Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 87

Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 87
N ORÐURLJ ÓSIÐ 87 inn segir, að við getum fengið líkamann, þegar búið er að hengja hann.“ Afengið var sök í þessu. Fyrir allmörgum árum bar það við hér í Elkton, að fjölskylda var að aka út úr leikbúsi, þegar bifreið á ofsa- hraða rakst á hana. Þegar bifreiðaræksnin höfðu verið tekin brott, lágu þar eftir fjór.ir dauðir og tveir slasaðir. Fimm ára gömul, munaðarlaus telpa kramdi mörg hjörtu með ópum sínum: „Mamma! Mamma!“ Þrennt var þarna fyrir allra augum: Lík, blóð og bjór. I stórum blóðpolli í bifreiðinni, sem slysinu olli, voru dreifðar leifar af bjórflösku-kassa. Lausnin á áfengisvandamálinu er ekki sú: að kenna fólki, hvernig það eigi að drekka í hófi. Eina svarið við áfengisnautninni er: að taka burt áfengisstrauminn. I raun og veru er þetta vandamál einstaklingsins. Að- ferðin til að vernda mann fyrir drykkjuskap er sú, að hann frelsist (snúi sér til Krists) og að honum sé kennt orð Guðs. Sú staðreynd, að margir söfnuðir hafa fleygt burt biblíunn.i og sett upp vínsölustað, breytir ekki svarinu við vandamálinu. Þegar Kristur kemur inn í mannshjartað, verður biblían heiðruð, og menn munu halda sér við skarpa andstöðu hennar gegn drykkjuskapnum. Vinur, aðferðin að útkljá að eilífu þetta vandamál í hjarta þínu er þessi: Láttu frelsast og vertu viss um, að þú ert frelsaður. Gerðu upp við Guð og láttu alla sjá, að þú hefir gert það. Vertu hermaður gegn áfenginu hvar og hvenær sem er. (Úr „The Sword of the Lord,“ 26. júní 1964.) Þó að ræða þessi sé fyrst og fremst stíluð til Bandaríkja- manna, getur ekki far.ið lijá því, að margt í henni hitti í mark einnig hér, eins og nú er komið áfengismálum hér- lendis. Hér hafa einnig verið framin morð í ölæði, jafnvel á ástvinum, og alls konar glæpir aðrir. Menn vita um allt hið illa, sem áfengið leiðir yfir land og þjóð, en þeir ráða ekki við það fremur en fólk með illa anda ræður við and- ana, sem hafa það á valdi sínu. Hér vantar öfluga trúarvakningu, afturhvarf til Krists og biblíunnar. Fyrir Kristi og krafti orðs hans verður hið ilia að víkja, hvort sem það er áfengi, syndir eða djöflar. í heljardróma heiniur er (Sálmur) í heljar dróma heimur er, og hatrið sýður þjóðum í, á vængjunum hröðu vonzkan fer um veröld, líkt og þjóti ský. Myrkrið er ráðandi mönnum hjá, margir sér snúa Guði frá. — En hér eru fréttir heimi að tjá: Herrann, vor konungur, lifir. KÓR: Drottinn vor reis upp frá dauðum, daggeisli í myrkrunum rauðum, lausnarinn lifandi er, leysir oss löngum úr nauðum. í viðjum meina veröld er, hún vonar mest á lyf og menn, og sárþjáð af kvala hörðum her þó hrópar lítt á Guð vorn enn. Þúsundföld gerast nú mannleg mein, mörg eru sjálfsskaparvíti ein. — En heyrið, sjúkir, og hættið, kvein: Himneski læknirinn lifir. KÓR: Læknirinn lifir, vor Drottinn, líkn hans, af mannkærleik sprottin, læknar enn mannanna mein. Mætti hans margur ber vottinn. í heimi ríkir hreykin synd, og hrokinn skrýðir marga sál. í villunni ráfar vantrú blind, og veiðir marga lífsins prjál, ranglætið situr að ríkjum enn, ráðningu hljóta mun það senn. Það sekir heyri syndugir menn: Sonur Guðs, frelsarinn, l.ifir. KÓR: Lifandi er lausnarinn manna, leiðir til himinsins ranna syndarans frelsaða sál. Hjálpræðið hann er hið sanna. ,;,Er nú komið svona?44 Gufudallur lítill var á ferð yfir flóa, þar sem var storma- samt. Allt í einu stöðvaðist vélin, og í nokkrar mínútur var virkileg lífshætta á ferðum. Aldurhnig.in kona flýtti sér til skipstjórans og spurði kvíðafull, hvort nokkur hætta væri á ferðum. „Frú,“ var hið afdráttarlausa svar, „við verðum að treysta Guði.“ „Ó, herra!“ veinaði konan, „er nú komiö svona?“ Mörg okkar breyta þessu líkt á hættutímum; við erum fús á að treysta nálega öllu — nema Guði. (Þýtt úr Emergency Post, Enghmdi). Hver slítur heimsins hörðu bönd? Hver hatrið slekkur þjóðum hjá? Hver myrkrinu bægir brott um lönd og bætir mein, sem lýöi þjá, vantrúna sigrar og villu lið, veröldu færir þráðan frið? Hver sekum mönnum gefur grið? Græðari heimsins, er lifir. KÓR: Ljósið um heiminn mun lýsa, liðnir úr gröfunum rísa, Drottinn er kemur með dýrð, heiminum veginn að vísa. ATHUGIÐ: Þennan síðasta kór vantar í sálminn í Andlegum ljóðum.“ Fólk er beðið að bæta honum inn í eintök sín af bókinni. — S. G. J. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.