Fylkir - 01.01.1919, Blaðsíða 44
44
FYLKIR.
.................................................................
skrá sína, árið 1776, má ráða af því, að einmitt rétt þar á eftif
fóru þeir að kaupa negra frá Suðurálfu, eins og kvikfénað, þús'
undum og tug-þúsundum saman, og létu þá svo vinna fy'r
sig því nær kauplaust, og yrkja lönd þau, sem voru loftslagsins
og hitans vegna óheilnæm fyrir hvíta menn; og þessu þræla-
haldi og mansali héldu þeir áfram næstum heila öld, — eftir að
mannfrelsis og jafnréttis boðskapur þeirra hafði verið skrásettur-
Pað þurfti blóðugt borgara strfð milli Suður- og Norður-ríkjannai
til að afnema þrælahald og mannsal innan hins ameríkanska lýð"
veldis.
Sömuleiðis sýna athafnir Frakka á stjórnarbyltingar-árunum, °8
alt fram á miðja 19. öld, jafnvel lengur, hve djúpt bróðurþelið
hafði slegið rætur á meðal þeirra sjálfra; því á meðan stjórnaR
byltingin mikla geisaði, og alt til þess, að Napoleon I. var sigr'
aður, létu þeir fallbyssurnar og byssustingina skera úr því, hver
skyldi stjórna, hvernig stjórna skyldi, og hvað hver skyldi eiga>
fremur heldur en vitra og óvilhalla dómara, og friðsama spek-
inga, sem þeir áttu þó til. Og eins gerðu þeir í seinni stjórnar-
byltingunni 1848, »bróðernis-byltingunni« svo kölluðu, sem sam-
eignarmenn og skáldið Lamartine voru sálin í; ógurleg morð og
manndráp fylgdu henni einnig. þannig héldu þeir bróðernis og
jafnréttis reglu sína þá. Peir héldu áfram að smíða vopn og faH'
byssur, þrátt fyrir alsherjar bróðernið, og eins gerði lýðveldið 1
Ameríku, þrátt fyrir alsherjar réttindin til lífs, frelsis og sælu.
Seinni byltingin á Frakklandi, 1848, krafðist jafnréttis fyrir verka-
lýðinn, og heimtaði sameignar-ríki, sem ætti öll framleiðslutæk'.
og gæfi verkamönnum fullan arð vinnu sinnar, en þegar ríkis-
verksmiðjur vóru settar á stofn og farið var að starfrækja þ£r>
þá unnu verkamenn svo ótrútt, að loka varð verksmiðjunum aft'
ur, vegna tekjuhalla; og um leið var verkamanna-leiðtogunun1
vikið úr stjórninni. þannig reyndist sú tilraun til þjóðeignar- eða
sameignar-stjórnar, undir verkalýðsins forustu. En vonir verka-
manna vóru nú vaknaðar, eigi aðeins á Frakklandi, heldur víðar