Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 5

Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 5
N ORÐURLJ ÓSIÐ 5 kynslóð, sem ég tilheyri. Gengnar kynslóðir þekktu það, og gamlar konur hefi ég heyrt segja, að þær gætu ekki séð fleygt matarleifum, vegna þess hve lít.ið var til af mat í uppvexti þeirra. Eg er ekki viss um, að við gerum okkur ljóst, hve gott við eigum á Islandi í dag: að njóta bæði nægta og frið- ar. Utlend kona sagði á þá leið, að Island væri dásam- legast land í heimi, ekkert stríð, engin herskylda. Hana Iangaði ekki til að fæða börn i föðurlandi sinu, til þess að þau yrðu drepin í stríði. Hún þekkti það. Hvers vegna þurftu Israelsmenn að búa við hallæri? f III. Mósebók stóð þó þetta loforð af Drottni gefið: „Ef þér breytið eftir mínum setningum og varðveitið mínar skipanir og haldið þær, þá skal ég jafnan senda yður regn á réttum tíma, og landið mun gefa ávöxt sinn, og trén á mörkinni bera aldin sín. Skal þá ná saman hjá yð- ur þresking og vínberjatekja og vínberjatekja og sán- ing, og þér skuluð eta yður sadda af brauði og búa ör- uggir í landi yðar.“ En sami kafli talar líka um, að vilji þeir ekki hlýða og halda skipanir Drottins, muni hann gera himininn yfir þeim sem járn og land þeirra sem eir. Kraftur þeirra eyð- ist til ónýtis og landið gefi ekki ávöxt sinn. Kynslóð, sem ekki vill hlýða Guði, leiðir yfir sig og afkomendur sína erfiða tíma. Það er á slíkum tíma, sem saga Elímeleks og fjölskyldu hans gerist. Haldið er til Móabslands, en ekki gengur allt í haginn þar. Fyrst deyr Elímelek, húsbóndinn. Synir hans, sem ganga að eiga móabítískar stúlkur, eignast enga afkomendur. Slíkt þótti á þeim tíma og stöðum ó- gæfa, og allt að því smán. Er þeir höfðu verið þar í 10 ár, dóu þeir. Þá býst Noomi til að snúa aftur til heima- lands síns ásamt tengdadætrutn sínum. Þær höfðu heyrt, að Drottinn hefði vitjað lýðs síns og gefið honum brauð. Erfiðleikunum, sem fjölskyldan flýði frá, var þannig úr vegi rutt. En hún hafði mætt öðrum erfiðleikum, sem ekki voru hinum léttari. Noomi sagði: „Rík fór ég héð- an, en tómhenta lætur Drottinn mig aftur hverfa.“ Þann- ig getur fólki far.ið, sem hafnar því að halda sig í hópi trúaðra, en velur heldur það, sem þessi heimur hefir að bjóða og telja sig munu þar fá betra brauð að lifa á heldur en halda sig á hallæristímunum í hópi hinna fáu trúuðu. Fyrst um sinn verður ef til vill ekki mikil sýni- leg breyting í lífi þess manns eða fjölskyldu, sem yfir- gefur sinn stað í hópnum. En hún kemur. Sú stund rann upp, að Noomi sá, að hún hafði verið rík, meðan hún bjó í hinni brauðlausu Betlehem, en sneri allslaus aftur heim frá allsnægtum Móabslands. Noomi virðist hafa náð því, sem tengdamæðrum mörg- um hefir veitzt erfitt að ná, því: að verða elskuð tengda- móðir. Báðar vildu tengdadætur hennar fylgja henni. Það er samt svo að sjá, að hún telji sér skylt að sýna þeim fram á, að það baki þeim erfiðleika að fylgja henni. Hún virðist ekki trúa því, að tengdadætrum hennar sé meiri gæfa búin með því að fylgja henni og þjóna Jsraels Guði heldur en með því að vera kyrrar, ef þeim þá mættu fremur hlotnast veraldlegu gæðin. 0, hve trú okkar er þá illa komið, ef við teljum það meiri sælu fyrir fólk okk- ar að ganga heldur gullinn veg veraldlegrar velsældar en velja þann mjóa veg, sem til lífsins liggur. Orpa má kallast fulltrúi þeirra manna, sem horfa á gæði þessa heims og heillast af þeim. Kostnaðarreikning- ur þess að fylgja Kristi verður í augum þeirra of hár. Þeir vilja fylgja Kristi að vissum vegamótum, en snúa síðan aftur, eins og Demas frá Páli, af því að hann elsk- aði þennan heirn. Það eru margar ungar konur, sem frem- ur hafa kosið eins og Orpa að finna athvarf í húsi manns síns, þótt hann ekki lifði hinum lifanda Guði, heldur en leggja einmana á gönguna til himins heim, horfandi á Drottin Jesúm og gerast styrkur stafur til stuðnings og hjálpar öðrum andlegum systrum, eins og Rut studdi Noomi í hennar einstæðings ekkjudómi. Hvað má læra af sögu Rutar? Við skulum líta á eitt- hvað af því. Rut er eins og skínandi perla í demantasafni trúar- hetja gamla testamentisins. Giftum konum er hún hin ágætasta fyrirmynd í því að sameinast manni sínum svo fullkomlega, að hans fólk er orðið hennar fólk. Hún sameinast honum eða tengdamóður sinni einnig í því að dýrka hinn eina sanna Guð. Hún virðist hafa verið búin að tileinka sér trúna á hann áður en maður hennar deyr. Rut er heilsteypt, ekki er annað að sjá. Þótt maður hennar deyi, breytir það ekki því, að hans fólk er hennar fólk. Engir jarðneskir erfiðleikar fá bugað þá ákvörðun hennar: að vera köllun sinni trú. Hún vill heldur illt þola með móður hans en rjúfa í eiginhagsmunaskyni þau fjöl- skyldubönd, sem bundin hafa verið. „Hvað, sem Drottinn lætur fram við mig koma, þá skal dauðinn einn aðskilja þig og mig,“ segir Rut við tengda- móður sína. Hún er ákveðin í að þjóna Drottni og ástunda það, sem rétt er, hvað svo sem Drottinn lætur yfir hana koma. Þetta er sú trú, sem Drottni er velþóknanleg. Hún er ólík afstöðu fólks, er fylgja vill Kristi um tíma og halda um stund hópinn með játendum hans. Kristur vill sjá hjá þér afstöðu Rutar, fá þig til að lifa lífi þínu með sér. Þú átt því að gefa þig honum með hugarfari Rutar, að honum skulir þú tiiheyra, hvað svo sem hann kann að láta yfir þig koma. 2. Hver var Abígail? Hún var húsfreyja á stórbúi austur í fsraelslandi á dögum Sáls konungs. Maður hennar hét Nabal. Þau hjón áttu bú á Karmel, fjallinu fræga. Hjarða þeirra, um 3000 sauðfjár og 1000 geita, var gætt þar nærlendis i eyði- mörkinni Maon. Um þessar mundir var Davíð á flótta undan Sál kon- ung,i og flýði úr einni eyðimörkinni í aðra með menn sína. Hann hafðist við um hríð í Maon eyðimörkinni, þar sem hirðar Nabals voru með hjarðirnar. Davíð og menn hans komu mjög vel fram við þá og voru þeim sem varnar- garður, svo að þeim varð einskis vant, er þeir héldu fénu til haga nálægt Davíð og mönnum hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.