Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 26
26
ÓÐINN
Ottó: Já, hlæðu bara! Jeg er nú farinn að þekkja þig
og þina fjárans dutlunga. En einu ætla jeg að stinga
að þjer. Pað er farið að kvisast, að þú hafir gert skurð-
inn á úrsmiðnum öðruvísi en þjer var ráölagt.
Ragnar: Sjáum til!
Ottó: Láttu þjer heiður að þykja. Jeg hefði svei mjer
ekki borið á móti þvi, af því hann heppnaðist. En ef
satt skal segja, þá hefurðu fengið æði marga á móti þjer
fyrir vikið!
Ragnar: Á móti mjer? Villu segja að skurðurinn hafi
ekki heppnast?
Ottó: Jú, að vísu heppnaðist hann! En það eru margir
sem segja, að það hafi ekki verið þjer að þakka, heldur
fifldirfsku þinni. Pú hafir ekki vitað, hvað þú gerðir.
Ragnar: Ekki vitað, hvað jeg gerði. Látum svo vera.
En hvað haldið þið, kunningjar mínir?
Geiri: Jeg er á þínu bandi.
Ottó: Það er jeg líka.
Ragnar: Jeg hafði leyfi til að gera það sem mjer
sýndist. Læknarnir neituðu að skera hann upp — og
svo trúði hann mjer til þess.
Ottó: Veitstu hvað sagt er? Það er sagt þú hafir neytt
hann til þess!
Ragnar: Neytt hann til þess — haha!
Ottó: Já, hrætt hann, ógnað honum, skrökvað að
honum. Pú hafðir átt að segja að þessi skurður væri
algengur í útlöndum, það væri ómögulegt annað en
hann heppnaðist o. s. frv.
Ragnar: Fjekk maðurinn sjónina, eða fjekk hann hana
ekki?
Ottó: Auðvitað fjekk maðurinn sjónina!
Ragnar: Jæja, svo vil jeg ekki heyra frekar um þetta.
Ottó: En það er fleira, sem heyrst hefur!
Ragnar (hræðsla í röddinni): Hvað áttu nú við!
Geiri: Við skulum sleppa því!
Ottó: Það er vegna Ragnars jeg segi það. Það er óþarfi
að nefna, hvað jeg á við, en almenningur stendur á
öndinni eftir að fá að vita sannleikann. Jeg spyr einkis
— en vertu viðbúinn við árásinni. Þjóðfjelagið hefur
ætíð horn í síðu þess, sem gengur of hratt.
Ragnar: Hafi jeg hrasað, mun jeg engan biðja að hjálpa
mjer til þess að standa á fætur aftur.
Geiri: Nú ættum við heldur að fara að koma með
erindið!
Ottó: Nei, fyrst verð jeg að minnast á annað málefni.
Klikan hjelt fund á sínum vanalega stað og tima. Jeg
sem varaformaður stýrði fundinum í fjarveru þinni.
Við ákváðum að skemta okkur úti á ísnum kvöldið,
sem aðalfundur á að haldast. Fyrst fara allir þeir á
skautum sem kunna — hinir horfa á — svo dönsum
við ef svellið verður ekki of hált. Hefur þú nokkuð á
móti þessu fyrirkomulagi?
Ragnar: Nei.
Ottó: Mjer datt það í hug. Þú sem ert færari okkur
öllum á skautum. En þú ættir ekki að leika þjer að
sömu fífldirfskunni og í fyrra. Vökin getur verið hættuleg.
Ragnar: Já, það getur hún verið.
Geiri: Svo kem jeg þá loksins með crindið. Við vild-
um biðja þig að koma með okkur út í kvöld. Veðrið
er svo yndislegt.
Ottó: Já, blessaður gerðu það nú! (Færir sig nær
honum).
Ragnar: Snertu mig ekki! Þú getur staðið þar, sem
þú stóðst!
Ottó: Nú þoli jeg þetta ekki lengur. Við komum
hingað sem vinir þinir og fjelagar, en þú tekur á móti
okkur með hroka. Þú ert þó ekki orðinn sá maður
eunþá!
Geiri: Svona Ottó — enga vonsku!
Ottó: En þin vegna ættirðu þó að koma út. Veitstu
livað sagt er? Að þú ekki þorir að sýna þig vegna þess,
sem þú hafir gert!
Ragnar: Kæru fjelagar — jeg get ekki farið með ykkur.
En mig langar til þess. Já, mig langar til þess!
Ottó: Það er svo langt síðan við höfum verið saman.
Sko, veðrið er svo óviðjafnanlegt! (Horfir út um glugg-
ann). Blæjalogn — aldstirndur himinn! Engin gjöf er
okkur gefin jafn dýrðleg og sjónin.
Ragnar: Nú sagðirðu satt orð! Ekkert er eins dýrðlegt
eins og Ijósið. Eilífðin endurfæðisl í hvert sinn sem sólin
skín. Nú er best að þið farið!
Ottó: Viltu þá að minsta kosti ekki segja okkur, hvers
vegna þú lokar þig inni.
Ragnar: Vil það, en get það ekki.
Ottó: Því geturðu það ekki?
Ragnar: Mjer þykir leiðinlegt að vísa ykkur á dyr —
en jeg neyðist til þess!
Geiri: Kæri vinur. Það er synd að loka sig inni í
þessu yndislega veðri!
Ragnar (fjá)gleikur í röddinni): Jeg veit að jörðin er
fögur eins og ungmær sem stendur fyrir altarinu í hvítu
brúðarlini. Ljóskiónan yfir höfði hennar er festingin
með þúshundruð Ijósum. Brúðarsveinarnir eru fjöllin
hvít og þögul. Brúðarsönginn hefja elfurnar undir ísum.
En brúðkaupsgestirnir eru sálir mannanna leitandi að
því, sem þær aldrei finna. (Þögn). Freistarar, gerið það
fyrir mig að fara!
Ottó: Jæja, við getum ekki betur gert. Vertu þá sæll!
(Þeir kveðja Ragnar og fara).
Ragnar: Verið þið sælir gömlu fjelagar!
Kristín (kemur): Jcg heyrði að þeir fóru. Jeg kom til
þess að segja þjcr, hvers vegna jeg hleypti þeim inn.
Það varð nefnilega fyr eða síðar að ske. Nú er það
gert. (Hlýtt). Og svo kom jeg líka af því jeg bjelt þjer
mundi leiðast, þegar þeir væru farnir.
Ragnar: Leiðast? Því ætti mjer að leiðasl? Jeg sem
hef skrifað þessa ágætu ritgerð — og er með aðra. Jeg
sem . . . ha ha . . . nei — lifið er ekki hart við mig!
Kristin: Elsku sonur minn! Þú veitst það er ekkert
það til, sem hún mamma ekki má vita. Ef einhver sorg
ber að dyrum, er best að koma til hennar.
Ragnar: Jeg bý ekki yfir neinni sorg.
Kristin: Þú segir mjer ekki satt! Heldurðu að jeg viti
ekki hvernig þjer líður? Heldurðu að móðureyrað heyri
ekki kvein barnsins.
Ragnar: Það hefur enginn heyrt mig kvarta!
Kristín: Jeg hefi heyrt þig kvarta. Jeg veit að þú býrð
yfir miklum harmi. Lofaðu mjer að bera hann með þjer!
Ragnar: Elsku mamma mín! Minn harm getur enginn
borið. Sorg mín er dýpri en höfin og hærri en himin-