Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 83

Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 83
NORÐURLJÓSIÐ 83 í og frelsaði hann. Þá fór hann að lesa guðfræði, las hana vestan hafs og einnig í Þýzkalandi. Þegar hann kom vestur aftur, gerðist hann prestur. Eftir nokkur ár fór honum að verða ljóst, að Postulasagan segir frá, hvernig menn urðu klæddir krafti frá hæðum. Hann leitaði þessarar íklæð- ingar kraftarins og öðlaðist hana. Arangurinn varð um- breytt líf og gerbreytt þjónusta. Þessi maður var dr. R. A. Torrey, sem vann hundruð þúsunda manna til trúar á Krist. D. L. Moody leiddi meðal annarra til Krists dr. J. Wilbur Chapman. Hann var síðar kjörinn af Moody sem vara- forseti Moody biblíuskólans. Dr. Chapman helgaði sig Guði, fór í bæn til Guðs og sagði í trú: „Faðir minn, ég tek nú hjá þér fyllingu heilags Anda.“ Þetta gerbreytti starfi hans og þjónustu, því að Guð veitti honum bæn hans. Hann segir frá því, að í söfnuði hans var maður, alger- lega ómenntaður, sem talaði hræðilega bjagaða ensku. Eitt sinn kom dr. Chapman að þessurn manni, þar sem hann var að biðja og heyrði hann segja: „Ó, Drottinn, taktu alla synd frá mér. Kenndu mér, hvað það er, sem hindrar komu þína. Ég vil sleppa öllu. Kom þú, heilagi Andi, kom þú og tak mig til eignar, (tak mig á þitt vald), og hjálpaðu mér til að vinna menn.“ Guð gaf honum það, sem hann beidd- ist. Eftir þrjú ár hafði þessi alólærði maður leitt meira en hundrað menn til Jesú. Dr. John R. Rice, prédikari meðal Baptista í Bandaríkj- unum, vildi ekki leggja út á starfsbraut sína, nema hafa áður íklæðzt kraftinum frá hæðum. Hann vildi vinna sálir fyrir Krist. Guð gaf honum það, sem hann þráði. Hann hefir séð tugi þúsunda manna snúast til trúar á Drottin Jesúm Krist vegna þeirrar þjónustu, sem Guð hefir gefið honum. Þannig mætti halda áfram að telja upp fjölda manna, sem fengið hafa að reyna, að það er íklæðing kraftarins frá hæðum, sem Guðs börn þarfnast, ef þau vilja vinna sálir fyrir Krist. Hver er þessi íklæðing kraftar frá hæðum? Raunveru- lega sú, að maðurinn hættir að lifa sjálfum sér. „Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér,“ ritaði postul- inn Páll. Þegar George Miiller frá Bristol var spurður eftir, hver væri leyndardómur hins mikla ávaxtar lífs hans — hann ól upp þúsundir munaðarlausra barna og leiddi þús- undir manna til Krists og hafði með höndum umfangs- mikið kristniboð — þá svaraði hann: „Það kom sá tími, þegar George Muller dó.“ og þá beygði hann sig alveg niður að gólfi. Með þessum orðum átti hann við, að hann ætti ekkert markmið annað í lífinu en það, að lifa fyrir Guð. Það var alger helgun, fúsleiki og ásetningur að gera vilja Guðs, en þetta er skilyrðið fyrir ávaxtasömu lífi og þj ónustu. Það var, þegar ísraelsmaður var dauðadæmdur af högg- ormsbiti, að hann vissi, að ekkert í eða hjá honum sjálf- um gat bjargað honum. Eirormurinn á stönginni, fyrirheit Guðs um líf, ef horft væri á hann, það var eina vonin. Þegar Guðs barn skilur, að það er ekkert í því sjálfu, að holdið gagnar ekkert í þjónustu Guðs, þá er vonin eina að mæna á Krist, að sjá, að í honum hefir Guð veitt oss ALLT, sem heyrir til lífs og guðrækni. í KRISTI er fyll- ingin, lcrafturinn, ávaxtasemin. Guðs börn, eruð þið ánægð með það, sem Guð hefir látið ykkur reyna, ánægð með frelsun ykkar, reynslu ykkar, sæluríkar tilfinningar? Guð miskunni ykkur þá. Sjáið þið ekki fólkið fyrir utan? Sjáið þið ekki, að ykkur vantar kraft til að vinna það? „Þér munuð öðlast kraft, er heilagur Andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir!“ sagði Drottinn. Hvað svo sem við kunnum að vera búin að fá mikið frá Drottni, vanti okkur kraftinn til að vinna sálir, þá er hann til hjá Kristi og veitist fyrir heilagan Anda hans. Við skulum horfa á Krist, deyja sjálfum okkur til að lifa honum, líta til hans, að hann fylli okkur Anda sínum, svo að við fáum leyst af hendi hiutverk okkar hér á jörð: Að vegsama Föðurinn með því að bera mikinn ávöxt og verða lœrisveinar Krists. (Jóh. 15. 9.) Sem læri- sveinum hans ber okkur að breyta eins og hann breytti: Biðja, lesa Guðs orð, flytja það, lifa fyrir aðra, -— ekki okkur sjálf —, vera fyllt heilögum Anda og klædd krafti hans (Post. 10. 38.) með eitt markmið fyrir augum: Að gera Guð dýrlegan. S. G. J. ---------x--------- Jóhannes 3. 16. nær til fófróðra manna Periyannan vann sem burðarkarl á indverskum teræktar- garði. Hann lærði að þekkja Krist sem frelsara sinn. Hann var spurður af einum forstjóranum, sem var kristinn, hvernig hann hefði orðið kristinn, þar sem hann kunni hvorki að lesa né skrifa. „Ég fer í kvöldskólann rneð syni mínum, Mukkan,“ svaraði hann, „og kvöld nokkurt heyrði ég hann lesa Jóhannes 3. 16 og endurtaka það þó nokkrum sinnum.“ Periyannan háttaði um kvöldið og hugsaði um þau dásamlegu orð, sem liann hafði heyrt. Hann ályktaði með sjálfum sér, að hann væri einn af þeim, sem eru heim- urinn, og þess vegna elskaði Guð hann svo mikið sem það, að gefa son sinn honum til hjálpræðis. Hann hélt áfram: „Ég trúi á Jesúm, og ég hefi eilíft líf, svo að ég verð að játa trú mína ásamt með öðrum kristnum mönnum.“ Síðar var hann skírður ásamt fjölskyldu sinni. Bróðir hans trylltist af bræði og fékk nokkra burðarkarla til að kveikja bál framan við skurðgoðahofið nálægt bygging- unni, þar sem Periyannan bjó. Síðan kallaði hann á flokk sinn og lét hann fleygja bróður sínum og Mukkan, syni hans, á bálið, en þeir sluppu lítið brenndir. Eftir skínandi, kristið trúarlíf í aðeins fimm ár, kallaði Guð hann heim til sín. Hann var dásamlegt sigurmerki Guðs náðar fyrir Jóhannes 3. 16. (Þýtt.) Hvernig hljóðar svo þessi markverða ritningargrein? Hún er þannig: „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, se n á hann trúir, glatist ekki. heldur hafi eilíft líf.“ Það verður ekki opinbert fyrri en í eilífðinni, hve margir menn hafa fundið Krist og með honum frið og sælu krist- innar trúar, af því að þeir lásu eða heyrðu þennan kjarna kristindómsins. Verður þú á meðal þeirra?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.