Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 31
61
LÖGRJETTA
62
en 12 smál. og sömuleiðis fyrir frjálsa
tryggingu. — Dánarbætur voru ákveðnar
1.500 krónur, er greiðast í einu lagi, til árs-
loka 1921, auk sjerstakra bóta til barna und-
ir 15 ára aldri, 100 kr. til skilgetinna barna
og 200 kr. til óskilgetinna. Frá ársbyrjun
1922 voru dánarbæturnar ákveðnar 2.000
kr., og 200 kr. og 400 kr. til barna. ör-
orkubætur, sem hefjast fyrst með þessu
tímabili, voru ákveðnar 2.000 kr. til ársloka
1921 fyrir fulla örorku, og hlutfallslega
minni eftir því sem örorkan var metin
minni. Frá ársbyrjun 1922 voru örorkubæt-
urnar ákveðnar 4.000 kr.
Meðal árstekjur tryggingarinnar að ið-
gjöldum, á þessu tímabili, voru kr. 133.-
020,09, þar af hluti ríkissjóðs kr. 9.380,80
að meðaltali á ári. Alls voru iðgjaldatekj-
urnar kr. 927.894,67, þar af greiddi ríkis-
sjóður kr. 70.355,93. — Aðrar tekjur voru
kr. 61.056.34 alt tímabilið, þ. e. rúmar
8.000 kr. á ári að meðaltali.
Útgjöld tryggingarinnar á þessu tímabili
voru sem hjer segir:
Að meðaltali Alls
Kr. au. Kr. au.
Dánarbætur 109.005,06 817.540,67
Örorkubætur 5.980.00 44.000.00
Innheimtulaun (3 ár) 6.163,00 18.191,98
Læknisvottorð (4 ár) 36,25 145,00
Annar kostnaður 1.849,12 13.768,42
123.033,43 893.646,07
í lok tímabilsins var sjóður tryggingar-
innar orðinn kr. 298.718,71. Hafði hann því
vaxið á þessum 7Vá ári um kr. 165.660,87,
en það er kr. 22.088,00 á ári að meðaltali.
Af iðgjöldunum einum er sjóðsvöxturinn
rúmlega 100 þús., eða nál. 13.333 kr. á ári
að meðaltali,
Hæstar voru dánarbætur árin 1922 kr.
193,300 og 1925 kr. 246.440. Þau ár bæði
var reksturshalli á tryggingunni, er nam ár-
ið 1922 kr. 36.893,00 og árið 1925 kr.
75.756,00. Er hvorttveggja, að þessi ár bæði
falla á síðara hluta tímabilsins, eftir að
dánarbætur voru hækkaðar og eins hitt, að
dánarbætur eru flestar þessi tvö ár á tíma-
bilinu.
örorkubætur komu engar til greiðslu fyr
en árið 1919 og þá aðeins 100 kr. Hæstar
og flestar eru örorkubætur greiddar árið
1923 kr. 20.600,00.
Á þessu 71/2 árs tímabili voru greiddar
dánarbætur fyrir 397 menn. Svarar það til
þess, að farist hafi árlega að meðaltali nær
53 menn, sem skylt var að bæta, á hinum
trygða skipaflota. örorkubætur voru greidd-
ar samtals 31, er svarar til rúmlega 4 á
ári, ef fyrsta V2 árið er meðtalið.
Það mun mega telja, að tekjur trygging-
ai'innar hafi vel hrokkið fyrir útgjöldum
hennar á þessu tímabili. Sje slept tekjum
sjóðsins af vöxtum, sem til sanns vegar má
færa í þessu tilliti, þar seni rjettmætt hlýt-
ur að teljast að iðgjöldin ein beri útgjöldin,
a. m. k. útgjöld til slysabóta; og sje tekið
tillit til þess að við lok tímabilsins hvíla á
sjóðnum allmiklar kvaðir fyrir áfallin slys,
þá má þó segja, að sjóðsvöxturinn hafi
ekki mátt vera öllu minni.
Viðvíkjandi útgjöldum tryggingarinnar
skal þess getið, að 1923 voru fyrst færð á
reikning innheimtulaun af iðgjöldum og
1922 borgun fyrir læknisvottorð í þágu:
slysabótamála. Um reksturskostnaðinn að
öðru leyti skal þess getið, að þóknun til
stjórnarnefndar tryggingarinnar var frá
upphafi greidd beint úr ríkissjóði og hefur
ekki verið tekin inn á ársreikningana. Þetta
hjeltst óbreytt til 1928. Eftir það hafa
laun forstjórans verið greidd af tekjum
tryggingarinnar.
Slysatrygging ríkisins.
— sjómannatryggingin — 1926—1930.
Sjómannatryggingin verður nú deild í
Slysatryggingu ríkisins, en er þó beint
framhald Slysatryggingar sjómanna. Með
þessu tímabili hefst dagpeningagreiðsla, 5
kr. á dag, að liðnum fyrstu 4 vikunum eftir
að slysið varð, þó ekki lengur en í 6 mán-
uði. Iðgjöldin skyldi nú ákveða í reglugerð,
í stað þess að þau höfðu verið ákveðin í
lögunum sjálfum allt til þessa. Áhættan á
skipunum var metin og skipunum skift í
flokka eftir því hversu áhættan var metin.
Hæst var áhættan metin á vjelskipum og
vjelbátum, fyrri hluta tímabilsins 120 aur-