Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 39

Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 39
ÓÐINN 39 sálu hans, breiða yfir það — og — eins og Bjarni Thorarensen kveður: »Lastaðu ekki laxinn, sem leitar móti straumi sterklega og stiklar fossa.« Um hið nefnda aðaleigin hans fer síra P. Þ. sál. að síðustu í líkræðunni þessum orðum: »Það var eins og líf og framkvæmd Haralds sál. væri nákvæmlega sniðin eftir orðunum, sem Jesús sagði við einn af höfðingjum Gyðinga: Pegar þú býður til máltíðar, þá skalt þú ekki bjóða ríkum vinum og nágrönnum til þess að þeir endurgjalda þjer» heldur skalt þú bjóða fátækum, vanheilum, hölt- um og blindum, því það mun verða endurgoldið í upprisu rjettiátra.« Djúp þögn hvílir yfir síðasta áfanga Haralds sáluga, eftir að hann fiutti í skjól barna sinna, bilaður að heilsu og kröftum, en hvernig sem hagur hans stóð, verður hans jafnan minst sem mikilhæfs og göfugs gáfumanns. G. V. 0 Nokkur kvæði. Norður. Skýjaiönd svanfögur svífa, svífa í Norðurátt. Er ei sem elskandi mæni eftir þeim loftið blátt. Vindurinn vængina breiðir, vogaldan með honum fer, eina leið eina leið hverfa, — en hvað þau flýta sjer. Eitt er mjer heitast f huga, — haust, má jeg treysta þjer? Getur þú borið við barminn, blækaldan, rós frá mjer? Eva, þú ljekst þjer við lauf og þresti, land þitt blíðu og söng þjer festi; ljósgrænt silki þjer beykið breiðir, blær frá Sundinu heim þig leiðir. Brostu, Eva, jeg er á förum — orð eins og smáblóm þjer gróa á vörum; kystu mig, Eva, — nei, ekki að gráta, jeg ætla að muna þig sæla og káta. Oxford. Til viðar gengur vorsól mild og rjóð og vefur skóg og hæðir þýðum ljóma; frá kirkjum helgum klukkur bliðar hljóma, um fögur hvolfin berast bænarljóð. í friði kvölds hin forna hvílir borg og fagrar stjörnur yfir henni vaka. Hjer er sem tíminn ekkert megi saka og alt sje guðs í hendi, von og sorg. Pær sömu klukkur syngja um himins frið og sömu hallir enn i tign hjer standa sem öldum fyr en önnur bygðist grund. í skjóli við þau helgu, trauslu hlið jeg hlusta, gleymi jarðar sorg og vanda — sem einbúinn í kyrrum klausturlund. Eva. Augun sem vötnin inst i lundum, sem blærinn klappar með barnamundum; brosið sólmildur sumardagur, er skógurinn angar yndisfagur. Fiðluhljómar. — f gondól sveif hann um sikin blá, söng um stjörnur og ástaiþrá, — nú lykur hann þokan, þung og grá. Fiðlan hans geymir suðræna sól, í svörtum augum er draumaskjól, ættland í tónanna álfahól. * ★ ¥

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.