Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 28
28
N ORÐURLJ ÓSIÐ
Hvað gerist? Kristur tekur við honum, því að hann
hefir sagt: „Þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki
burt reka.“ Kristur endurnærir hann, og hann lifnar við.
Meðan Egyptinn lá svo ósjálfbjarga á eyðimörkinni,
vissi hann ekki, að hann ætti eftir að gegna mikilvægu
hlutverki. Davíð tók hann í þjónustu sína, að hann skyldi
vísa honum veg til ræningjaflokksins. Egyptinn er þá allt
í einu orðinn einhver þarfasti maðurinn í þjónustu Davíðs.
Hann einn veit, hvar ræningjanna er að leita. Hann er
fús til að leiðbeina Davíð, en setur þó eitt skilyrði: Davíð
verður að vinna honum eið að því, að drepa hann ekki
eða framselja hann fyrrverandi húsbónda hans.
Davíð vann síðan frægan sigur á ræningjunum og
frelsaði alla þá, sem þeir höfðu rænt.
Lesi nokkur sá línur þessar, sem telur úti um sig, líf.ið
gagnslaust, framtíðina glataða, þá viti sá hinn sami, að
svo þarf ekki að vera. Þín getur beðið nytsöm framtíð
með Kristi Jesú sem frelsara þínum, ef þú kemur til hans
og Ieyfir honum að gera allt það fyrir þig og með þig,
sem hann vill. Þetta var það, sem Egyptinn leyfði Davíð.
Hann var svo hygginn að þrjóskast ekki við, heldur taka
á móti nærandi fæðunni, sem menn Davíðs gáfu hon-
um, og þjónustunni, sem hann átti að inna af hendi.
Drottinn Jesús hefir fæðu og drykk handa þér til að
næra sálu þína og svala henni. Sú fæða, sá drykkur er
hann sjálfur. Hann sagði: „Þann mun ekki hungra, sem
til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir.“
Þegar þú hefir etið og drukkið hjá honum, þá lifnar
þú við. Lífið verður bjart, meira að segja bjartara en
fyrr, því að framtíð í fylgd með Jesú er fögur og björt.
Drottinn Jesús hefir verk handa þér að vinna. Hann er í
björgunarleiðangri um heiminn með menn sína. Hann
vill fá þig til að taka þátt í þessu starfi, að þú segir öðr-
um frá, hvernig hann hefir miskunnað þér og frelsað þig.
Þá geta aðrir einnig farið að trúa á hann, aðrir, sem enn
liggja ósjálfbjarga á eyðisöndum mannlífsins.
En fyrst af öllu verður þú að leyfa mér sem einum af
mönnum Jesú að taka í hönd þér og fara með þig til hans.
Viltu biðja eftirfarandi bænar eins innilega og með þeirri
alvöru, sem þú getur:
„Kæri Drottinn Jesús, þú hefir sagt: þann, sem til mín
kemur, mun ég alls ekki burt reka. Eg kem þess vegna til
þín. Ég er hungraður og þyrstur, mér líður illa í sál minni.
Ég. hefi þjónað syndinni, en vil ekki gera það lengur.
Gefðu mér góðu gjafirnar þínar, sjálfan þig, Anda þinn
og eilífa lífið. Varðveittu mig frá því að falla í synd og
þjóna henni framvegis. Ég vil í staðinn þjóna þér. Gefðu
mér að hjálpa öðrum mönnum til að finna þig. Bænheyrðu
mig fyrir þíns nafns sakir. Amen.“
Egyptinn hefir víst aldrei gleymt þeim degi, þegar
menn Davíðs fundu hann og fóru með hann til herra síns.
Gleymdu heldur aldrei þessum degi. Minnstu þessarar
stundar, er þú nú komst á fund Drottins Jesú í bæn. Fylgdu
honum upp frá þessu, eftir því ljósi, sem hann gefur þér,
er þú lest orð hans í nýj a testamentinu. Reiddu þig á hann,
að hann hjálpi þér, þegar freistingar mæta þér, eða ein-
hverjir erfiðleikar. Hann rekur þig ekki burt, þegar þú
kemur með allt til hans, bæði sorgir og gleði, vonir og
erfiðleika. „Þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki
burt reka,“ hvorki nú eða síðar. Hann mun annast þig.
---------x--------
Svívirðilegt vanþakklæti
1 Norður-Karólína ríki í Bandaríkjunum bjó eitt sinn
fátækur bóndi, sem átti gáfaðan dreng. Faðir hans vildi
veita honum góða menntun og lagði allt í sölurnar til
þess, að „hann fái eins gott tækifæri til að læra og sonur
milljónamærings," komst hann að orði. Sonur hans fór
í ríkisháskólann, en faðir hans stritaði heima.
Dag nokkurn bar svo til, að föðurhjartað fylltist þrá
eftir að sjá drenginn sinn og tala við hann. Bóndinn tók
þá eitthvað af afurðum búsins og ók af stað í vagninum
sínum til að selja þær í borginni. Er hann nálgaðist borg-
ina, sagði hann við sjálfan sig: „Jæja, verður ekki dreng-
urinn minn hissa? Verður hann ekki glaður að sjá mig?“
Hann herti á gömlu klárunum og hraðaði för sinni.
Þegar hann ók upp hæðina að skólanum, sá hann son
sinn í hópi glaðværra félaga. Er hann kom nær, flýtti hann
sér út úr vagninum til piltsins og sagði: „Ó, drengurinn
minn! Drengurinn minn!“ „Þetta eru einhver mistök,
herra minn; þér eruð ekki faðir minn. Ég þekki yður
ekki,“ svaraði ungi maðurinn, stirður í viðmóti.
Þetta varð föðurnum ofraun. Með sundurkrömdu hjarta
sneri hann sér við og fór heim til að deyja.
„Svívirðilegt vanþakklæti,“ segjum við. En við gleym-
um því, að Guð eys yfir okkur blessunum sínum. Samt
vilja margir ekki kannast v.ið, að hann veiti þær, að
þær séu frá honum komnar. Jafnvel sumir, sem játa nafn
Jesú sem frelsara síns, geta stundum sýnt honum vanþakk-
læti og lítilsvirðingu: að þegja og skammast sín fyrir
hann og nafn hans, þegar þeir eru í hópi óguðlegra manna,
í stað þess að játa þá nafn hans og erfa fyrirheit hans:
„Hver, sem því kannast við mig fyrir mönnum, við hann
mun ég einnig kannast fyr.ir Föður mínum á himnum.“
(Matt. 10. 32.). Þetta er svívirðilegra vanþakklæti en hitt.
---------x--------
NAUÐSYNLEGT AÐ VAKNA
Þegar John McNeil, alkunnur prédikari, var drengur,
vann hann við járnbraut í Vestur-Skotlandi. Skipti-eim-
vagn stanzaði rétt við hús hans og eimpípan blés, svo að
hann varð að vera tilbúinn að stökkva upp í hann um leið.
Morgun einn var hann mjög syfjaður. Hann vaknaði,
en klœddi sig ekki. Eimvagninn kom að venju, og vagn-
stjórinn þeytti eimpípuna af fullum krafti, svo að allir
þorpsbúar vöknuðu. Þegar drengurinn kom heim að
borða, sögðu allir við hann: „Jæja, Jonni minn, þú varst
fjarska seinn í morgun!“ Stundum þarf Guð að láta eim-
pípu sína blása nokkuð hátt til þess að vekja okkur af svefn-
mókinu. Þess vegna — Vakna þú! (Efes. 5. 14.)