Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 11
ÓÐINN
Rjúkan II.
Svo að þar, sem fyrir 12 árum var einungis fá-
tæklegur fjallabær, er nú risinn upp heill kaup-
staður, sem ber langt af mörgum öðrum og
honum eldri.
Fyrri orkustöðin, Rjúkan I, er bygð lítið eitt
fyrir ofan kaupstaðinn við hinn nafnfræga Rjúkan-
foss, er myndast við það, að Mánaáin steypist
fram af alt að því 300 metra háum stalli í hrika-
legu fjallagili. Nægilegt vatnsmagn fær orkuslöðin
gegnum miðlun frá tveimur stórvötnum. Vatnið
er leitt eflir göngum inn í afarmikinn miðlunar-
geymi, sem hefur verið grafinn inn í fjallið fyrir
ofan orkustöðina og er leitt þaðan eftir 10 heljar-
miklum pípum fram með fjallshlíðinni niður á
niðurfallshjólin; fallhæðin er 282 m.
Þegar svo vatnsmagnið hefur lokið starfi sínu,
er því aftur veitt inn í fjallið. Ný
göng flytja vatnið inn í annan miðl-
unargeymi, 5 km. neðar í dalnum,
og úr honum er það leitt í pípum
niður að Rjúkan II, og eftir það
sjest forna áin aftur, sem áður rann
með smáfossum frá Rjúkanfossinum
og niður eftir dalnum. Áður en hún
rennur út í Tinnvatnið myndar hún
aftur nokkra smáfossa, svo að
vatnið frá Rjúkan II má enn leiða
inn í göng og nota við vænlanlega
aflstöð III við Tinnvatnið.
Frá Rjúkan I er raforkan send
gegnum heilt net af loftþráðum
niður að verksmiðjunum við kaup-
staðinn Rjúkan. Þar eyðist hún í
heljarmiklum bræðsluofnum, sem
draga köfnunarefnin út úr súrefni
loftsins. í Rjúkan II, sem er að sjá
eins og livítblikandi risahöll við ár-
bakkann, eru rafofnarnir undir sama
þaki sem orkustöðin, svo að köfn-
unarefnið er sent, jafnskjótt og það
er útdregið, eftir pípum til sjálfrar
saltpjetursverksmiðjunnar. Rjúkan I
er sömuleiðis mjög myndarleg
bygging, en landslagið umhverfis er
harðara og óblíðara. Þessi orkuver
eru eins og æfintýri, þau eru bygð
með undraverðum flýti, og með
mikilli dirfsku og áræði, þrátt fyrir
afarmikla örðugleika, eins og við
var að búast, uppi til fjalla og í
eyðilegum og afviknum dal. En nú er svo komið,
og það fyrir löngu, að Rjúkan hefur járnbrautar-
samband við járnbrautakerfi Noregs austanfjalls.
Rjúkanverin eru dæmi upp á heppilega samein-
ingu tveggja hluta, því þau eru bygð 1) fyrir út-
lent fjármagn mestmegnis, og 2) með frjálsum
aðgangi til virkjunar án nokkurs sjerleyfis. En
virkið sjálft og allar framkvæmdir hafa Norðmenn
haft með höndum, athafnamiklir menn, með trú
á sjálfum sjer og framtiðinni.
III.
Mörk- og Sólberg-fossar.
Þó það væri nógu fróðlegt í sjálfu sjer að athuga
afstöðu bæjarstjórnarinnar i Kristjaníu í raforku-
málinu í sambandi við fossamálið, þá verður þó að
Nýjustu hibýli vcrkamauna (eign þeirra) við Rjúkan.