Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 33
ÓÐINN
33
jókst nú aðsókn að honum með ári hverju. Eink-
um þótti hann vera sjerlega glöggur að þekkja
hvað að sjúklingum gekk og kunna góð ráð við
lungnabólgu og barnasjúkdómum.
Oft var það, að sjúklingar dvöldu langdvölum
í Garði til lækninga, stundum langt að komnir,
og sumir þeir, sem áður höfðu árangurslaust leitað
hjálpar til hjeraðslækna. Veittust þeim þar oft
bætur meina sinna fyrir læknis-ástundan Baldvins
og nærfærna aðhjúkrun Guðnj'jar, sem henni var
frábærlega lagin. Hafa þau hjón þann veg áreiðan-
lega áunnið sjer hlýjan þakkarhug margra manna.
Baldvin þótti nokkuð ölkær. Fór hann og mjög
með áfengi til meðalagerðar. En þó kunni hann
svo með að fara, að lítt olli það misbrestum í
heimilislífi hans. Enda naut hann þar enn að
stillingar og skapkosta sinnar góðu konu, og voru
samfarir þeirra jafnan fyrirmynd.
Vorið 1914 brugðu þau Baldvin og Guðný búi
og fengu alla jörðina sonum sínum í hendur. En
næsta vor, nálægt miðjum maí, tók Baldvin snögg-
lega þunga lungnabólgu, er Ieiddi hann til bana.
Hann andaðist á Hvítasunnumorgun, 23. maí
1915. Fór jarðarför hans fram að Nesi 5. júní
með viðhöfn og að viðstöddum þrem hundruðum
manna.
Baldvin Sigurðsson var í hærra lagi á vöxt og
rjettvaxinn, þrekmaður og ljettvigur á yngri árum,
fríður sínum og vel farinn í andliti, móeygur, jarpur
á hár og skegg og fór hvorttveggja vel. Hárið þykt
og sterkt og hjelt hann því óskemdu til dauða-
dags, en varð síðast nær hvítur fyrir hærum.
Hann var oftast málhreyfur og glaður í viðmóti,
málrómurinn hár, en þó viðfeldinn, djarflegur og
fyrirmannlegur í framgöngu, örgeðja og hreinn
i lund.
Guðný í Garði er smá kona vexti, en hin frið-
asla sýnum. Hún hefur verið »ljóshærð og ljett
undir brún«. Nú er hárið hvítt orðið, en svipurinn
er og verður ætíð liinn sami — heiður og hreinn.
Augun blá og greindarleg og stöðugt tillitið. Skýr
i orði og hugsun og rómurinn hreinn og fagur. —
Að öðru leyti verða myndir þær, er hjer fylgja,
að lýsa þeim bjónum. Eru þær þó miður gerðar
en skyldi, en aðrar voru ekki fyrir hendi. Var
Baldvin rúmlega sextugur, en Guðný vel fimtug,
er þær voru teknar.
Þeim Baldvin og Guðnýju varð alls 6 barna
auðið. 3 þeirra dóu á ungum aldri en 3 synir
þeirra lifa og eru fulltíða og kvæntir:
1. Jón, trjesmiður í Húsavík. Á Aðalbjörgu
Benediktsdóttur frá Auðnum. 2. Sigurður, bóndi í
Garði. Kvæntur Mallliildi Halldórsdóttur Kálfa-
strönd við Mývaln.
Auk þess ólu þau lijón upp Guðrúnu, dótlur
Odds, bróður Baldsvin. Hún er kona Guðmundar
skálds Friðjónssonar á Sandi.
Guðný nýlur nú rórrar elli bjá sonum sínum í
Garði. — Nágrannar þeirra Garðshjóna og aðrir
þeir, er sáu þau og reyndu, munu lengi minnast
þeirra með hlýleik og virðingu. — Slík hjón sem
þau þyrftu að vera mörg í hverri sveit lands vors,
— en því miður er ekki svo vel. K. V.
i€
Sveinn Sveinsson
trjesmiður.
Fæddur 2. jan. 1846. Dáinn 22. nóv. 1918.
Hann var fæddur á Staðarbakka í Miðfirði.
Foreldrar hans voru Sveinn prófastur Níelsson og
síðari kona hans Guð-
rún Jónsdóttir. Barn
að aldri íluttist hann
með foreldrum sínum
að Staðastað og ólst
þar upp.
Árið 1870 kvæntist
hann Kristjönu Agnesi
HoíTmann, dótlur
HansHofimannsversl-
unarm. á Búðum. Hún
andaðist árið 1905.
Þau eignuðust 4 börn,
af þeim lifa 2 dætur,
Hanna, gifl Jóni kaup-
manni Zoega í Reykja-
vík, og Guðrún Metla, gift Sigurði presli Jónssyni
í Lundi í Borgarfirði.
Ef lýsa ætli til hlítar þessum manni og hans
mikla æfistarfi, væri margs að minnast, en það
verður eigi gert nema að litlu leyti í þessum fáu
minningarorðum. Hann var að mörgu leyti óvenju-
lega vel gerður maður og hagnýtti svo vel sína
góðu hæfileika.
En kunnastur er hann almenningi sem afbragðs
starfsmaður, mátti svo heita að flest störf ljeki í