Fylkir - 01.01.1919, Blaðsíða 60
60
FYI.KIR.
eins og hingað til, eftir að hafa lært hernaðarlistina af þeim og
Japönum. F*egar svo er komið, munu Bretar sjá, þó um seinan,
að þrátt fyrir aðstoð frænda sinna í Ameríku, þá verður þeim
örðugt að etja kappi við sameinaðan her Frakka, ítala og Spán-
verja, og ef til vill liða þeirra, Svertingja, og þá munu Bretar
sakna Þjóðverja, og Bliichers líka, til að hjálpa sér í einvíginu
við niðja Corsíku gammsins. Einnig má búast við því, að ítalir og
aðrar kristnar þjóðir yfirleitt, fái að réyna, hve mikils Arabar og
aðrir M'oslems-trúar menn, meta nú og hér eftir hina viðteknu
kristni^ og Ameríkanar munu einnig finna, innan skamms, hvaða
skyldur hvíla á herðum þeirra, eftir að hafa veitt hinum hugrökk-
ustu, duglegustu og bezt siðuðu þjóðum Evrópu bana-sár. Pá
fá Améríkanar að tefla einir við Japana og Sínlendinga um yfir-
ráðin í Kyrra-hafinu, nema Bretar og Frakkar launi þeim þá lið-
veizluna gegn Þjóðverjum; og virðing Ameríkana vex ekki nú,
eða hér eftir, að mun, fyrir það að hafa hjálpað Bretum, Frökk-
um, ítölum, Japönum o. fl. til að brytja niður herfylkingar Mið-
veldanna, afhöfða ríkisstjórn þeirra, ög stykkja Miðveldin sundur,
og gera íbúa þeirra og þegna að afllausum, sundurlausum smá'
flokkum og ræflum.
Auðvitað átti styrjöldin að hætta sem allra fyrst, en ekki á ó-
drengilegan eða svívirðulegan hátt. Ófriðurinn var glæpur frá upP'
hafi, en endir hans má ekki tvöfalda eða margfalda þann glæp;
og eins og þjóðverjar vóru ekki fyrstu frömuðar stríðsins, höfðu
ekki verið í ráði með um morð ríkiserfingja Austurríkis, að minsta
kosti ekki stjórn Þjóðverja, eins og sumir hafa látið sér lynda að
segja, eins eiga þeir ekki einir að bera svívirðinguna af nýafstað-
inni styrjöld, né eins mikið og sumir sigurvegaranna.
Kostnaður striðsins var við síðustu árslok orðinn 303 millíard-
ar króna; hann mun síðan hafa aukizt um 100 millíarda, og vera
því orðinn yfir 400 millíarða króna nú, og þess vegna fra
900—1000 á hvern þegn eða borgara ófriðar-þjóðanna, ef íbúar
nýlenda þeirra eru ekki með taldin Manntjónið mun vera orðið