Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 16

Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 16
16 ÓÐINN dalnum. Þær söfnuðust í kringum Dísu, struku henni um vangana og hvísluðu einhverju að henni. Dísa sá þær ekki — en hún stokkroðnaði. »Jeg gæti nú kannske farið til Reykjavíkur«, sagði hún við sjálfa sig, »til þess að menta mig«, sagði hún. »Pabbi á nú orðið svo mikið í sparisjóði, að það væri nóg handa mjer, ef hann vildi láta mig hafa það til þess að menta mig. Auðvitað segist hann nú ætla að kaupa kerru fyrir það, og hann þykist þurfa að byggja hlöðu, og mamma þykist þurfa að fá eldavjel. Samt held jeg að þau gerðu þetta fyrir mig, ef jeg bæði þau og væri nógu ákveðin.« Og Dísa fór að hlusla á hvíslið í mentunar- vindinum — yndislegar sögur voru það um falleg föt og »fínar frökenar.« Skyndilega vaknaði Dísa upp úr sæludraumum sínum við það að tekið var í hrífuna hennar — Bokki litli brosti til hennar. Hann vildi að hún færi að raka. Dísu hafði aldrei sýnst Bokki Ijótur og leiðin- legur fyrri. Samt fór hún að raka. Bokki tók um hrífuna og sagði, að hún skildi eftir mörg strá. Pá varð Dísa reið. Og hún þreif nú hrífuna svo harkalega af Bokka að hún brotnaði á milli þeirra. Hann fór að skæla, en Dísa rauk heim. Bokki þurkaði sjer um augum og horfði á eftir Dísu. — Hún var þó vön að fara líka að skæla undir svipuðum kringumstæðum. — Hann gapti og góndi og skildi nú ekkert í Dísu sinni — hann Bokki litli búálfur. Pær sátu lengi á ráðstefnu mæðgurnar. Dísu fanst hún þurfa að fara að menta sig. Og mamma hennar vildi brjóta sig í þúsund mola fyrir Dísu. Eldavjelin mátti víst bíða eitt árið enn. Allir voru hlæjandi þegar Dísa fór af stað í höfuðstaðinn. En þegar hún var horfin, andvarpaði gama konan, karl starði þungt hugsandi í gaupnir sjer — Bokki grjet með þungum ekka. Dísa tók úr sparisjóðnum alla peninga föður síns um leið og hún fór »suður«. Og enginn sá eftir þeim, þegar þeir áttu að vera handa henni Disu til þess að hún gæti mentað sig. Hún hafði líka selt nokkrar kindur, sem hún átti sjálf, svo hún hafði nóga peninga einn vetur í höfuðstaðnum. Dísu fanst hún helst hafa köllun til að læra á harmoníum. Og þegar hún var búin að fá sjer herbergi, þá keypti hún sjer harmoníum og fjekk sjer kennara. Hún ætlaði líka að læra hekl og útsaum. Einnig gekk hún á dansskóla — og það var nærri því það besta. Samt var nógur tími til þess að skemta sjer á kvöldin. Og brátt komst hún í kynni við »fína herra«, sem buðu henni ýmist á kaffihús, eða í kvikmyndahúsin. Hún hafði gjört sjer miklar vonir um höfuðstaðarlífið, — en slíka svimandi sælu hafði hana aldrei dreymt um. — Og veturinn leið með sviinandi hraða. — í kotinu í dalnum var stritað með súruð sveita frá morgni til kvölds, bograð í eldhúsi og skriðið um heytættur. Petta var sá lengsti vetur, sem karl og kerling mundu eftir. — Og þá feldi Bokki mörg tárin. En um vorið kom Dísa heim. Pá var mikið um dýrðir í kotinu. Allar vetrarraunir gleymdar. Hún kom með harmoníum það, sem hún átti, og fór að leika á það fyrir foreldrana. Hún kunni nú ekki annað en slitur úr laginu: Heims um ból. En því var að tjalda sem til var. Karl og kerling hlusluðu með innilegri ánægju. Pau litu hvort á annað. — Petta var nú orðið úr henni Dísu litlu. Pau þurkuðu sjer um augun og lofuðu guð fyrir barnið sitt. Bokki litii sat úti í horni og Ijet sjer fátt um finnast. Dísa hafði ekki heilsað honum — og sá hann víst ekki. — Hann ætlaði varla að trúa sínum eigin augum, að þessi tildurslega gullspanga jungfrú væri hún Dísa hans — þessi með gull- millur og gullborða og gullbelti. Honum fanst nákuldi standa af henni. Hann ranglaði rauna- mæddur og vonsvikinn út í fjós. Karl og kerling höfðu auðvitað æfinlega vitað að mikið bjó í Dísu og æfinlega viljað bera hana á höndum sjer. En nú lilu þau af tígulegu stáss- meynni dóttur sinni ofan á gamlar hendur sínar. Og þeim hafði aldrei fundist þau gömul og fátæk fyrri. Dísa var lífið og sálin í nokkrum dansleikjum, sem haldnir voru í sveitinni um vorið. Um sum- arið fór hún oft ríðandi út um sveitina, í »skógar- ferðir« og til annara skemtistaða. Til þess varð hún að nota lúna hesta föður síns. Karli og kerl- ingu datt nó aldrei í hug að nefna Dísu í sam- bandi við nokkuð, sem gera þurfti þar heima. Til þess var hún orðin alt of »mikil« stúlka. En auðvitað setti hún oft út á alt, sem þau gerðu, og alt þeirra búskaparbasl. Pað var nú líka von, því hún var nú búin að sjá svo margt og orðin svo »mentuð« — hún Dísa. Svo vildi það til einn góðan sólskinsdag um sumarið, að Dísa sat við harmoníið sitt og karl og kerling voru á enginu, að baðstofudyrunum er

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.