Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Page 47

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Page 47
47 V. Kirkjuleg bindindishreifing á Englandi. Ofnautn áfengra drykkja þykir sífelldleg’a fara í vöxt á Englandi eigi sízt á meðal kvenna af verkmanna flokki, og þykir svo mikið kveðaað þessu, að ofdrykkja sje orðin sannnefndur þjóðlöstur þar í landi. Hið sama lýsir sjer einn- ig í sorglegum myndum í löndum þeim í öðrum heims- álfum, sem Englendingar hafa náð yfirráðum yíir; „hinir rauðu menn“, frumbyggjar Vesturheims, fækka ár frá ári, og er mest um kennt brennivínsdrykkju, sem þeir hafa numið af hinum hvítu mönnum, sem tekið hafa land þeirra undir sig. Hið sama kemur fram á Ind- landi; áður en Englar náðu þar yfirráðum, þekktulands- menn því nær eigi þennan banvæna löst, en nú er hann orðinn þar hryggilega almennur. Á Englandi hafa bæði hófsemdarfjelög og bindindisfjelög verið stofnuð fyrir mörgum árum, í því skyni, að reisa skorður við þessum skaðlega lesti; fjelög þessi hafa að vísu verið í sambandi við kristindóminn, og haft mestan og bezt- an stuðning af sönnum játendum hans, en þau hafa ekki beinlínis komið fram í kristindómsins nafni og byggt á hans grundvelli, heldur hafa þau verið stofn- uð á grundvelli almennrar mannúðar og mannástar. En á hinum síðari árum heíir kennilýðurinn á Englandi gefið þessu mikilsvarðanda málefni alvarlegan gaum, og skipað nefndir manna úr sínum flokki til að hug- leiða það itarlega. 1862 stofnaði enska kirkjan bind- indisfjelag sitt, og hafði það í lögum, að enginn fjelags- maður mætti neyta nokkurra áfengra drykkja. Lög fjelagsins voru endurskoðuð 1871, og öllu fyrirkomulagi fjelagsins hagað eptir tillögum nefnda þeirra, er skip- aðar höfðu verið. í fjelaginu eru nú menn af öllum

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.