Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 10

Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 10
10 ÓjÐINN leiðslur til nýrra viðskiftamanna, jafnhliða því sem eldri viðskiftamönnum er ókleift að fá aukið notkun sína, þótt þeir fegnir vildu. Því er svo varið í Kristjaníu, eins og reyndar um endilangan Noreg, að raforka á, að því er verðlag snertir, ofurhægt með að keppa við kol og kóks, að minsta kosti með því verði, sem nú er á þeim, auk allra þeirra þæginda, sem raforkan hefur fram yfir þetta eldsneyti. Pað er stóriðnaðurinn, eins og sagt var, og þörf borgaranna, sem síðustu 10 árin hefur fleygt mál- inu áfram. Árið 1910 hafði stóriðn- aðurinn náð undir sig 145,000 hestöflum, en borgaraþörfin 68,000. Á 8 árum til 1919 hafa þessar tölur vaxið svo, að hin fyrri er nú 770,000, en hin síðari 210,000 hestöfl. Raf- orkan er nú byrjuð að þrýsta sjer inn í kaupstaði og sveitir, og er fagnað þar sem kærkomnum gesti bæði af borgara og bónda, en þess er enn langt að bíða, að Noregur hafi til svo mikla raforku, að hún nægi til að fullnægja þeirri afar- miklu þörf, sem bæði stóriðnaður og landslýður þarfnast. í fyrslu litu bændur heldur óhýru auga til hinna stórfeldu vatnavirkj- ana. Þeir álitu, að þær mundu draga vinnulýð frá landbúnaðinum, og það hafa þær sennilega líka gert, að einhverju leyti hjer og hvar, þótt fjöldi verkalýðs kæmi frá Svíþjóð. En bændur lærðu skjótt að þekkja það gagn, sem virkjunin haíði í för með sjer, bæði af því að raforkan veitir þeim Ijós og afl til að reka búskapinn, og gerir þeim hann auðveldari, og ekki síst fyrir þá sök, að hinn uppvaxandi iðnaður skapar nýjan markað fyrir afurðir þeirra, þær hækka í verði, og jarðirnar sömuleiðis. Auk alls þessa þýðir það heldur ekki neitt að spyrna á móti broddunum. Nauðsyn málsins er svo auðsæ, að það skal fram. Vjer skulum í nokkrum eftirfarandi greinum lýsa nokkru nánar hinum nafnkunnustu aflstöðv- um í Noregi siðustu árin. II. Rjúkan I og II. Til samans */4 milj* ha. Hinar nafnkunnustu og stærstu aflstöðvar í Noregi eru Rjúkanstöðvarnar i Vestfjarðardal á Þela- mörk, hjer um bil 10 mílur vestur frá Kristjaníu. Þar eru tvær aflstöðvar, Rjúkan I, sem byrjað var á 1907 og lokið var við 1911, og Rjúkan II, sem byrjað var á 1911, og lokið var við veturinn 1915 —16. Hver aflstöðin um sig hefur um 125,000 hestöfl, eða þær báðar til samans um V4 miljón hest- öfl á hjer um bil 5 km. svæði. Sú geysimikla orka, sem stöðvarnar ráða yfir, er notuð til fram- leiðslu saltpjeturs með ýmsum aukaafurðum, (meðal annars ammoniaks, er hafði afarmikla þýðingu meðan á styrjöldinni stóð), úr köfnunar- efni loítsins, eftir hinni nafnfrægu aðferð, sem kend er við Birkeland-Eyde. Hún er að öðru leyti einnig notuð við stöðvar þær, sem áður voru bygðar neðar og sunnar í dalnum við Notodda. Kringum þessar Rjúkanstöðvar og saltpjeturs- verksrniðjurnar liefur á fáum árum risið upp heill kaupstaður, skapaður af fjelaginu »Norsk Hydro«, sem á þessi mannvirki, kaupstaður með 10,000 íbúum, reglulega vel bygður og í hvívetna með nýtísku sniði. Þar er vel sjeð fyrir starfsmönnum og verkamönnum stöðvanna, og alt gert til þess að þeim geti liðið vel. Að miklu leyti búa þeir í sínu eigin húsi; kirkja hefur verið bygð og börnum sjeð fyrir ágætri skólamentun o. s. frv. Rjúkan I, í vatnavexli.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.