Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 22
22
ÓÐINN
Olöf: Hvenær hef jeg ásakað pig?
Ragnar: Þú ásakar mig ekki með orðunum, en með
tómleikanum, sem liggur í þeim. Og hreyfingar þínar
cru orðnar þungar, eins og líkami þinn væri af steini.
Aður var eins og söngur svifi í loftinu, þegar þú
gekst. Alt þetta vitnar á móti mjer! Jeg þoli ekki að
sjá þig fara svona illa með það. Mjer sýnist það vaxa
með hverjum degi.
Olöf: f’að er gömul saga sem segir, að hár konunnar
vaxi með ástinni. (Glettin), Eftir því að dæma, ætti mjer
að þykja vænna og vænna um þig.
Ragnar: Veitstu hvað jeg bað mömmu um áðan?
Olöf (horfir spyrjandi á Ragnar).
Ragnar: Jeg bað hana að banna þjer að koma hingað.
Ólöf: Ragnar!
Ragnar: Jeg get ekki annað — og vilji hún ekki gera
það, geri jeg það sjálfur.
Ólöf (biturt): O, vertu rólegur! Pað er ekki víst þú
þurfir að hafa fyrir því.
Ragnar (eins og honum standi það á miklu): Fáið þið
þá jörðina?
Ólöf: Við vitum það ekki fyrir vissu ennþá. (Hún
nálgast hann). Jeg vil heyra það af þínum eigin munni,
að þú elskir mig ekki lengur.
Ragnar: Jeg hefi aldrei elskað þig. Nú veitstu það.
Ölöf (horfir á hann um stund): Nú lugu varir þinar.
Ragnar: Jeg vildi óska að þú hefðir ekki komið liingað
i kvöld.
Ólöf: Dansinn og kossar Hildar munu friða sálu þína.
En jeg ætla líka að skemfa mjer. Jeg stend fyrir utan
húsið og hlusta!
Ragnar: f*að gerirðu ekki.
Ólöf: Er mjer of gott að hlusta á gleðina? Heldurðu
að mig langi ekki til þess að skemta mjer eins og aðrir?
Er jeg ekki ung eins og þú? Tilheyrir ekki gleðin öll-
um jafnt?
Ragnar (þegir — gengur fram og aftur um gólfið).
Ólöf: Mjer finst svo kalt heima síðan þú hættir að
koma þar. Manstu i fyrra, þegar þú í fyrsta sinni varn-
aðir mjer ástar þinnar? Rað var dansleikur það kvöld.
Jeg stóð fyrir utan gluggann.
Ragnar (stansar): Stóðstu fyrir utan húsið?
Ólöf: Pað var grenjandi frosthríð. En alt í einu varð
mjer heitt. Gleðiópin og hlátrarnir að innan hituðu
mjer. (Gengur nær honum). Jeg heyrði þig hlæja. Stuttu
eftir komst þú og Hildur út. Pað beið vagn eftir ykkur
— og þið ókuð á stað. Jeg ranglaði4Tíka á stað. Storm-
urinn hratt mjer áfram — eitthvað áfram. Svo dalt jeg.
Jeg gat ekki staðið upp aftur. (Pað er hringt, en þau
taka ekki eftir þvi). Pað snjóaði yfir mig — mjer fanst
það eins og þegar mamma breiðir yfir mig hvíta sæng.
Jeg sofnaði. (Frost í röddinni). Pá sá jeg hvítan mann
í snjónum, scm þrýsti sjer að vörum mínum. Pað var
dauðinn, sem kysti mig. (Leggur hendur um háls hon-
um). Pó er mjer kaldara núna en þá. Kystu mig — og
mjer mun verða heitt.
Ragnar (færist undan): Nei.
Ólöf: Pú sagðir einu sinni, að öll blómin í túninu á
Koti hefðu beðið þig að færa mjer koss — einn frá
hverju. Heldurðu ekki að þú hafir gleymt einhverri
sóleynni, sem óx í skugganum norðan við bæinn? Kystu
mig einu sinni — þá hefurðu efnt heit þitt við öll
blómin. (Hringingin heyrist aftur).
