Lögrétta - 01.01.1934, Page 13
25
L ÖGRJETTA
26
sterkum trjábolum eða stoðum, sem grafn-
ar eru langt í jörð niður, innanvert við
veggina. Þetta er gert til þess, að enda þótt
öldurnar moli niður veggi hússins í hin-
um hræðilegu flóðum, þá sje hins hinsta
skjóls að leita uppi á loftinu, þar sem heyið
er annars geymt á vetuma. Og það er ekki
sjaldgæft að loftin hafa staðið einsömul
eftir þegar veggirnir voru hrundir til
grunna og húsgögnum öllum skolað burt.
Prestur, Biernatzki að nafni, lýsir í smá-
sögu sem hann nefnir „die Hollig“ hinstu
stund fjölskyldu, sem ferst í flóði. Hann
segir. „En stormurinn kemur og sjórinn
streymir yfir eyna; sjórinn stígur tuttugu
fet yfir venjulegt sjávarmál. Öldumar rísa
upp í fjöll og íalla niður í djúpa dali, og
hafið gerir nýjar og nýjar árásir gegn
hinum eínstæðu eyjabýlum. Moldarhóllinn,
nötrandi undan veldi hafsins, verður að
láta undan; hann brotnar smám saman
niður og skolast jafnóðum burt. Þakstoð-
irnar, sem ná jafn lang-t niður í jörðina og
upp úr henni, koma í ljós, öldurnar skella á
þeim og hrista þær. Óttaslegnir íbúar
hússins bjarga uppáhaldskindunum upp á
loftið og koma sjálfir á eftir. Það eru líka
síðustu forvöð, því að á næsta augnabliki
hrynja veggirnir og loftið hvílir aðeins á
hinum einstöku stoðum. Með djöfullegri
sigurgleði kollvarpa öldurnar öllum hús-
munum fjölskyldunnar og öllu því sem
laust er, bæði lifandi og dauðu, henda því
í eina sogandi hringiðu og bera síðan út í
æðisgang hafsins. Grunnurinn undir stoð-
unum veikist með hverju augnabliki og
fjölskyldan, sem fyrir nokkrum klukku-
stundum átti sjer einskis ills von og sem
lifði lífsglöð og ánægð við starf sitt, er nú
óhjákvæmilegri glötun undirorpin. Hin
vota, freyðandi gröf sýður undir henni og á
hverju augnabliki má búast við hinum gín-
andi kjafti aldanna, seiri alt svelgir í sig'.
Nötrandi af hræðslu hlustar eyrað eftir
hverju hljóði, hverri vindhviðu og hverju
skvampi báranna, óttasleginn hjartsláttur-
inn eykst hvert sinn er stoðirnar hristast,
og stöðugt hjúfra hinir dauðadæmdu sig
fastar hver upp að öðrum. 1 myrkrinu
sjást andlitin ekki, þrumugnýr hafsins og
stormsins gnæfir yfir hræðsluandvörp fjöl-
skyldunnar, en aðeins látbragð eða hreyf-
ingar hvers eins gefa angist hans til
kynna. Maðurinn þrýstir konunni fastar að
sjer og börnin hjúfra sig upp að móður-
inni; öll vita þau dauðann við fótskör sína.
— Það er ekkert til sem bjargar. Sjórinn
spýtist upp á milli gólffjalanna og hann
freyðir gegnum hverja rifu og hverja
smugu, upp á loftið. Risavaxin alda skellur
á þak hússins, brýtur það og sjórinn
streymir inn; tunglið veður í skýjum og
slær fölri birtu á andlit fjölskyldunnar, sem
öll eru afskræmd af hræðslu. Þá heyrist
brestur, það er ein stoð loftsins, sem
brotnar. Hræðilegt angistarvein. Svo líður
löng, óendanlega löng og kvalafull mínúta.
Og önnur til. Loftið hallast meir og meir á
aðra hliðina — þá ríður af ný alda, hún
skellur yfir þakið og steypir því niður í
öldurnar. Hin hinsta dauðastuna hverfur í
stormgnýinn og alt er orðið að hafi —
óendanlegu hafi, sem dansar yíir eyna í
viltum sigurdansi með lík að leikfangi“.
íbúðarhús, fjós, fjárhús, svínastía og
hlaða er alt undir einu og samja þaki og er
innangengt á milli. Ibúðin er venjulega
ekki stærri en nauðsyn krefur, en í flestum
er þó gestastofa. Þessar gestastofur eru
að því leyti sjerkennilegar, að í stað þess
að pappaleggja þær eða mála, eru þær lagð-
ar plötum úr leir og postulínshúðaðar þeim
megin, sem í stofuna veit. Á þessar plötur
eru málaðar ýmsar myndir, oftast nær frá
eyjunum og þá helst eitthvað úr ættarsögu
húseigandanna.
Það er ekki algengt að finna venjuleg
rúm í þessum „Hallighúsum“, heldur sefur
fólkið í skápum eða nokkurskonar lokrekkj-
um, sem ná inn í veggina. Venjulega sefur
öll fjölskyldan í sama skápnum.
Taði og mykju, sem safnast yfir vetur-
inn, er mokað í sjerstaka safngryfju og
geymt þar til vors. Frá 10. til 14. maí er
skítnum ekið í börum út á upphækkunina
eða hólinn, karlmennirnir aka en kvenfólk-
ið tekur þar við mykjunni og ýmist hnoðar
liana með höndunum, eða tekur af sjer
skóna, fer í tvenna sokka og treður skítinn
með fótunum niður í þunna skán. Skánin er