Fylkir - 01.01.1919, Blaðsíða 56
56
FYLKlR.
nefndif heimsfræga riti sínu, sem nú er orðið biblía sócíalista. ^ar
það af því kynsmenn hans höfðu það fyrir aðalatvinnu að láj13
út peninga á vexti (rentur)? En hann varði árum til þess, að
breiða þá kenning, að erfiðis-stundin (vinnutíminn) væri réttui"
mælikvarði als verðs; allir hlutir hefðu einungis það réttm^1
verð, sem vinnutíminn til að útvega, eða smiða, þá kostaði, °f
vinnustundin skyldi hafa sama alsherjarverð, eða lögákveðið gi^1’
en það verð var erfiðis-fólki lagt í lófa að ákveða með löguu1*
svo fljótt sem 'þeir hefðu almennan atkvæðisrétt; að afla sér baus>
væri því fyrsta stig til frelsis!
Allir heilvita menn geta séð, hve mikið satt og rétt er í þess11’
eða öllu heldur, hve mikið falskt og rangt liggur til grundvallar
í þeirri kenningu ný-nefnds höfundar, sem sósíalistar hafa ll|'
breitt síðan, sem heilög sannindi væru. Eða hafa engir hluí,r
neitt verulegt verð, nema það sem fyrirhöfnin við að útvega e^a
smíða þá, hefur gefið þeim eða gefur? Er það vinnan, ein, se[\
gefur hlutunum verðmæti, eða er það nytsemi þeirra? Eða er
vinna jafn nytsöm, eða jafnvel nytsöm? Eða eru állir menn j3^1
duglegir, og sami maðurinn ætíð jafn-duglegur; svo að allir>
hver og einn, skuli ætíð hafa jafnt kaup fyrir jafn-langan vinná'
tíma? — Væri það gert að lögum, þá mundu fáir ganga frarn a
sér. — Er það kostnaðurinn einn við tilbúning og útvegun vör'
unnar, og ekki nytsemi hennar og eftirsókn kaupenda, sem skaP'
ar verðið? Um þetta sjá rit ýmsra hagfræðinga á síðari hlllla
seinustu aldar, t. d. Leon Say, J. S. Mill og Waljcer. Á þessuf1
hola, falska og hálfrotna grundvelli, nl. tímaverðs kenningu Ka||s
Marx, hafa sósíalistar reist sína nýu Jerúsalem jafnaðarins °£
bróðernisins, sem á að endurfæða mannkynið, og tryggja Þvl
frið, frelsi og farsæld um alla tíð. Og verkamenn og fjöldi l1’í1b
fátækara fólks i ýmsum löndum Evrópu, í Ameríku og öðru111
heimsálfum hafa hneigst að þessari kenningu, eins og nýurrl
frelsisboðskap, og hafa gengið í nokkurs konar alsherjarsa111
band eða bræðralag, sem hefur strítt og stríðir enn fyrir aM1111