Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 40
40
ÓÐINN
Steinhljóð — steinhljóð. Hann styður kinn
að strengjum, horfir í lönd sín inn,
dreymir hann guðsmóður? Drottinn minn!
Við grafir krossfara.
(Tempel church, London).
Sem Dettifoss falli, í fjarska,
með friðdjúpum undrasöng,
borganna borgar dunur
berast um súlnagöng.
Ómþungans öldur falla
yfir marmararið;
hugann í dularheim dreymir
við dagstrauma undranið.
Hjer hvíla þeir — kross á brjósti,
kesja og skjöldur við arm;
við sólarheim ungir þeir sóru
að sefa ógnir og harm.
Úr borg og fjalldal þeir fóru
að frelsarans blessuðu gröf,
og íluttu friðmál og sættir
um framandi lönd og höf.
Úúsundir fjellu á foldu
fyrir hið góða mál;
austrænir geislar kyntu
þeim ungum helfararbál.
Aðra bylgjurnar báru
til baka, með von yfir sorg,
frá æfinnar dulardraumi
þeir dóu í ættarborg.
— Aftaninn liðinn. Hvar erum við?
steig Eden til jarðar, með lónafrið?
Nú myrkvast höllin og hljóðna svið.
Meistari, þokan má þyngja geim,
þúsundir sljarna þjer lýsa heim:
tár, sem fæddust við himneskan hreim.
Skógarkyrð.
Eins og ljósálfasnekkjur, sem liggja við strengi,
liljur á vatninu hvítar blunda;
skuggarnir horfa um akur og engi
augum svörtum úr fylgsnum lunda.
Alt bíður — bíður í ró
eftir brosi mánans í þöglum skóg.
— Nú hækkar hafniður dagsins
og hitinn, með stígandi sól,
en hjer bjóða umliðnar aldir
örmæddum frið og skjól.
Jeg krýp á marmarann kalda,
sem krossfarar táknið ber, —
bið um þá dularblessun,
sem breiðir vængina hjer.
Á heimleið.
(í Whitley Bay).
Vor og skóga kært jeg kveð,
kyssi sandinn ljósa;
þakka gefin gull og Ijeð,
glóð og angan rósa.