Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 28

Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 28
ÓÐINN 28 jeg á bágt! Pú, sem allir sögöu, um að þú yrðir svo mikill maður! Ragnar: Pú gleymir ekki því, setn þú sórst rjeltnúna! Pú skilur mig ekki einan eftir í mjrrkrinu! Jeg sleppi þjer ekki! Hildur: Haltu ekki svona fast! Það á að verða stórt boð heima í kvöld — og jeg öll útgrátin. (Olöf kemur — stansar i dyrunum). Ragnar: (sleppir Hildi): Farðu í friði. Ólöf (hverfur meðan Hildur fer). Hildur (í dyrunum): Jeg fullvissa þig um að jeg elska þig — en . . . en . . . Ragnar: Boðsgestirnir eru ef til vill komnir. Pú ættir að flýta þjer! Hildur: Pú skipar mjer að fara. Jæja þá — vertu sæll og góða . . . (Fer). Ólöf (kemur inn í stofuna). Ragnar (ætlar inn til sin — stansar): Ilver er þar? Ólöf (þegir). Ragnar: Pú þarft ekki að svarat Jeg þekti fótalökin þin. Nú voru þau ljett og hvíslandi eins og ástarorð. Og það er ilmur í loftinu eins og á vorin. Ólöf: Jeg lá vakandi í nótt. Jeg heyrði, að sál þín hrópaði á mig gegnum myrkrið. Og hjer er jeg! (Kastar sjer um háls honum). Ragnar: Veitstu hvað þú gerir? Veitstu hver jeg nú er? Ólöf: Jeg elska þig, elska þig! Jeg elska hvitu lokkana þína. Sorgin hefur faldað höfuð þitt hvítu, svo þú yrðir fegurri í mínum augum! Já — hrintu mjer frá þjer ef þú getur. — Jeg held þjer ekki! Svona — (rjettir upp hendurnar). Sleptu mjer nú? Ragnar: Töframær! Pað eru einhverjar leifar af göml- um mætti, sem binda hendur mínar. Ölöf: Leifar? Nei! Það eru engar leifar! Heldurðu að jeg finni ekki hita sálar þinnar streyma um mig alla? Jeg finn hvað þú heldur mjer fast eins og þú sjert hræddur um að missa mig! (Sigri hrósandi). Já, haltu mjer fastar! . . . Litlu varir! Pið titrið af þrá eftir kossi mínum! (Hún kyssir hann). Ragnar (alt i einu myrkvast andlit hans og hann losar sig úr faðmi hennar). Veitstu nokkuð hvernig Siggu líður? Olöf: Nei — en jeg er henni eins góð og jeg get. Ragnar: Pakka þjer fyrir! Pað er það einasta, sem þú getur gert fyrir mig. Ólöf: Pað eina? (Ætlar að nálgast hann). Ragnar (ýtir henni frá sjer): Já, það eina! Ólöf (örvæntingarfull): Skjátlaðist mjer áðan! (Pögn). Ragnar: Já, þjer skjátlaðist og mjer líka. Pað skaut upp loga af gömlum glóðum — en hann fjell strax aftur til jarðar. Ólöf: Pað getur ekki verið satt! Pú skrökvar vegna mín! Ragnar (berst við sjálfan sig): Nei — því skyldi jeg vera svo óeigingjarn? Konan . . . sem gekk út . . . þegar þú komst . . . Ólöf (æst): Talaðu út! Ragnar: . . . hana elska jeg. Lofaðu mjer nú að vera í friði. Láttu mig aldrei sjá þig framar. Ólöf: Hræðilega hefur mjer skjátlast! Ragnar (hægt): Jeg tók á móti faðmlögum þínum — jeg hjelt það væri hún. Er þetta ekki nóg til þess að sannfæra þig? . . . Lofaðu mjer nú að vera einum. Ólöf (fer grátandi út): Hræðilega hefur mjer skjátlast. Ragnar (grípur höndunum um höfuð sjer): Hvað er það, sem jeg gerði? (Þreifar sig áfram eftir þiljunum eins og hann búist við að einhver flýji á undan hon- um). Jeg er einn . . . einn . . . aleinn! 3. og 4. þáttur koma í næsta hefti. Sl Jón Friðfinnsson tónskáld. Hjer sendi jeg Óðni mynd af öðrum Auslfirð- ingi. Hann er, eins og sá er jeg sendi myndina af áður (G. J. Guttormsson), það sem »enskurinn« kallar »selvmade man«. Jón Friðfinnsson er fæddur á Porvaldsstöðum í Breiðdal í Suður-Múlasýslu 16. ágúst 1865. For- eldrar Jóns voru Friðfinnur Jónsson og kona hans Hall- dóra Pálsdóttir. Ekki kann jeg ætt þeirra að rekja. Árið 1876 fiuttist Friðfinnur með fjölskyldu sína vestur um liaf, og nam land í Nýja- íslandi, við íslend- ingafijót, og nefndi bæ sinn Finnstaði. Árið 1881 fiultist hann til Winnipeg, og dvaldi þar hálft annað ár. En veturinn 1885 fluttist hann með fjöl- skyldu sína til Argyle-nýlendu, og var þar það sem eftir var æfinnar. Par nam Jón Friðfinnsson land, og bjó þar þangað til hann fluttist til Winni- peg árið 1905, og þar hefur hann dvalið síðan með fjölskyldu sína. Hann giftist árið 1887 og er kona hans Anna Jónsdóttir Þorsteinssonar frá Þverá í Eyjafirði. Anna er fædd 14. júní 1867. I’au Jón Friðfinnsson og Anna eiga 8 börn á lífi, öll hin efnilegustu, 5 drengi og 3 stúlkur, hafa^ mist 3 drengi. Börn þeirra er lifa eru þessi: 1. Friðfinnur, fæddur 28. des. 1888, giftur Stefaníú' Skagfeld úr Grunnavatnsbygð. Eiga þau 4 drengú Jón Friðfinnsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.