Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 45
ÓÐINN
45
morphismus) í samanburði við sömu hluti, er virt-
ir eru fyrir sjer með innri augum! Innri sjónin
er miklu merkilegri að því leyti, að þar gætir
miklu meira persónueinkenna einstaklingsins en
við ytri sjón. Augu líkamans eru viðtakendur ytri
áhrifa, augu sálarinnar eru skapendur, er vinna
úr efni hins ytra heims. Goethe segir frá þessari
innri sjón: Ef jeg lokaði augunum og draup höfði
og hugsaði mjer blóm í miðju sjáaldrinu, breyttist
blómið fljótt, breiddi út blöð sín og ný blóm
sprungu út úr hinu, og voru blöð þeirra allavega
lit, stundum græn; þetta voru engin náttúrleg
blóm, heldur undrablóm, en voru samt regluleg
eins og rósaskraut myndhöggvaranna. Ómögulegt
var mjer að komast fyrir, hversu þetta varð, en jeg
gat haldið mynd þessari fastri eins lengi og jeg
vildi og var hún altaf jafnljós. Eins fór, ef jeg
hugsaði mjer marglita málaða rúðu, að þá breytt-
ist skrautið og hvarflaði frá miðju til útjaðarsins
líkt og fagurmyndasjá (Kaleidoskop), er fyrst var
fundin upp á vorum dögum. — Endurminning og
skapandi ímyndunarafl, skilningur og hugmynd
(BegriH und Idee) starfa hjer í sameiningu.« —
Minnir þetta á lýsingu þýska skáldsins Novalis á
bláa blóminu, er varð tákn og ímynd hugsæis-
stefnunnar. Sögumaðurinn, Heinrieh, segir frá draum,
er í raun og veru er ekki annað en innri sýn
skáldsins Novalis: Var hann (Heinrich) staddur á
mjúku grasi nálægt lind einni, er rann upp i loft
og virtist þar verða að engu. Dimmbláir klettar
með ýmislega litum rákum voru þar skamt frá.
Dagsljósið í kringum hann var bjarlara og mild-
ara en venjulega. Himininn var svartblár og tand-
urhreinn. En einkum heillaðist hann þó af háu
ljósbláu blómi, er stóð nálægt lindinni og sem
kom við hann með breiðum, gljáandi blöðum sín-
um. Hann ætlaði að ganga nær, en þá byrjaði
blómið alt i einu að hreyfast og breytast. Blöðin
báru meiri ljóma og vöfðust inn að stönglinum, er
óx. Blómið hneigðist að honum og blöðin breidd-
ust út og voru bláleit og sá hann þá undurfagurt
andlit í blómbikarnum — þá vaknaði hann. —
Víða í skáldskap gætir og þessarar innri sýnar.
Prestur einn, George Henslow, er Galton segir frá,
skýrir frá sjónarfyrirburðum sínum. Hann lokar
augunum og hugsar sjer ekkert, biður eftir að
myndirnar komi. Myndirnar koma og breytast og
stundum tekst honum með viljakrafti sínum að
sameina myndbreytingarnar, þannig að upphaf og
endir renni saman. Einu sinni sjer hann boga, rjett
á eftir ör, þá kemur hönd á ósýnilegri persónu,
er skýtur örina af, alt loftið fyllist af örvadrífu,
sem verður að stjörnuhrapi og snjófalli; snjór er
yfir öllu, prestssetur þakið snjó birtist;;þá er alt
í einu komið vor, sólin skín á túlípanareit, er
presturinn kannast við frá æskudögum; túlípan-
arnir hverfa, einn eftir annan, uns sá síðasti verð-
ur tvöfaldur, blöðin falla af; duftberinn er eftir
og þrútnar allur og vaxa á honumThorn, erTfá á
sig allavega Iögun, bor, nagli, óþekkjanlegar mynd-
ir, er loks líkjast boganum í byrjun sýnarinnar. —
Kemur þessi breyting (tnelamorphose) hlutanna
einnig fram í málverkum listamannanna; þeir mála
tímann, sýna röð viðburða, en ekki aðeins augna-
blik, eins og
gamla listin.
Á mynd eftir
Carl Mense
(5. mynd)
snúa húsin
silt á hvað,
af því að
maður á bát,
er vaggast á
öldum, sjer
húsinþannig
Á þessu
sjáum vjer,
samkv.skoð 5. mynd.
unum inn-
sýnismanna, mismuninn á gömlu listinni og þeirri
nýju. Vjer erum vanir að treysta augum líkamans og
skiljum því ekki þá málara, sem mála eftir innri sjón.
Augu vor eru eins og gluggi, sem heimurinn horf-
ir í gegnum. Vjer erum aldir upp í list, er sogar
að sjer öll ulanaðkomandi áhrif. En nú krefst
innri sjónin síns rjettar, maðurinn er ekki eintóml
bergmál veraldarinnar, heldur máske drotnari henn-
ar, eða að minsta kosti jafnsterkur og veröldin.
Innsýnislistin krefst þessara rjetlinda, hún fordæm-
ir áhrifastefnuna og afneitar þvi að nokkru leyti
náttúrunni; er hún því einhliða, ekki nema hálf-
ur sannleikur. Sjáaldrið þarf að verða fyrir áhrif-
um, til þess að menn sjái, og geta þessi áhrif eins
komið innan að einsog að utan. Augað býr til
mynd af því, er vjer sjáum, en hvort sem áhrifin
koma utan að eða að innan, hefir augað aðeins
ljósstilfinningu og lita. Ef vjer Iokum augunum og
sjáum þoku, geisla, ljós, kúlur, rákir o. s. frv., er
þetta í raun og veru ekki annað en áhrif annara