Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 8
8 ÓÐINN farið. Og svo gæti farið, að þau kostuðu eilífa glötun þjóðarsálarinnar, ef þjóðin auðæfanna vegna alveg hættir að hugsa um hvernig hún geti eign- ast eilíft líf, og sökkvi sjer ofan í botnlaust byl- dýpi bralls og auðshyggju. Þess er ekki að dylj- ast, að við erum í hætlu nú þegar. Þessi síðustu ár hafa alið upp í mörgum meðal okkar meiri hugsun um stundlega hagsmuni en góðu hófi gegnir, og í stað þess að þessi ár hefðu átt að kenna þjóðinni nægjusemi og sparneytni, er enginn vafi á því, að hærri kröfur og heimshyggja er nú meiri en var hjer fyrir ófriðinn. Og mesta vanda- mál nútímans, verkamannamálið, mun hjer, engu síður en annarstaðar, innan skamms krefjast bráðrar og góðrar lausnar. Og furðu næst er það, að aldrei heyrist opinberlega þakkarorð eða ber á þvi að þjóðin skilji hvílíka skuld hún á guði að gjalda fyrir það hvernig hann hefur leitt hana fram úr þessum árum. Og í stað þess, að svo hefði mátt vænla að lausn sambandsmálsins hefði orðið til að sameina alla þjóðina með einum hug utanum velferðarmál sín, þá sýnir reynslan að aldrei hafa á stjórnmálasviði okkar verið eins margskiftir flokkar og nú. En þess verðum við að gæla, að á þessum árum erum við að byggja framtið þjóðarinnar, framtíð barna okkar og barnabarna. Við höfum sjeð hvernig heiminum, sem ekki bygði á þann grund- völl sem lagður var, Jesúm Krist, hefur farið. Við eigum að læra af þeirri reynslu, læra það, að eilífðarmálin, aukið siðferði og andleg menning verður að sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru. Pað eitt, er verður bygging á grundvöll Jesú Krists. í hendur ykkar, háttvirtu þjóðfulltrúar sem nú takið við störfum á Alþingi voru, er lögð framtíð hinnar íslensku þjóðar. Pið, sem eigið þingsetu þetta kjörtímabil, eigið að marka fyrir fyrstu spor- unum á vegi okkar fram á við. Og til ykkar lítur nú þjóðin með eftirvæntingu og góðum bænum, eða það er von mín. Hins er samt ekki að dyljast, að því miður fylgir þjóðin ekki Alþingi með þeim fyrirbænum og þeirri virðingu sem því ber, og hinir venjulegu ávextir, sem fulltrúar hennar upp- skera fyrir starfa sinn er óánægja og aðfinslur og jafnvei tortrygni. En það er engin undantekning frá þeirri reglu sem Jjöldinn jafnan fylgir, hvað snertir forustumenn sína og brautryðjendur. Þeir sem ætla að vinna að almenningsheill verða altaf krossberar, altaf misskildir. Því starfi fylgja engin önnur laun, en ánægja góðrar samvisku yfir vel ræktu starfi. En á ykkar herðar verður lögð þyngri byrði en lögð hefur verið á herðar flestra Alþinga vorra. l’að liggur fyrir yður að taka ákvörðun í tveim þeim stærstu málum, sem fyrir okkur hafa komið, og sem tilvera okkar að öllu leyti fer eftir i framtíðinni. Þar af leiðir að þær þjóðfjelags- syndir, sem við í framtíðinni drýgjum, verða skrif- aðar á ykkar reikning, og sú blessun og velmegun sem við njótum í komandi tið, verður ykkur þökkuð, næst guði. —• En þau orð, sem jeg vildi beina til yðar áður en þjer takið til hinna þýð- ingarmiklu starfa, eru það, að enginn getur annan grundvöll lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur. Þið gangið skiftir til starfs, innan hins fámenna flokks sem skipar Alþingi eru mikið fleiri flokkar en þeir, sem Páll postuli var að sætta í Korintuborg. En eins og hann bendir þeim á þeirra sameiginlega grundvöll Jesúm Krist, eins mættuð þjer minnast hins sameiginlega áhugamáls sem yður á að tengja saman við störf yðar, heill og heiður ættjarðarinnar. Þar má enginn mein- ingamunur, eða flokkaskifling eiga sjer slað. Og heill ættjarðarinnar og heiður er í veði, ef ekki strax frá upphafi er staðið á varðbergi gegn öllu því, sem dregið getur þjóðina út á glapstigu efnis- hyggju og andleysis. Þeir menn eru því miður til, sem alls ekki sjá aðra framtíð glæsilegri en að land okkur og þjóð ausi sem mestu gulli og stund- legum gersemum af þeim gnægtabrunnum sem fólgnir eru í náttúru landsins. En á þeim grund- velli byggjum við aldrei hamingju okkar. Fyrir þjóðinni liggur sama boðið og Jesús bauð endur fyrir löngu: »Leitið fyrst guðsríkis og rjettlætis hans, þá mun alt annað veilast yður að auki.« Og að styðja að því, að íslenska þjóðin verði sjer þess meðvitandi að hún þarf og á fyrst að leita guðsríkis, styðja að því að veita straumum menn- ingar og andlegs þroska inn í landið, það er af yður ætlandi sem góðum sonum fósturjarðarinnar. Þroski þjóðarinnar á kristilegum grundvelli, sið- ferðilegur styrkleiki og karlmannleg sjálfsmeðvit- und er hin eina og örugga trygging sem veitt get- ur okkur vörn gegn því að sökkva í hið sama djúp auðnuleysis og andlegrar örbyrgðar sem nú þjáir umheiminn. Kristindómur og trúarþrek hjelt þjóðinni við líði gegnum öll þau dimmviðri sem á henni dundu fyr á öldum, og reynslan mun ennþá sýna að það er hið eina sem heldur henni á rjettri braut framvegis. Gangið því öruggir og með guðs aðstoð að störfum yðar, með frelsarann

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.