Lögrétta - 01.01.1934, Side 23
45
LÖGRJETTA
46
?Iáskólinn
Sftír
yflexander ^óhannesson
Stofnun hásltólans.
Eins og- mönnum er kunnugt var háskól-
inn stofnaður á aldarafmæli Jóns Sigurðs-
sonar, 17. júní 1911. Hann er því einn af
yngstu háskólum í heimi, en þó ekki sá
yngsti, því að nokkrir háskólar hafa verið
stofnaðir á síðustu árum, m. a. í Þýzkalandi
og Árósaskóli í Danmörku. Það var Jón Sig-
urðsson, sem fyrstur bar fram hugmynd
um stofnun háskóla á Islandi. Það var árið
1845, eftir að Alþingi íslendinga var endur-
reist, að Jón Siguírðsson bar fram1 uppá-
stungu um þjóðskóla, „er veitt geti svo
mikla mentun hverri stjett, semj nægir þörf-
um þjóðarinnar“. Mál þetta fjell niður, en í
stað þess var komið á undirbúningsskólum
fyrir embættismenn landsins. Prestaskóli var
settur á stofn 1847 og læknaskóli 1876, en
innlend læknakensla komst á 1862. Svo bætt.
ist við lagaskóli 1908. En altaf lifði háskóla-
hugmyndin. Benedikt Sveinsson bar fram
1881 frumvarp um stofnun háskóla og enn
1883 og voru lög um stofnun landsskóla,
eins og hann var kallaður, afgreidd frá
þinginu, en konungur synjaði staðfestingar.
Háskólafrumvarp var enn samþykkt á Al-
þingi 1893, en var sem fyr synjað kon-
ungsstaðfestingar.
Vígsla háskólans.
Loks kom að því, að háskólalögum var
ekki synjað staðfestingar og fór stofnunar-
hátíð háskólans fram 17. júní 1911. Fyrsti
rektor var kjörinn Björn M. Ólsen. I setn-
ingarræðu sinni komst hann m. a. svo að
orði: „Nafn Jóns Sigurðssonar, þessa
óskasonar íslands, sem um leið var ágætur
vísindamaður, er þannig frá upphafi markað
á skjöld háskólans. Ef hann mætti líta upp
úr gröf sinni og sjá allt, sem gerist þennan
dag til að heiðra minningu hans, hvar sem
nokkrir íslendingar eru saman komnir, þá
er jeg sannfærður um, að hann mundi
ekki síst gleðjast af þeirri athöfn, sem hjer
fer framl Vjer vonum, að háskólinn, þegar
hann tekur til starfa, muni ekki bregðast
þeim vonum, sem þing og þjóð gerir sjer
um hann. Framtíð háskólans er undir því
komin, að honum takist æ betur og betur
að ávinna sjer traust og hylli þjóðarinnar,
því að það er hún, sem ber hann uppi af
almannafje, og til fulltrúa hennar verður að
leita um fjárveitingar til allra nauðsyn-
legra umbóta“. Og enn komst Björn M. Ól-
sen rektor svo að orði: „Ef vjer allir, sem
að stofnuninni stöndum, annars vegar þing
og þjóð, hinsvegar kennarar og nám'smenn,
tökum saman höndum og reynum af fremsta
megni að hlynna að þessurn nýgræðingi,
sem' nú er gróðursettur, þá eru vonir um,
að hann muni með guðs hjálp, þegar fram
líða stundir, verða að stóru trje, er veiti
skjól ísl. menningu og sjálfstæðri vísinda-
rannsókn hjer á norðurhjara heimsins“.
Feldu þig dýpst í dauðans víti;
dýpsta víti; heyrðu það.
Enginn hlutur á þig minni
og ekkert hljóð i mínu inni.
Enginn hlutur á þig minni
inni í þessum sorgarstað.
Farðu úr þessu angurs inni
út og burtu; heyrðu það“.
„Aldrei framar“, fuglinn kvað.------
svartur ári, myrkravitur.
Auga húm af harmi flytur
í huga inst, er nemur stað.
Fyrir geisla lampans lætur
leggjast skugga um vökunætur;
eigin skugga allar nætur
eiga þar og nema stað.
Dauðans skugga daga og nætur
draga á hug og nema stað.
Eiga þar til andláts stað.
Hrafn á styttu sífelt situr;