Ragnar (stjakar henni frá sjer): Pað er hringt!
Ólöf (ísköld): Áðan var jeg soltinn rakki, sem bað um
mola af borðum þínum. Nú er jeg mett og jeg fyrirlít
allan þinn auð! Vertu svo glaður í kvöld, að jeg geti
heyrt hlátur þinn gegnum storminn. Góða skemtun,
ha, ha! (Fer).
Ragnar (horfir á eftir lienni).
Hildur (kemur — dansklædd): Ragnar, að hverju varstu
að hlæja. Eða var það kannske ekki þú sem hlóst?
Ragnar (utan við sig): Til hvers kemur þú?
Hildur: Til hvers jeg komi — hahaha!
Ragnar: Já — það er satt — dansleikurinn!
Hildur: Pú er þó heldur skemtilegur núna — stendur
þarna eins og trjedrumbur á gólfinu. Ætlarðu ekki að
heilsa mjer?
Ragnar (kyssir hana): Sæl, Hildur!
Hildur: Petta var mikill inndælis koss. Pú kyssir mig
út undir eyra eins og jeg væri gömul kerling. Þú hefur
gleymt aðferðinni. (Kyssir liann alt í einu). Svona er
hún — beint á munninn.
Ragnar’(glaðari): Já, beint á munninn!
Hildur: b’jekstu ekki sendingu frá mjer?
Ragnar (verður aftur alvarlegur): Jú. En jeg nota ckkert
af þvi í kvöld.
Hildur: Nú ertu tekinn til. Jeg bíð þjer á ball. Jeg
sendi þjer gjafir — jeg kem í bifreið til þess að sækja
þig. Pað hefði einhver látið svo lítið að þakka fyrir
það. Jeg leyfi mjer að segja svo mikið.
Ragnar: Jeg er þjer óendanlega þakklátur bæði fyrir
þetta og alt annað. En þú verður að fyrirgefa — í kvöld
get jeg ekki dansað — get það ekki.
Hildur: Lilti Ragnar, sem allar stúlkurnar öfunda mig
af — vertu nú væni drengurinn í kvöld!
Ragnar: Jeg hef svo mikið að gera — margt að hugsa!
Hildur: Uss. Pu getur alveg eins vel hugsað á morgún
— eða hinn daginn. Nei. — Ragnar! Hlustaðu nú bara
á! Pað vita svo margir að við erum trúlofuð. Er það
ekki skrítið — ha ha!
Ragnar: Pú vildir einn sinni halda því leyndu þangað
til jeg tækí prófið.
Hildur: Já. Pá. En jeg er svo hreykin af þjer. Það
horfa allir á okkur, þegar við erum á gólfinu. Er það
ekki skrítið?
Ragnar: Hjegómi — vina mín!
Hildur: Æ, vertu nú ekki svona leiðinlegur! O, hann
Stefán! Jeg get ekki þolað að sjá hann einu sinni hvað
þá . . . svei! Ilann hjelt víst að jeg mundi bjóða sjer,
fiónið! Pú ert miklu fallegri en hann! Og þú ert hundrað
sinnum gáfaðri en hann.
Ragnar: Og liann er dálítið ríkari en jeg!
Hildur: Pað gerir ekkert til. Jeg er nógu rík. l’abbi
minn er rikasti maðurinn í bænum. Nei — heyrðu —
það er satt! Ottó og Geiri og — þú vist líka. Jeg tók
þau með mjer. Jeg kalla á þau. Við höfum gott af að
æfa okkur dálítið undir dansinn. (Kallar). Heyrið þið,
börnin góð! Farið úr yfirhöfnunum og komið inn.
(Ottó, Geiri, Stína, Magga, koma inn dansklædd. Kveðjur.)