Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 20

Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 20
20 NORÐURLJÓSIÐ bað um, að hún gæti fengið Speedy til að finna Paul! Bænum hennar var svarað, því að Speedy samþykkti að fara, þó að furðulegt væri, einmitt þennan seinni hluta dags. Það tók hann fjórar stundir að komast þangað, því að það voru veitingahús á leiðinni. Loksins komst hann alla leið, ver á sig kominn en skyldi. En þó gat hann drukkið í sig það, sem Paul hafði að segja hon- um. Um kvöldið komu þeir Warren mennirnir fjórir og sögðu Speedy frá reynslu sinni. Hrífandi var að heyra um hana, og Speedy sagði: „Ef Drottinn gerði þetta fyr- ir ykkur, piltar, getur verið von handa mér.“ Þetta var á föstudagskveldi. Næsta guðsþjónusta var á sunnudag, og ákafur samþykkti Speedy að fara. Daginn eftir, laugardag, var hann allan daginn á túr. Þetta sýndist ekki efnilegt, en hann sneri loks heim seint um kvöldið. Hann var mjög drukkinn, en áformaði að fara til guðsþjónustunnar næsta dag. Hann var árla á fótum og tilbúinn, en með hræðilega timburmenn og skalf eins og laufblað, en var alveg ákveð- inn að fara, þegar Warren mennirnir komu til að taka hann með sér. Voru þeir vel búnir út með ammoníak, ef hann skyldi þurfa þess. Vegna mikillar aðsóknar að samkomunni, lögðu þeir snemma af stað til þess að geta fengið sæti. Þurftu þeir að bíða klukkustund áður en guðsþjónustan byrjaði. Speedy var að verða mjög eirðarlaus og fór út hvað eftir annað. En í hvert skipti fór einhver úr hópnum með hon- um, svo að hann skyldi ekki stinga af. Síðan byrjaði guðsþjónustan. „Þegar þú kallaðir mig inn að altarinu, langaði mig til að hlaupa út um bakdyrnar,“ segir Speedy frá. „Ég var illa á mig kominn, skalf, svo að ég gat varla setið. Mundu, að ég þurfti alltaf að fá snaps á tveggja stunda fresti, til þess að geta haldið áfram. Jæja, ég hafði nú verið meira en þrjár stundir í samkomusalnum án áfengis. Ég var all- ur í upplausn, og ég hafði ekki mikla trú á, að nokkuð mundi gerast með mig. Síðan hugsaði ég: ,Til þess kom ég hingað, og það er annaðhvort nú eða aldrei, eina tæki- færið mitt.‘ “ Speedy gekk þá með hangandi höfði sem venjan var, inn að altarinu fyrir augum þrjú þúsund manns (og hann gat aldrei þolað mannfjölda). „Mér fannst ég vera í meira lagi smár,“ rifjar hann upp. „Þegar þú sagðir mér að krjúpa á kné, gerði ég það. Og þú baðst með mér, og hve áköf bæn var það, eitt- hvað, sem ég fann fremur en heyrði. Og ég bað líka og bað Drottin að fyrirgefa mér. Ég man, að þú slóst á axl- ir mér, meðan þú baðst, og lagðir áherzlu á hvert orð, en svitinn streymdi af mér eins og regn.“ „Þetta var í fyrsta skipti á ævi minni, sem ég fann að sem þungri byrði hefði verið létt af mér. Jafnskjótt og ég reis á fætur, vissi ég, að eitthvað hafði gerzt. Ég vissi, að mig mundi aldrei framar langa i áfengi, að ég hefði fengið fullkomna lausn.“ Hana hafði hann sannarlega fengið. Þegar hann reis á fætur, leit hann út sem allur annar maður. Höfuðið bar hann hátt, andlitssvipur hans var ró- legur, og gleðin skein úr augum hans. Skjálftinn var ger- samlega horfinn. Þetta var mjög löng guðsþjónusta, sem stóð í nærfellt sex stundir. Þegar drottinleg kvöldmáltíð var höfð um hönd síðar um daginn, sat Speedy með smá- glas í höndunum, nálega fyllt á barma með vínberjasafa. Þá var hönd hans svo stöðug, að ekki fór dropi niður úr glasinu. Þetta var sami maðurinn, sem svo lengi hafði þurft að lúta „sopann“ sinn á vatnsglasbotninn, til þess að hann helltist ekki niður. Þetta var sami maður, sem fengið hafði drykkjuæði í Shadyside eftir minna en þrjár stundir án áfengis. Þetta var maðurinn, sem læknar höfðu sagt um, að fá mundi ákaft drykkjuæði, ef allt áfengi væri snögglega tekið frá honum. Þetta var maðurinn, sem var svo líkamlega eyðilagð- ur, að „vonlaust“ var um hann, heilinn stórskemmdur af áfengi. En hann stóð þarna uppréttur og frjáls — orðinn erfingi Guðs og samarfi Krists Jesú — frelsaður á einu andartaki og algerlega frá áfenginu. Sálarástand hans var algerlega læknað, líkami hans fullkomlega endurreistur, og hann virtist tuttugu árum yngri en þegar hann hafði kropið niður fáeinum mínút- um áður og beðið Drottin fyrirgefningar. Þetta er það, sem sonur hins lifanda Guðs vill gera fyrir manninn; þetta eru framkvæmdir hins mesta máttar á himni og á jörðu. „Drottinn vissi, að hann varð að frelsa mig frá áfeng- inu,“ segir Speedy, „því að sjálfur hafði ég engan vilja- kraft. Ef Hann hefði ekki tekið löngunina frá mér, hefði ég aldrei getað losnað.“ Tólf ár eru Iiðin, ár fyllt með gleði fyrir Speedy hjón- in. Þau hafa lifað lífi sínu helguðu Guði og leitast við að gera hann dýrlegan með öllu, sem þau hafa gert. Þeir, sem Guð læknar, halda áfram að vera læknaðir. Frá þeim degi til þessa dags hefir Speedy ekki fundið minnstu þörf á eða löngun í áfengi, og honum mundi ekki koma til hugar að gera Drottni þá óvirðing að fá sér vínsopa. Innan fárra mánaða frá lausn sinni hafði Speedy á- unnið ást barna sinna og virðingu og aðdáun allra þeirra, sem þekktu hann eða kynntust honum. Hann hafði líka unnið sér traust þeirra, og lánstraust hans, sem ekkert var áður, varð nú fyrsta flokks. Hann komst að raun um það, þegar þau fóru að kaupa sér hús. Bankinn kynnti sér fortíð hans, og líkur fyrir láni sýnd- ust smávaxnar. Þá var það, að bankastarfsmaður, sem vissi allt um Speedy og afturhvarf hans, stóð upp og gekk í ábyrgð fyrir hann. „Það er erfitt að lýsa því, hve mikið slíkt hefir að segja,“ segir Speedy, „að njóta virðingar og trausts manna, þegar þú hefir aldrei átt það áður.“ Hvar sem hann hefir starfað sem byggingamaður, þá hefir líkað vel við hann, og vinna hans er frábærlega vönduð. Eitt af nýjustu verkum hans hefir verið bygging á grunni undir flugskeyti í Suður-Dakota. Það er verk, seni krefst mikils áreiðanleiks og vandvirkni. Meðan Speedy
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.