Fylkir - 01.01.1919, Blaðsíða 2
2
FYLKIR.
þess kvaddur. Hins vegar eru til ágætar lýsingar af steinategund-
um íslands, þó ekki eins fullkomnar og æskilegt væri, og má
lesa þær í ferðasögu dr. P. Thoroddsens, í Jarðmyndun íslands,
eftir dr. Helga Péturss, í lýsingu íslands, eftir Benedikt Orönda'
og enn fremur í ágætis ritum eftir Bergsöe, Kjerulf, Svein PálS'
son, Pajkul, Zirkel o. fl. vísindamenn, sem um fsland hafa ferð-
ast og um steinaríki þess ritað; að eg ekki minnist hér á ferð-
ir, frásagnir og athuganir þeirra Roberts og Paul Gaimards,
rétt fyrir 1840, prýddum lista-uppdráttar safni (Atlas). — Óþarfi er
einnig að minnast hér á hina ágætu staðlýsingu (TopographO
íslands, eftir dr. Kaalund, ritaða nál. 1872, sem enn hefir ekki
fundið sinn jafningja á íslenzku máli. — Hitt er tilgangur min11
með því, sem fylgir, að leiða athygli yngri manna, jafnt sem
eldri, að hinum dýrmætu fjársjóðum, sem íslands fjöll og örsefi>
jafnt sem daiir og hlíðar, hafa að geyma, og um leið að benda
alþýðu íslands á þörfina á því, að komið sé upp, hið bráð-
asta, dugandi jarðfræðingum og steinarannsóknar stofum —heldut
tveimur en einni, —og um leið þul-lærðum verkfræðingum, eðlis-
fræðingum, efnafræðingum o. s. frv., til þess að vinna úr þeim
jarðtegundum, sem hér finnast, og sýna hvernig megi nota þ#r
meir og betur en hingað til hefir verið gert, almenningi t*l
gagns.
Pað sem einkum hvatti mig til þess, að reyna sjálfur að at-
huga helztu steina- og jarðtegundir hér á íslandi, var fyrst og
fremst sú trú, sem eg hefi haft síðan á æskuárum, á því, að ÍS'
land geymi í skauti sínu alt, sem þjóð þess þarf sér til lifs viðuf'
halds, svo framt sem hún hafi þekkingu, hug og dug til að noth
auðlindir landsins eins og má. í öðru lagi ofbauð niér, þegar eg
kom hingað fyrir rétt 4 árum síðan — eftir 40 ára brottveru (Þar
af næstum 20 í Norður-Ameríku, hin mest á Frakklandi og Bret-
landi) — hve afarlítið íbúar þessa lands höfðu enn sjálfir gert.td
þess að rannsaka helztu jarðtegundir landsins og hve miklu fé
þeir eyddu árlega til þess að kaupa útlent byggingarefni. Sam-