Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 3
ÓÐINN hirða lítt um grið. — í bygðir gamla Græðis kafa, gullið sækja rault, meðan Kveldúlfs-húsin hafa húsrúm nokkurt autt. (Mars 1919). Vorvísur. Yndi er að leggja eyra við óminn vors um stundir, þegar fagran fuglaklið fossinn kveður undir. Lóan smá á litlum hól ljúflings æfir róminn, og höfðum móti hýrri sól halla ungu blómin. Alt er fegurð, yndi, fjör, alt til þroska stefnir; dauðans afmást döpru för, drottinn heitin efnir. Stökur. Vist er köld á Valdatind í veldi rosa skýja. Sæll er jeg þá blómkrans bind sem barn í dalnum hlýja. Hirð’ jeg eigi um heiðurs met, nje hæstu valda starfa, hepnist mjer um hænufet að hrinda fram til þarfa. Mörkin. Athuga vel allir meiga eyrnamörk á lífsins hjörð. — Skyldi lífið ekki eiga alt, sem bærist hjer á jörð? — Yfirmarkið alt er lífsins; en undirbenjar brátt jeg sá, brögð og fjaðrir banahnifsins, — ben úr dauðans markaskrá. Lömbin öll eru lífsins auður, en löngum dauðinn gerir hark 3 vegna þess að sjerhver sauður seinna ber hans undirmark. Vinnur hann fjenu voða geiga og vellir þvi oní grafarþró; en það má fjárans fólið eiga, að »fjöregginu« hann skilar þó. Brosið og blámiun. Er brúðaraugu blá jeg Ieit broshýr við mjer skína, blossaði’ ást í hjarta heit, huldu þekli’ jeg mína. En gumar skyldu gá að sjer, glatt þá brosir svanni. — Blámi himins ekki er ætlaður vissum manni. í hrifning á hann horfa raá og hugann við hann festa; en ætlirðu þjer í hann ná ertu flónið mesta. Náglettur. Vegtamur með valgaldri völvu úr haug ljet dragna; og menn á þessum mannsaldri mana ná til sagna. Beir. sem bægðust beinin við, brendust fyr á dögum; en andar hafa engan frið eftir nýjum lögum. Frá því sem að fyr var sett finst oss lítið skána, hafi beinin hærri rjett, heldur en sál hins dána. Bænin. Kinnin er bleik sem bast, berst hjartað ótt og fast, því heimur mjer helskóna festi. Legðu, mær, líkn við harm, leyf að sælt við þinn barm hjartað á liinstu stund bresti.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.