Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 20

Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 20
20 ÓÐINN veit, sonur minn, að þú átt margt að vinna. En sá hæðsti turn, sem maðurinn hleð'ur, verður á endanum gröf hans. Þú liefur heyrt talað um ofurhugann, sem gerði höllina miklu. Pegar turninn var orðinn svo hár, að himininn hvíldi á honum, snart guð hann með faldi klæða sinna — og höllin lirundi í rústir. Við crum að eins dauðlegar verur, gleymdu pví aldrei. Ragnar: Viljinn er almætti, sem gerir mennina vitra og gáturnar auðleystar. Kristin (í dyrunum): Tíminu er alveg á förum, góði minn. Björn: Nú er jeg lika að koma. (Við Ragnar). Það síðasta, sem jeg segi við þig, er þetta: Pú vogar ekki að snerta við Sigríði. Enginn veit hve mörg ár henni kann að endast sú sjón, sem hún hefur — bölvaður sjertu, ef þú tekur hana frá henni. Nú hef jeg talað út. Mig iðrar þess strax, að jeg ekki tók hana með mjer — og hvað Einari viðvikur, hefði jcg átt að gera það sama- Pótt læknarnir segi, að honum verði aldrei bjargað. Ef sjón hans heldur áfram að hraka eins og henni hefur gert síðustu vikurnar, verður hann blindur, þegar jeg kem heim. (Peir taka kistuna og bera hana út. — Slofan er tóm nokkur augnahlik. — Eiuar og Ella koma inn). Einar: Sigga kennir brjósti um pabba! Pað geri jeg ekki. Jeg vildi gjarnan fara með honum. Jeg vil verða víkíngur — og jeg kem ekki heim fyr en jeg hef fengið skipið fult af kóngsdætrum! Ætlarðu inn? Æ, nei! Við skulum vera hjerna! Ella: Mamma sagði, að það væri hlýrra inni hjá henni. (Pau ganga yfir til hægri). Einar: Pú hefur lofað, að segja mjer eitthvert fallegt æíintýr. Ella (stansar): Einu sinni var kóngssonur, sem vildi giftast. Honum þótti vænt um tvær konur. Önnur þeirra var dóttir karls í Koti, en hin var konungborin. Hjarta karlsdótturinnar var úr gulli, en hjarta kóngsdótturinnar var úr steini. Hvora þeirra heldurðu að hann hafi valið sjer fyrir eiginkonu! (Pau fara innfyrir). Einar (í því þau hverfa): Ja, það er ekki gott að segja. Ragnar (kemur — heyrir það síðasta af samtali þeirra Ellu og Einars. Kristín og Sigga koma. — Kristín þurkar sjer um augun). Kristin: Sagðirðu nokkuð, Ragnar? Ragnar: Nei. Pað var Ella, sem sagði Einari sögu. Kristín: Hún ber sinn kross með stillingu. Ef til vill veit hún ekki til fulls hvað sjónin er. Jeg forðast að tala um það við hana. Og hún spyr heldur ekki. Pú mátt aldrei tala utn þessháttar við hana, Sigga. Sigga: Jeg hef aldrei gert það. Ragnar: Ella veit vist vel, hvað hana vantar. Einar hefur sagt henni það. Sigga mín, farðu nú innfyrir til þeirra. Jeg ætla að tala fáein orð við mömmu. Jeg kalla bráðum á þig og Einar. Sigga (fer innfyrir). Kristin (horfir út um gluggann): Jeg vildi óska að hann fengi gott veður á leiðinni. Pað er undarlegt, að kaup- maðurinn skyldi endilega vilja senda hann í þessa verslunarferð. Ragnar (hefur horft á eftir Siggu): Mamma! Pekkirðu Sigríði fyrir sama barn? Kristín: Nei. Nú er langt síðan jeg hef heyrt hana hlæja. Ragnar: Veslings Sigga! Petta glaða, yndislega barn! Húsið tók undir, þegar hún hló. Nú heyrist ekkert bergmál. Kristin: Jeg vildi, að hún væri eins gömul og vitiborin og Ella! Pá yrði Ijettara fyrir hana að læra að bera krossinn og treysta guði. Ragnar: Jeg vildi, að hún væri svo vitiborin, að hún sæji, að guð vill ekki hjálpa henni. Kristin: Jeg verð æíinlega hrædd, þegar þú ferð út í þessa sálma. Pú sem varst svo trúað og gott barn. Ragnar: Ef orð mín eru synd, þá er það líka synd, að segja börnunum, að þetta sje guðs vilji. Pvi með því læra þau að hata þann mátt, sem megnar að taka það dýrðlegasta frá þeim, sem dauðlegum manni er gefið. Kristin: Sá, sem er guðs barn, stynur ekki undir krossinum, þótt hann sje honum ofureili. Ragnar: Fyrirgefðu mjer mamma — en jeg er orðinn svo þreyttur af að sjá alla þessa eymd. Sjáðu hann Einar! Myrkrið færist yfir hann dag frá degi. Sjáðu, hvernig hann heldur höndunum á undan sjer, þegar hann gengur. Hann skilur ennþá ekki hvað er að gerast. En þegar hann skilur það! Kristin: Guð hjálpi mjer. (Pögn). Ragnar: Mig langar til þess að segja dálítið við þig, (verður alt í einu fölur —grípur höndunum fyrir augun — setst). Kristín: Hvað gengur að þjer, Ragnar? Er þjer ilt? Ragnar: Nei. Pað er bara þessi árans liöfuðverkur. Jeg gat ekki sofið fyrir honum í nótt. Kristín: Er hann farinn að ágerast? Ragnar: Vertu óhrædd! Jeg hef vilja, sem ekkert bugar. (Myrkt). En það hafa komið þau augnablik, að mjer hefur heyrst myrkrið vera að læðast að mjer. (Með sterkri rödd). En jeg hef viljað, viljað að það hyrfi aftur. Kristín: Ragnar! Segðu mjer sannleikann! Ragnar (rólega): Jeg átli að eins við höfuðverkinn. Jcg fullvissa þig, að jeg átti að eins við hann. Kristin: .Jeg veit ekki hverju jeg á að trúa. Hvað var það sem þú vildir mjcr? Ragnar: Mamma! Jeg vil ekki að Ólöf komi framar lijer í húsið. Kristin: Hvað ertu að segja? Ragnar: Pú lieyrðir livað jeg sagði. Pú vcrður að gcra þetta fyrir mig. Kristin: Jeg skil ekkert í þjer. Pú scm ekki sást sólina fyrir henni. Ragnar: Pótt mjer haíi þótt vænt um hana — mjer þykir það ekki lengur. Kristín: Jeg hjelt ekki þú yrðir keyptur fjrrir gull. Peningar Hildar. ... Ragnar: Pað eru ekki peir mamma! Pú skilur mig ekki — get heldur ckki krafist, að þú gerir það. Kristín (biturt): Nei — jeg skil ekkert, ogjeg fæ ekkert að vita. Pað er enginn sem talar við mig um neitt. Jeg lief þó mínar hugsanir og minar sorgir. En þær á jeg að bera ein. Ragnar: Elsku mamma' mín — jeg skal skýra þetta fyrir þjer siðar. Jeg get það bara ekki núna. Kri3tín: LáPu mig eina um mitt — eins og jeg hef

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.