Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 25
ÓÐINN
25
Ragnar: Pað hef jeg aldrei sagt. En ef þú hefðir slasast
í ungdæmi þinu, gat það verið orsök i þvi, að börnin
missa sjónina.
Kristin: Guð veit jeg segi þjer satt.
Ragnar: Jeg trúi þjer. Pá er það hann sem á sökina
— hann þessi mikli, órjettláti guð. Pað er hann sem
tekur ljósið frá börnunum og rekur þau út í eyðimörk
myrkursins. (Þögn). Fyrirgefðu mjer, mamma mín! Jeg
var farinn að hata þig í huga minum. Jeg þóttist þess
fullviss, að þú leyndir einhverju sem ef til vill gæti
staðið í sambandi við þessa óhamingju. En þar sem
fyrsta barnið fæddist blint átti jeg þó bágt með að
trúa, að þú þyrðir að fæða fleiri. Fú gast búist við, að
það sama henti þau. Nei. Pú hefur vitað þig saklausa.
Annars hefðirðu verið grimm og hjartalaus.
Kristin: (setst — lágt): Veslingurinn jeg!
Ragnar: Setjum nú svo að einhver móðir vissi að
börnin yrðu blind — Ijettra væri henni að vera ófrjó
og köld eins og jörðin.
Kristin: Ó, hvað jeg á bágt.
Ragnar: Gráttu ekki mamma mín. Nú er jeg laus við
öll þessi heilabrot um þig. Pað hefur ljetl á hjarta mitt.
Kristin: Og jeg sem er . . . og jeg sem er . . . guð
hjálpi mjer!
Ragnar: Manima! Segðu að það sje ósatt.
Kristin: Nei, nei, það get jeg ekki.
Ragnar: Pað lif má aldei fæðast!
Kristín (leggur hendur um háls lionum): Vertu ekki
svona lijartalaus við mig!
Ragnar: Ef þú hefðir verið að eins eina stund i
myrkrinu, mundirðu miskuna þig yfir þessu unga fræi.
Kristin: Pú veist ekki hvers þú krefst.
Ragnar: Jeg krefst einskis. En hugsaðu þjer ungan,
þrunginn af vilja og þreki, sem hvert augnablik gelur
búist við að missa sjónina. (Stutt þögn). Jeg vildi óska
að jeg hefði dáið, þegar jeg svaf undir hjarta þinu.
(Dyrabjallan heyrist).
Kristin: Pað er vist pósturinn!
Ragnar: Flýttu þjer að sækja brjefin!
Póstpjónninn (kemur): Gott kvöld — gerið þjer svo vel!
Kristin (gengur á móti honum — tekur við brjefum):
Þakka yður fyrir! (Pögn).
Ragnar (höstugur): Eftir hverju eruð þjer að bíða?
Póstþjónninn: Engu — blessaðir verið þjer — engu!
Jeg vildi bara blása mestu mæðinni!
Ragnar: Það er eðlilegt að þjer sjeuð móður. I'arið þjer!
Póstþjónninn: Jeg er þegar langt áburtu! Farvel! (Fer).
Kristín: Pú ert kurteis!
Ragnar: Jeg fann, hvernig hann glápti á mig.
Kristin (fær Ragnari tvö brjef heldur einu eftir):
Gerðu svo vel! Annað er til þín og annað er til min.
Ragnar (hann hefur fært sig nær og nær ofninum
— stingur brjefunum inn í eldinn. Pögn). Þú þegir! Pú
kemur upp um þig. Það hafa verið fleiri en þessi tvö brjef.
Kristin: Nei!
Ragnar: Jú, annars hefðirðu ekki látið mig brcnna
þessi tvö.
Kristin: Þau voru ekki fleiri.
Ragnar: Jú, jeg er viss um það. Mamma, fáðu mjer
þau öll!
Kristín: Nei — jeg vil vita hvað Björn segir viðvikj-
andi Sigriði.
Ragnar: Pú veitst það er þess vegna þú ekki mátt lesa
þau. Jeg vil ekki vita sannlcikann. Heldurðu að mig
langi ekki til þess að spyrja þig? Jeg þori það bara
ekki. Jeg vil helmingi heldur lifa í þessari kveljandi
óvissu. Fáðu mjer nú öll brjefln!
Kristín (Iæðist burt frá honum).
Ragnar (færir sig nokkur fet): Hvað varð af þjer? Pví
svararðu ekki? (Biturt). Já, á þennan hátt geturðu
komist undan mjer.
Kristín: Fyrirgefðu! Hjerna er þriðja og síðasta brjefið.
(Fær honum það). Nú hef jeg fengið að vita það, sem
jeg þurfti. (Pað er hringt).
Ragnar: Jeg er ekki heima!
Kristin: Jú, sonur minn! Nú ertu heima! (Opnar
dyrnar). Gerið svo vel! (Fer út til hægri. Ottó og Geiri
koma inn).
Ottó: Jæja, það var þó meira en jeg hafði búist við.
Gott kvöld, fjelagi! Svo, þú vilt ekki taka i liendina á
mjer. Hvaða fjári ertu orðinn stór upp á þig! Guði sje
Iof, að þú ert lifandi.
Ragnar: Já — jeg cr vel lifandi!
Ottó: Við heyrðum þótt þú talaðir lægra.
Geiri: Megum við fara úr frökkunum?
Ragnar: Pið ráðið þvi. En jeg fer strax að hátta. Jeg
er veikur.
Ottó: Kurteis gætirðu verið þótt þú sjert veikur. Ekki
nefnir maður að fá að reykja.
Ragnar: Jú, nú megið þið reykja eins og ykkur sýnist.
Ottó: Jeg spurði í gamni — og jeg mun ekki nota
þitt góða leyfi.
Geiri: Pú ert undarlegur maður. Hjer höfum við
komið á hverjum degi og spurt eftir þjer. Annaðhvort
ertu fárveikur eða þá þú ert ekki heima. Jeg skal nú
annars segja þjer það i bróðerni, vinur minn, að þetta
má ekki svo lengur til ganga. Umtalið. . . .
Ragnar: Hvað varðar mig um þvaðrið!
Geiri: Pvaður getur haft illar afleiðingar.
Ragnar: Áður hafa heimsóknir ykkar glatt mig. En i
kvöld — þið verðir að fyrirgefa!
Ottó: Heyrðu fjelagi — talaðu nú skynsamlega við
okkur!
Ragnar: Jeg hef ekkert að tala um.
Ottó: Nei, svei mjer held jeg honum sje alvara með
að reka okkur út!
Geiri: Jeg fer bráðum að trúa því! Viltu ekki kveykja
svo við getum sjeð almennilega framan i þig?
Ragnar: Jeg banna ykkur að kveykja!
Ottó: Pað verður bráðum tekið i lurginn á þjcr.
Hildur kemur í kvöld!
Ragnar: Svo — kemur Hildur?
Ottó: Pað sljákkaði dálitið i þjer! Verðirðu nú ekki
almennilegur við okkur, þá lem jeg þig! Heldurðu að
við vitum ekki, hvað þú ert að gera? Pú hefur hreint
ekki verið veikur! Pjer þykir ekki nóg hólið, sem þú
fjekst fyrir ritgerðina þina um daginn. Pú lokar þig
inni til þess að skrifa aðra ennþá betri. Heldurðp að
við vitum það ekki?
Ragnar (hlær sárt),