Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 43

Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 43
ÓÐINN 43 menningu öreigalýðsins og Wassily Kandinsky á Rússlandi og lærisveinar lians, er vanir eru að mála skrauímyndir í öllum litum regnbogans, í Moskva, þegar hátiðisdagar Sovjet-stjórnarinnar eru haldnir. Enn hefur verið bent á, að skáldskapar- stefna sú, er nefnist dadaismi og liefur aðalaðsetur sitt í Zúrich, sje mjög svipuð innsýnislistinni, enda eru til innsýnir málarar, er yrkja dadaislisk kvæði eins og t. d. Francis Picabia, málari dansmeyjar- innar á Atlanzhafsskipinu. í dadaistiskum kvæð- um eru orðin rifin út úr samhengi, þau standa strjál eins og blekklessur hugsana. Fer lijer á eftir dadaisliskt kvæði eftir Picabia í ísi. þýðingu: Amerikanskur lirijtlci. Maginn dórainó utan við sig pykkir kviðir poka pvoglar hraðfara ryk og verður að pola purk af sherry í kúluflösku. Undrahreðka prjónar eins og flöskuhrot i lögun við hliðina á silung, sem er talsími. í vasabók Zanzibar kemur hið nakta án farartækja. Petta minnir mig á slipsi einsömul í járnbrautarklefa. Stiginn hóstar með gasloganum, bræður mínir! Mætti hjer einnig vitna í futuriskar kveldstemn- ingar eftir Stjrr Stofuglamm, er komu út í »Spaks manns spjörum« hjer í Rvík 1917, liklega einasta futuriska kvæði á íslensku. Par er síðasta erindið: I.áttu geysa ljóð úr bási, ljúfa barn! í mannlífsskarni. Spæjari! Varstu sprok að segja? sprungu lýs á rauðri tungu? Glycerin er guðleg Iæna. Gling-gling-gló og liver á liróið? Nybbari sælt og Nói skrubbur! Nonsens, Kaos, bhratar! Monsieur! Mætti og benda á vísur Æru-Tobba eins og t. d. þessa: Agara-gagara-nísku nös, nú ertu komin á heljarsnös, beiminn kvaddi, hamarinn sprakk, hylurinn tók við bagga af klakk, stormurinn bar hann eyrina á, agara-gagara-jagará, skrokkurinn gat ekki skriðið pá, skjótt leið sálin honum frá og par í bergi nurtarakreislum nagar á. í ljóðlist Dana gætir mjög þessara nýju slefnu. Helstu skáld þeirra eru þeir: Fr. Nygaard (Opbrud 1919), Emil Bönnelycke (Taarer 1918, Festerne 1918, Ild og Ungdom 1919, Buer og Staal 1919). Eitt af þessum dönsku kvæðum heitir Toget og er þannig: Toget—Toget— Toget—Toget—Toget—Toget— Toget--Togel-Toget-Toget-Toget-Toget-Toget-Toget- Toget—Toget—Toget—Toget— Toget—Toget. Þessi kvæði sýna berlega sömu einkenni og innsýn málverk, kvæðin eru eins, það er eins og teningur framan á nefi, staurfótur með ldauf, afmyndun á alla vegu, sameining ýmsra óskj'ldra einstakra atriða. Arásamenn innsýnislistarinnar hafa leitað að vanskapnaði og fráhvarfi hins eðlilega á öllum sviðum og bent einnig á tungutal, að tala í tung- um, eins og tíðkasl meðal ýmsra trúarílokka, Mon- tanista, Camisarda og Irvingiana; fengu þeir þessa list í arf frá fyrsta kristna söfnuðinum, eins og segir í brjefi Páls postula til Korintumanna: »Jeg þakka guði, að jeg tala tungum öllum yður frem- ur; en á safnaðarsamkomu vil jeg heldur tala fimm orð með skilningi mínum, til þess að jeg geti frætt aðra, en tíu þúsund orð með tungu. — Sjeu einhverjir, sem tala tungu, mega þeir vera tveir eða í mesta lagi þrír, hver á eftir öðrum og einn útlisti. En ef ekki er neinn til að útlista, þá þegi hinn á safnaðarsamkomunni, en tali við sjálfan sig og við guð«. Eins og kunnngt er halda þeir, er tala í tungum, að þeir hafi orðið heilags anda aðnjótandi, þeir sjeu ekki að eins skírðir skírn Jóhannesar, heldur í eldi og anda. Þeir þykjast tala annarleg tungumál, kínversku og hebresku, en aldrei hefur það sannast, að mál þessi væri annað en rugl, og tákn þau, er maður einn af söfnuði hinnar svonefndu »hvítasunnuhreyfingar« reit 1906 í Los Angelos og sem hann sagði, að væri náðargjöf að ofan, reyndust ekki að líkjast nokkrum rittáknum, er menn þektu. Arásamenn innsýnislistarinnar nefna því tungutal (glossolalia) sem sálsýki, er sje hliðstæð vitleysu nútíðarlistamannanna. Loks má nefna sinnisveiki þá, er nefna má á íslensku varg- úlfakvalir (Varulvelidelse, ímyndun sú að vera varg- úlfur og ráðast þeir, sem af sjúkdómi þessum eru haldnir, á menn með ópum og óhljóðum), tarant- isma (danshreyfingar ímyndunarveikra, er halda, að þeir hafi verið bitnir af eitraðri könguló, taran- túlu), ílagellantisma (voru það trúarofstækismenn á 13. og 14. öld, er ílökkuðu frá einurn bæ til annars og píndu sjálfa sig og pláguðu; þeir vildu sjálfir líða kvalir Krists til þess að færast nær

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.