Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 81

Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 81
NORÐURLJÓSIÐ 81 Molar frá borði Meistarans. (Greinir handa lœrisveinum Krists.) Ríkdómur Krists Lesið 4. Mós. 21. Jóh. 3. 14., 15. Hvarfli sú hugsun að þér, að það sé ekki ómaksins vert að lesa meir en þú hefir áður gert um atburð þann, er Móse hóf upp höggorminn á eyðimörkinni, þá bið ég þig að lesa þessa grein eigi að síður. Vel má vera, að hún eigi einmitt erindi til þín. Eirormurinn á stönginni, táknmynd Krists upphöfnum á krossinum, er að sjálfsögðu margoft nefndur, þegar fólki er boðað fagnaðarerindið. Höggormar alls konar synda bíta sérhvern mann. Lækningin eina er að líta til Jesú og segja við hann með sálmaskáldinu góða, Hallgrími Péturs- syni: „Mín synd, mín synd, hún þjáði þig, þetta allt leiðstu fyrir mig.“ Það er vilji Guðs, að „hver, sem sér soninn, (festir sjónir á syninum), hafi eilíft líf.“ (Jóh. 6. 40.) En það er meira í Kristi en eilíft lít handa syndugum manni. Við lesum í 2 Pét. 1. 3.: „Hans guðdómlegi máttur hefir veitt oss ALLT, sem heyrir til lífs og guðrœkni með þekkingunni á HONUM.“ Hugsaðu þér nú, að þú sért aumasti fátæklingur í heimi. Þú átt ekki þak yfir höfuðið, ekki mat til hnífs eða skeiðar, ekki spjarir til að skýla nekt þinni, ekki sápu til að þvo af þér óhreinindin, ekkert lyf til að lina verki, sem hrjá og kvelja höfuð þitt og limi. Allt í einu kemur til þín auðmaður, sem veit ekki aura sinna tal. An þess að þú eigir það hið allra minnsta skilið, án þess að þú hafir gert hið allra minnsta fyrir hann, segir hann við þig, þar sem þú situr í eymd þinni: „Vinur minn, rístu á fætur og komdu með mér. Eg hefi dálitla gjöf handa þér.“ Þú trúir, að þessum manni sé alvara, svo að þú stendur á fætur og fer með honum. Það er ekki langt að fara. Hann sýnir þér hús og segir við þig urn leið og hann fær þér bréf og lykil: „Hér er gjafabréf frá mér. Samkvæmt því gef ég þér þetta hús með öllu því, sem í því er, föstu og lausu. Hér er lykillinn að húsinu. Opnaðu það, gakktu inn og hagnýttu þér allt, sem þar er að finna. Ef einhver segir við þig, að þú eigir ekki húsið og allt, sem í því er, líttu þá aftur í gjafabréfið og sýndu honum svart á hvítu, að allt þetta er eign þín.“ Þú spyr sjálfan þig, hvort þig sé að dreyma. Þú gengur samt að dyrunum. Vera má, að hönd þín titri, svo að þér gangi illa að opna, en þegar þú lýkur upp dyrunum, sér þú, að það eru í því mörg herbergi og skápar í þeim. Allt er opið, svo að þú getur séð, að þarna eru hrein og fögur klæði, gnóttir matar og drykkjar, kerlaug með öllum snyrti- tækjum og lyf í lyfjaskápnum og miði á hverju glasi, sem segir þér, hvaða verki eða sjúkdóm hvert lyf muni lækna, sé það tekið inn. Vinur minn, nú er það alveg undir sjálfum þér komið, hvort þú lætur þér nægja að setjast á mjúkan stól, horfa á alla þessa hluti, en nota ekki nokkurn þeirra, horfa á mat og drykk, en hvorugs neyta, horfa á laugina, en lauga þig ekki, líta á fötin, en klæðast þeim ekki. Ef þú tekur þessa afstöðu til gjafanna, ertu í sporum manna, sem láta sér nægja, að þeir séu frelsaðir frá glötuninni vegna trúar á Krist, en hafa engan áhuga, leggja ekki hug á að nota það, sem Guð hefir gefið þeim í Kristi. Þeir áttu aldrei hærra takmark en það að frelsast. Þegar þeir hafa náð því, eru þeir ánægðir. Það er samt sjálfsagt að gera ráð fyrir því, að þú viljir halda lengra. Þú ferð að hagnýta gjafirnar. Hvað af gjöf- unum þú byrjar að nota fyrst, fer eftir því, hvað þér virð- ist sárasta þörf þín. Vera má þú finnir sárt til óhreinind- anna. Þú byrjar á að lauga þig, og sjá, þú verður þér þess meðvitandi, að þú ert allur orðinn hreinn. Himinlifandi af gleði ferð þú að segja vinum þítium frá því, hvað laugin sé dásamleg. Hún er það. Engin önnur slík laug er til, sem hreinsi af allri synd, þegar samvizkan ákærir vegna ein- hverra yfirsjóna. (1. Jóh. 1. 9.). Vera má, að þú byrjir á að seðja hungur þitt og svala þorsta þínum. Með sælu í sál og hjarta hrópar þú til vina þinna og lýsir því með mörgum fögrum orðum, hvað þér líði dásamlega vel. Þú talar um friðinn og gleðina í hjarta þínu. Þú talar um, að allir ættu að eignast þetta sama og þú, það sé svo dásamlegt. Þetta er aðferð margra trúaðra. Þeir vitna æ ofan í æ um dásamlega reynslu sína. Þeir hvetja aðra til að öðlast þessa sömu reynslu. Heimskunnur starfsmaður Krists, dr. Harry Ironside, seg,ir frá því, er hann á ungum aldri öðlaðist dýrmæta, andlega reynslu. Þetta fyllti vitund hans, vitnisburður um reynslu hans kom á hverri samkomu eða mjög oft. Smám saman eða síðar varð honum Ijóst, að hann talaði miklu meir um reynslu sína en um Krist, um gjöfina meir en gjafarann. Þessi reynsla hans var ekki tungutal, heldur það sem kallað er alger helgun, syndleysi. Svo fór samt, að hann missti þessa reynslu. Hann fann, að hjartað var ekki eins hreint og honum hafði fundizt. Hann varð sjúkur á taugum. en náði sér aftur, las og rann- sakaði Guðs orð og lærði svo, hvað er sannur heilagleiki barna Guðs. Vera má, að þú hafir fyrst af öllu haldið að lyfjaskápn- um. Ur honum tókstu lyf, sem læknuðu þig algerlega af líkamlegum meinum. Upp frá því þreytist þú ekki á að vitna um, hve lækningin sé dásamleg, sem þú hafir fengið. Þannig má halda áfram. Þú getur líka ef til vill talað mest um það, hve hvíldin sé dásamleg, sem þú hefir fengið, síðan þú komst í þetta mikla hús, sem þér var gefið. En dag nokkurn er barið að dyrum. Kominn er maður með valdsmannlegu bragði. Hann spyr þig, hvað þú sért eiginlega að gera hér. Þú eigir alls ekki þetta hús. Ekki heldur neitt af því, sem það hafi að geyma. Hvert verður viðbragð þitt? Hvað gerir þú til að sanna eignarrétt þinn? Ferðu að rökræða við gestinn? Fara að vakna efasemdir í hjarta þínu? Byrjar þú að trúa, að þetta geti verið satt? Slíkt er margra siður í raunveruleikanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.