Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 43

Lögrétta - 01.01.1934, Blaðsíða 43
85 LÖGRJETTA 86 Hjálmar, hvernig þessu var varið á hans tímum í Skagafirði. Margar slíkar fer- skeytlur, eftir hina og þessa. lítt kunna menn, eru svo vel kveðnar, að þær hafa orðið landfleygar, þótt aldrei kæmust þær á prent. Um marga alþýðumenn, sem ort hafa snjallar ferskeytlur, er það kunnugt, að þegar þeir semja kvæði undir öðrum liragarháttum, er oft lítið í þau varið. Það er eins og þetta gamla vísnasnið sje eini búningurinn, sem fari hugsun þeirra svo vel, að hún njóti sín til fullnustu. Flest af höfuðskáldum1 okkar hafa líka reynt sig meira eða minna á ferskeytlunni, svo sem Jónas Hallgrímsson, Steingrímur og Matt- hías. En það er Þorsteinn Erlingsson, sem verður meistarinn á þessu sviði, eftir Pál Ólafsson. Páll spáði því í alkunnri vísu, að þegar þeir væru fallnir í valinn, mundi ferskeytlan deyja. En það er öðru nær en að hann hafi orðið sannspár uim það. Þeir Páll og Þorsteinn hafa magnað ferskeytl- una svo, bæði í hennar einfaldasta búningi og í hinum margbreyttu skrautklæðum, sem hún altaf hefur birtst í öðru hvoru, að hún hefur aldrei, eftir að rímnakveðskapurinn lagðist niður, verið algengari nje jafnvel kveðin af þeim, sem æft hafa sig á henni, en einmitt nú á síðustu tímum. Það mætti sýna með mörgum dæmum snild Páls á ferskeytlunni. Jeg tek hjer nokkrar af handahófi, sína af hverri teg- und: Rangá fanst mjer þykkju þung, þröng mjer sýndi dauðans göng; svangan vildi svelgja lung. Söng í liverri jakaspöng. Reyndi ’jeg þá að ríða’ á sund, raðaði straumur jökum að; beindi ’jeg þeim frá 'hófahund. Hvað er meiri raun en það? Harla nett hún teygði tá, tiíaði ljett um grundir. Fallega spretti þreif hún þá, þegar sljett var undir. Eg hef selt hann yngra Rauð, er því sjaldan glaður. Svona’ er að vanta veraldar auð og vera drykkjumaður. Skuldirnar mig þungar þjá, en það er bót. í máli, að kútinn láta allir á orðalaust frá Páli. Áður heldur en jeg dey ættir þú að lofa einhvemtíma, Margrjet mey, mjer hjá þjer að sofa. Hver vill annars eigum ná, uns þeir hníga' í valinn, þeir eru’ að þrátta’ og ýtast á um einskilding og dalinn. Undir predikun: Að heyra’ útmálun helvítis, hroll að Páli setur. Eg er á nálum öldungis um mitt sálartetur. Nú er ekki’ á verra von, villan um sig grefur. Kristur apakattar son kannske verið hefur. í dag er auðsjeð, drottinn minn, dýrð þín gæskuríka; maðtir heyrir málróm þinn, maður sjer þig líka. Páll er fæddur 8. marts 1827 á Dverga- steini í Seyðisfirði, sonur sjera Ólafs Ind- riðasonar, sem þá var aðstoðarprestur þar, en varð síðar prestur á Kolfreyjustað í Fá- skrúðsfirði, og þar ólst Páll upp hjá foreldr- um sínum. Móðir hans hjet Þórunn Einars- dóttir, ættuð úr Skriðdal eystra. Hún andað- ist, er Páll var liðlega tvítugur, og kvæntist faðir hans aftur skömmu síðar. Páll fór þá frá honum og var næstu ár vinnumaður hjá mágum sínum, fyrst Siggeiri Pálss.vni stúd- ent og síðar presti á Skeggjastöðum, og svo Birni Pjeturssyni, sem líka var stúdent og síðar únítaraprestur í Winnipeg. En 1856 kvæntist Páll Þórunni Pálsdóttur, systur

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.