Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 41

Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 41
ÓÐINN 41 Hafið kallar hárri raust, heim er þráin blinda og mig dreymir endalaust íslands hvitu tinda. Dreymir strönd og dreymir hlíð, dögg og ilm og næði, svanavængi, sumartíð, sólskin, bros og kvæði. Hulda. <& Nýjar listastefnur. (Alþýðufræðsla Stúdentafjelagsins 9. maí 1920.) Á öllum tímum hafa verið uppi ýmsar lisla- stefnur, er í raun og veru voru ekki annað en lífsskoðanir þjóðanna. Fegurðartrú Grikkja i goð- nýjar listastefnur, er borið hafa ýms fáránleg nöfn, svo sem kubismus (eða tenings-Iistin), futurismus (eða framtíðarlistin), dadaismus (af dada, einhvers- konar hljóðlíking) og expressionismus, er nefna mætti á islensku innsýnislisl (sbr. síðar), en orðið er eflaust andstæða við impressionismus (er nefna mætti áhrifalist). Sumir nefna og einu nafni expressionismus þessar áðurnefndu listategundir futurismus, kubismus o. fl. Og má það til sanns vegar færast, því að aðaleinkenni innsýnislistar- innar sjást líka í kubismus, dadaismus o. s. frv. Afmyndun, vanskapnaður þykir sumum vera aðal- einkenni, hvort sem um er að ræða málverk, höggmyndir eða ljóð. Nefna því sumir (einkum danski Iæknirinn próf. Carl Jul. Salomonsen) list þessa dysmorphismus eða vanskapaðslistina af gríska orðinu dj^smorphos, vanskapaður, ljótur. Nafn þella er að því leyti rjettmætt, að langflest lislaverk þessi virðast vansköpuð. Líti menn t. d. á teikningu eftir Pieasso (1916) (1. mynd), virðist 1. mynd. 2. mynd. 3. mynd. sögnum þeirra birtist í myndhöggvaralist þeirra; endurreisnartimabilið (renaissance) er þrá þjóðanna eftir horfnum hugsjónum, hugsæisstefnan og raun- sæisstefnan standa í nánu sambandi við hugsanir þjóðaona, þekkingu þeirra og trú. Raunsæisstefna nútímans, er hófst fyrir 30—40 árum, er efnis- hyggja íklædd holdi og blóði. Gat hún af sjer ýmsar aðrar stefnur, svo sem Naturalismus, Impres- sionismus o. fl. og gætir þessara listaskoðana i öllum greinum, í skáldskap, málara-list og mynd- höggvara, byggingalist og söng. Á þessum síðuslu og verstu tímum hafa því næst komið upp ýmsar annar fóturinn mjór trjefótur, en hinn digrari og snúinn yfir og allur líkamsskapnaðurinn er eftir þessu. Andlitsmynd af Kristi eftir Pjóðverjann Schmitt-Roltulf 1918 (2. mynd) sýnir teningsmynd á netbroddinum, vinstra augað dregið í pung og inni í rjetthyrning, en hægra augað galopið og á enninu stendur stórum stöfum 1918. Vanskapnað- urinn í verkum þessum er þó lítill í samanburði við verk eins og t. d. Picasso: Kvenstúdent (3. mynd) og Picabia: Fræg dansmær um borð í Atlanzhafsskipi (4. mynd). Á hvorugu þessara málverka er hægt að sjá nokkra andlitslögun og

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.