Fylkir - 01.01.1919, Blaðsíða 28
28
FYLKtR.
Móti þessu ofurefli vörðust Miðvetdin og liðar þeirra um 6
mánuði, nl. þar til í lok október þ. árs. Ameríkanar höfðu, fra
því í fyrra-vetur búið út mikinn her og skipaflota og sent ó*
grynni liðs á vestur vígstöðvarnar, en sent Frökkum matarbirgðir
og of fjár. Án þeirrar hjálpar hefði lítið orðið úr Frökkum, þrátt
• fyrir herkænsku þeirra og hintj mikla liðsafla félaga þeirra Breta,
ítala o. s. frv. Seinni hluta sumars.fór Bandamönnum að ganga
betur. Tyrkir biðu hvern ósigurinn eftir annan í Asíu, Austur-
ríkismenn áttu við ramman reip' að draga gegn ítölum og Serb-
um; og Hindenburg varð að hörfa frá Parfc við svo búið- Var
þá talsvert lið frá Ameríku komið þangað. Litln síðan, nl. seint
í september, biðu Búlgarar mikinn ósigur fyrir Bandamönnum og
sömdu sérfrið við þá, og eins gerðu Tyrkir. Eftir þennan ósigur>
sáu Austurríkismenn sitt óvænna og sendu út friðar umleitanii"-
Kvað Wilson Bandaríkja forseti að þess mundi kostur, ef Mið'
veldin gengju að þeim skilmálum, sem Bandamenn settu þein1
og yfirgæfu öll hertekin lönd. Skömmu seinna sögðu Ungverjar
sig úr sambandinu við Austurríkismenn og slavneski flokkurinn,
Tsékkar, fór að dæmi þeirra; sögðu sig úr ríkissambandinU-
Austurríki var þannig stykkjað í sundur í 3 eða 4 smáríki síðast
liðinn mánuð, en keisarinn flúði til Svisslands.
Vóru Þjóðverjar þannig orðnir einir eftir að etja kappi við alla
Samherja; þ. e. rúmar 60 milliónir á móti 1200 milliónum. Það
var fyrirsjáanlegt, að lið þeirra, að eins tæpar 6 milliónir manns
móti sameinuðu liði Bandanianna, sem höfðu meira en helming1
fleirum vígra manna á að skipa, að vestan, og auk þess Japaria
og Bolshjvista að austan, mundi ekki geta haldið velli.
Samkvæmt skeytum frá Höfn, birtum hér í blöðunum í okt.(
æsktu Pjóðverjar og Austurríki, að Holland beitti sér fyrir Þvl>
að allsherjar friðarsamkoma yrði haldin í Haag, og tók Hollanó
því líklega; en Wilson sat við sinn keip. Síðast liðinn mánuð
(október) fóru þingkosningar fram á Pýzkalandi, og höfðu Þa
fleiri fengið atkvæðis rétt við þær en áður hafði verið, samkvsemt