú, halda að þá verði hún
fyrst í fullum blóma, þegar kristnin eða kirkjan sje
laus við þá óáreiðanlegu og ósönnu limi, sem hið ver-
aldlega vald neyðir upp á hana, og óska hins sama.
Nokkrir hinir mestu vísindamenn hafa alvarlega
íhugað þetta mál, og ritað um það stórar bækur. Einn
af hinum vitrustu mönnum þessarar aldar, Guizot,
hefir í bók, sem út var gefin í París 1861 (l’Église et
la société chrétienne), leitt rök að því, að bæði ríkið
og kirkjan mundu niðurlægjast og veilcjast,