Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 46

Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 46
46 ÓÐINN lífTæra á sjáaldrið, er aðeins getur fundið til Ijóss, litar eða dimmu. ByJgjur sálarlífsins berast að ströndum sjónfæranna og vjer sjáum innra líf vort á svipaðan hátt og vjer heyrum það, þegar ómar sálarinnar berast að eyranu. Allir söngómar koma innan að, en ekki að utan. Tónskáldið hlustar ekki á heiminn, verður ekki fyrir »impressionist- iskum« áhrifum veraldarinnar, heldur verður hans eigin sál að tónum. Samhljómar tóna bera boð frá sál til sálar, vegur sönglistarinnar liggur frá sálardjúpi til sálardjúps, og söm á leið innsýnu málverkanna að vera. Innsýnislistin er augnasöng- ur (Augenmusik), málarar þeirra ætla sjer alls ekki að líkja eftir náttúrunni og því má ekki leggja þann mælikvarða á málverk þeirra. Því má heldur ekki spyrja málarann, hvar hann hafi sjeð viðfangsefni sitt, líkt og árangurslaust er að spyrja tónskáldið, hvar hann haíi heyrl tóna sína. Hvort- tveggja kemur frá sálunni, huliðsöil sálarinnar birtast í tónuin söngskáldanna og myndum mál- aranna. Hvorttveggja er jafn dularfult, heyrnin ekki síður en sjónin. »Expressionistisk« málverk eru því hugarsijnir og er vitarilega ekki auðvelt að segja um þesskonar málverk, er virðast afkáraleg og ljót, að þau sjeu ósönn; málarinn getur hafa sjeð þannig, en áhang- endur stefnunnar fullyrða, að þau málverk, sem sjeu sönn (o: málarinn hafi sjeð þannig) muni lifa sem listaverk, þótt sumum þyki ófögur á að líta. Um vanskapnað myndanna má geta þess, að hugarsýnin sjálf á að skýra hann, en auk þess benda innsýnismennirnir á, að í ýmsum afkára- legum myndum ólærðra og óþroskaðra manna sje meira af sál, meira innan að komandi en í mörg- um málverkum, þólt fræg sjeu og vel gerð. Ýms svonefnd bændalist í Svíþjóð, Bayern o. fl. fellur listamönnum innsýnisstefnunnar vel í geð. Flestir nútímamenn eru þrælar lífsins og veraldarinnar, þeir Iifa ekki, heldur er þeim lifað af öðrum; margbreytni lífsins, vjelaöld nútímans á sinn þátt í þessu. Heimurinn leitar að glötuðum fjársjóðum mannssálarinnar, frumleiki og eðli á aftur að njóta sín, en frelsi og gleði er glalað; mannkynið hrópar á sál sína, allur heimurinn hrópar á hjálp: inns^'nisstefnan er neyðaróp nútímans! Hefur nú verið litið nokkuð á skoðanir innsýn- islistarinnar og er bersýnilegt, að stefna þessi er a. m. k. að nokkru leyti orðin til til árása á áhrifastefnuna og er andstæða hennar. Lífið og skoðanir manna breytast á öllum tímum og listin nemur aldrei staðar. Á byltingatímum koma ætíð fram ofurmenni, er öllu vilja ryðja um koll og byggja heiminn upp að nýju. Svo er um innsýnis- listina. Öll þessi ofurmenni hverfa venjulega í gleymskunnar djúp, en vel má vera, að innsýnis- listin þrátt fyrir alla galla og öfgar verði til þess að meira samræmi verði í listinni, samræmi milli sálarlifs listamannsins og náttúrunnar. Því að einskisnýlt virðist fyrir listamanninn að sýna nátt- úruna eins og hún er. Listamaðurinn vill vitanlega lýsa tilíinningasambandi sínu við náttúruna. Skóg- arsjón t. d. er ekki að eins sjónaráhrif, heldur trjein sjálf, með öllum einkennum sínum, grænum blöðum, hæð, breidd, angan o. s. frv., er hefur hrifið listamanninn og fær hann til þass að reyna að lýsa tilfinningasambandi sínu. Að sjá er að sjá og skilja. Litasambönd, er ekki tákna neitt sjerstakt, geta vel verið heiil fegurðarheimur, er hrifið hefur listamennina, en oss ber að keppa eftir ekki að eins að sjá listaverkin, heldur að skilja þau, láta sál okkar vaggast af samskonar öldum, er hrærðu huga listamannsins, er hann skóp verk sín. Alexander Jóhannesson. Sönglagasafn Óðins, 55—56. P I^laiidí«lj60. (H. Hafstein). Maestoso. Jónas Tómasson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.