Lögrétta - 01.01.1934, Qupperneq 29

Lögrétta - 01.01.1934, Qupperneq 29
57 LÖGRJETTA 58 Slysatryggíng ríkísíns 1904—1950, Fyrstu drög til slysatrygginga hj er á landi eru frá því stuttu eftir aldamótin síð- ustu. Tryggiugin var mjög smá og takmörk- uð í upphafi, en hefur þróast stig af stigi. Stutt ágrip af sögu Slysatryggingarinnar birtist í Andvara 1932. Yfirlit það um rekstur Slysatryggingar- innar, er fer hjer á eftir, gefur yfirlit um fjárhagslega afkomu hennar jafnframt því, sem það gefur nokkurt yfirlit um þróun slysatrygginganna hjer á landi stig af stigi. Yfirlitið er í tveimur aðalköflum, Sjó- mannatryggingin og Iðntryggingin. I. SJÓMANNATRYGGINGIN. Rekstursyfirlit 1904—1930. Sjómannatryggingin er stofnuð með lög- um nr. 40, 10. nóv. 1903. — Fyrsta starfs- ár tryggingarinnar var árið 1904. — Síðan hefur hún starfað samfleytt, en tekið þó ýmsum breytingum. Meginbreytingarnar á lögunum, sem snerta skipulag hennar, verða árin 1909, 1918 og 1925 og komu í gildi 1/1 1910, 1/7 1918 og 1/1 1926. Yfirliti því um rekstur tryggingarinnar, sem hjer fer á eftir, verður skift í kafla við þessi framántöldu tímamöt. 8ftír Halldór Stefánsson, Lífsábyrgð sjómanna 1904—1909. Þetta fyrsta tímabil tekur yfir 6 ár. Nafn tryggingarinnar er þá: Lífsábyrgð fyrir sjómenn, er stunda fiskveiðar á þil- skipum“. Nafnið segir til um tryggingar- sviðið. Iðgjöldin voru ákveðin í lögunum sjálfum og miðuð við vikufjölda, er fisk- veiðarnar voru stundaðar, 30 au. vikugjald fyrir hvern sjómann á vetrarvertíð, en 20 au. á sumarvertíð. Útgerðarmenn og sjó- menn greiddu iðgjaldið að hálfu hvorir. Dánarbætur til eftirlátinna vandamanna voru 400 kr., er greiddust með 100 kr. á ári í 4 ár. Það voru einu bæturnar á þessu tímabili. Meðal árstekjur tryggingarinnar af ið- gjöldum á þessu tímabili voru kr. 10.541,38, en alls á 6 árum kr. 63.248,27, en meðalárs- útgjöld til dánarbóta kr. 9.633,33, alls kr. 57.800,00, mismunur kr. 4.551,72. — Auk iögjaldatekna hafði tryggingin aðrar tekjur á tímabilinu, rúmar 500 kr. á ári að meðal- tali, alls kr. 3.257,78, en auk útgjalda til dánarbóta hafði hún einnig útgjöld til rekst- urskostnaðar rúmar 300 kr. að meðaltali á háskólans, þar eð of mikið aðstreymi er í deildir, sem fyrir eru. 2) að nauðsynlegt er að stofna nýja deild fyrir atvinnumál þjóðarinnar og hygg jeg, að best sje að byrja á kenslu í verslun og viðskiftum, er jafngildi erlendum verslunar- háskólum. Síðan ætti að leggja undir þessa deild allar rannsóknir í þágu atvinnuveg- anna, einkum landbúnaðar og fiskiveiða. 3) að nauðsynlegt er, af þjóðhagsástæð- um, að koma á undirbúningskenslu 1—2 ára, í Þeim fræðigreinum, er ekki eru kendar við háskólann, svo sem verkfræði, hagfræði, tungumálum, náttúrufræði, eðlisfræði o. fl. 4) að æskilegt er að koma á sumarnám- skeiði í íslenskum fræðum handa þeim út- lendingum, er nema vilja íslenzka tungu og kynnast menningu þjóðarinnar og háttum. 5) að æskilegt er að stofna kennara- embætti í náttúruvísindum, einkum þeim er lúta að myndunarsögu landsins og gróðri. Loks hef jeg sýnt fram á: 6) að háskólakennarar vorir eru nú hálfu ver launaðir en gert er ráð fyrir, er háskól- inn var stofnaður 1911. Þetta atriði er svo alvarlegt, að framtíð stofnunarinnar er í voða, ef háskólakennarar vorir geta ekki unnið óskiftir, hver í sinni fræðigrein, en verða að gegna óskyldum störfum til þess að geta sjeð fyrir lífsins þörfum. Það eru því mörg óunnin verkefni, er bíða háskóla vors í framtíðinni.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.