Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 54

Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 54
54 NORÐURLJÓSIÐ Næsta morgun söfnuðust konurnar saman við dæluna, — þær frú Robinson og frú Green (grín), frú Jones, frú Brown og allar hinar konurnar ásamt litla Tuma Brown, sem hefði átt að vera í skólanum. En í öllu uppnáminu daginn áður, hafði hann gleymt að læra, svo að hann var með tannverk. Og ef þið hefðuð verið stödd þar líka, þá hefðuð þið séð, hvar lögreglumaður þorpsbúa, P. C. Coppem (Kopp- em) kom gangandi mjög tignarlega að dælunni. í annarri hendi bar hann svipu, lyfti henni upp, leit fast á dæluna, eins og hann væri að skipa henni að vera nú alveg kyrr, og tók að flengja dæluna, og hann flengdi þangað til, að hann gat ekki flengt hana meir. Þá brosti hann, seildist eftir handfanginu á dæl- unni og — þá kom mikið af óhreinni, saurugri, svartri leðju yfir fallegu, fáguðu stígvélin hans og fallegu hnappana hans. Allar konurnar hrópuðu: „Ó, hamingjan góða! Ó!“ Litli Tumi Brown gleymdi alveg tannverknum og hrópaði til lögreglumanns- ins: „Jæja, P. C. Coppem!“ Síðan faldi hann sig á bak við hina gildvöxnu frú Robinson. Lögreglu- maðurinn hvessti augun á frú Robinson, en sneri svo til lögregluhússins til að gefa skýrslu, en leðjan lak af honum. Um kvöldið komu mennirnir aftur saman í smiðj- unni til að ræða um þetta sorglega ástand. Járn- smiðurinn stórvaxni hóf fyrstur máls. „Vinir mínir,“ sagði hann, „það er hræðilegt, sem hefir komið fyrir. Vatnsdælan í Pumpuþorpi dælir ennþá engu öðru upp en óhreinni, saurugri, svartri leðju. Hvað eigum við að gera. Þeir töluðu allir í einu, en þögnuðu þó andar- tak, þegar lítill maður stóð á fætur við borðsendann og byrjaði að tala með skrækum rómi: „Vinir mínir, ég á gamla bók heima,“ sagði hann, „og í bókinni stendur: ,Hvernig getur nokkur látið hreint koma frá óhreinu‘.“ Og hann settist niður. Jafnskjótt sem hann var seztur — enginn gaf auðvitað nokkurn gaum að því, sem hann sagði — fóru þeir allir að tala í einu, unz framorðið var og þeir urðu að fara heim til kvenna sinna. „Það er allt í lagi,“ sögðu þeir konunum sínum. „Við höfum ákveðið, hvað við eigum að gera.“ Næsta morgun söfnuðust allar konurnar saman við dæluna, þær frú Robinson og frú Green, frú Jones og frú Brown og allar hinar konurnar ásamt Tuma litla Brown, sem enn blandaði saman tann- verk og heimavinnu. Og hefðuð þið verið stödd þar líka, hefðuð þið séð málarann í þorpinu, ljómandi í hvítum fötum, koma gangandi að dælunni. í ann- arri hendi bar hann tvær málningarkrúsir og í hinni bar hann sérstakt hraðþurrkunar gull-lakk. I vösun- um hafði hann eitthvað af sandpappír og eina eða tvær dulur. Ó, hvað dælan var falleg, þegar hann var búinn að mála hana! Hún var blá neðst, síðan öll rauð, og skaftið var málað með hraðþurrkunar lakkinu, sem hr. Daub (Dob) hafði komið með, því að hann vissi, hve mjög hann mundi langa til að reyna nýju dæluna, eins og hann líka gerði. Hann gat varla beðið eftir því, að gullið þornaði, en seildist í hand- fangið og togaði, og yfir alla fallegu nýju málning- una hans og yfir alla fallegu málarasvuntuna hans skvettist mikið af óhreinni, saurugri, svartri leðju. Þá hrópaði Tumi Brown: „Jæja, hr. Daub,“ um leið og kafrjóður málarinn tók upp hálftómar krús- irnar sínar og blauta málpenslana og fór heimleiðis. Um kvöldið komu mennirnir aftur saman í smiðj- unni til að ræða um þetta sorglega ástand. Járn- smiðurinn hóf máls: „Vinir mínir,“ sagði hann. „Það er hræðilegt, sem hefir komið fyrir. Vatnsdælan í Pumpuþorpi dælir engu upp, nema óhreinni, saurugri, svartri leðju. Hvað eigum við að gera?“ Þeir töluðu allir í einu, en þögnuðu þó andartak, þegar lítill maður stóð á fætur við borðsendann og byrjaði að tala með skrækum rómi: „Vinir mínir, ég á gamla bók heima,“ sagði hann, „og í bókinni stendur: ,Hvernig getur nokkur látið hreint koma frá óhreinu‘?“ og hann settist niður. Jafnskjótt sem hann var seztur — enginn gaf auð- vitað nokkurn gaum að því, sem hann sagði — fóru þeir allir að tala í einu, unz framorðið var og þeir fóru allir heim til kvenna sinna. „Það er allt í lagi,“ sögðu þeir konunum sínum. „Við vitum, hvað við eigum að gera.“ Næsta morgun söfnuðust svo allar frúrnar og kon- urnar saman ásamt Tuma litla Brown, sem versnaði heldur tannverkurinn vegna æsingsins. Og ef þið hefðuð verið þarna líka, þá hefðuð þið séð hátíð- lega sjón. Þarna kom hinn virðulegi sóknarprestur, séra Ver Góður, klæddur hempu og rykkilíni, með svartan prestahatt á höfði og bænabók. Hann nam
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.