Fylkir - 01.01.1919, Blaðsíða 14
14
FYLKIR.
VII.
Vafurefni
(málmrof).
•
Með þessu nafni vildi eg tákna nokkur frumefni, sem á út-
lendu máli kallast non métals, non-metaller (þ. e. ómálmar), svo
sem brennistein, fosfor, kolefni og arsenik. Rúmið leyfir ekki að
minnast hér á fleiri þeirra, enda eru þessi almennust og mjög
mikils virði. <r
1. Brennisteinn (sulfur, þ. e. sólarúði eða sólviður) er alþekt
efni, sem ógrynni finst af hér norðanlands, og eins sunnanlands
og austan, en sem nú er lítið sem ekkert notað, síðan brenni'
steinstekjan lagðist niður seint á síðustu öld, hvort heldur af þvl
að stjórnin var þá komin meira í hendur almennings en áður og
að almenningur hafði ekki vit á að nota námurnar, eða af þvl
að stjórn og alþyða létu stundar-hagnað ráða meiru heldur eri
velferð ríkisins og framtíð þessa lands íbúa og stjórnenda þess,
Dana.
Útílutningur af brennisteini frá íslandi hefir að vísu aldrei ver-
ið mikill, en byrjunin, sem þegar hafði verið gerð, hefði getað
gefið talsvert af sér og orðið vísir til iðnaðar hér á landi, ef á-
fram hefði verið haldið og mótbyr eða samkeppni ekki hefði
sigrað vilja og vit helztu forvígis manna íslands, og verndara þess,
Dana; því ekki hefðu Norðurlönd, eg meina lönd norðurhluta
Evrópu, þurft að sækja brennistein til Ítalíu, eins og öll Evrópa
gerir nú. Aðrar heimsálfur geta auðvitað fengið brennistein næb
heldur en hér, eða jafnvel á Ítalíu. Engar þeirra erU eldfjalla laus-
ar; en það mun varla ýkjur, að ísland eigi meiri byrgðir af brenni-
steini en nokkuð annað jafnstórt land í heimi, og mundi Þvl
geta fullnægt þörfum ekki að eins næstu landa austan hafs og
vestan, heldur miklu fleiri, jafn vel allri Evrópu um aldir. Sjálf-
ur hefi eg að eins séð lítið af eldfjöllum og öræfum íslands, að-