Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 19

Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 19
ÓÐINN 19 Björn: Ekki held jeg það, góða mín! (Pað lieyrist lil eim- pípu — hann lítur á úrið). Pað er að eins hálftími eftir. Sigga: O, pabbi, veðrið er svo vont! Heyrðu, livernig óveðrið skellur á rúðunum. Geturðu ekki eins vel farið seinna, þegar veðrið batnar. Björn: Jeg veit ekkert af óveðrinu, þegar jeg er kom- inn ofan í skipið. Par er hlýtt og bjart. Einar: Jeg vildi að það væri jeg, sem mætti fara til úilandanna á stóra skipinu. Pabbi! Pú mátt ekki glej'ma augunum handa Ellu! Og sverð og skjöld verðurðu að koma með handa mjer. Björn (fer í regnkápuna): Pabbi gleymir engu, sem hann lofar, ef þið verðið góðu börnin við hana mömmu meðan jeg er í burtu. Ragnar (kemur): Ertu þá ferðbúinn, pabbi? Björn: Já. Einar: Og þarna er Ragnar! Hvað á hann að fá? Ragnar: Jeg er svo stór. Jeg á ekkert að fá. Einar: En hvað á Sigga að fá? Mjer finst hún ætti að fá augu. Hún dettur svo oft um hlutina, sem verða á vegi hennar. Fær hún þau? Ragnar (það er eins og dulin hugsun liggi bak við orðin): Já. Sigga á líka að fá ný augu. (Strax á eftir). Jeg fylgi þjer ofan að skipinu, pabbi! Björn: Nei. Pað skaltu ekki gera í þessu veðri. En jeg vildi gjarna biðja þig að halda undir kistuna með mjer út að vagninum. Einar: Ó, lofið mjer að fylgja pabba ofan að skipinu. Kristín: Nei, nei. Pið fáið öll að koma fram í dyrnar og kveðja pabba þar. Einar: Komdu þá Ella — þú Sigga — og mamma líka! (Pau fara). Björn: Pú ætlar á dansleik í kvöld? Ragnar: Jú, jeg má til. Mig langar ekkert til þess. Björn: Jeg var ekki að ásaka þig. En jeg kviði strax fyrir heimkomunni, ef sjón barnanna skyldi fara mink- andi. Látum okkur þó ekki kvíða, heldur treysta guði. Ragnar: Treysta guði! Heldurðu að nokkur geti beðið innilegar til guðs en mamma. Jeg veit, að þú hefur líka beðið. En hefur hann heyrt ykkur? Fyrsta barnið dó blint. Ella misti sjónina í vöggunni. Einars bíða sömu örlög, og Siggu . . . nú jæja — sleppum því. Björn (ákafur): Nei — talaðu út. . . Og Sigga má búast við því sama. Ragnar (hæglátlega): Jeg veit við hvað þú átt. Björn: Jeg skildi þig ekki í fyrra, þegar jeg vildi gera alvöru úr því að sigla með hana. En nú skil jeg þig! Ragnar: Við hvað áttu? Björn: Pað er af eigingirni, að þú setur þig u))p á móti því. Ragnar: Gáðu að, livað þú segir! Björn: Hvernig geturðu varið þig. Ragnar: Alla hugsanlega hluti er búið að reyna og læknarnir vilja ekki skera liana upp. Björn: Pú gleymir, að þeir sögðu, að reynandi væri að fara með hana til útlanda. Ragnar: Pað sögðu þeir að eins til að friða þig. Björn: Pú neitar þó ekki, að það er þjer að kenna, að ekkert verður úr því. Ragnar: Pví neita jeg ekki. En þú ættir að geyma ásak- anir þinar, þangað til þú hefur talað við útlendu læknana! Björn: Peir geta ekkert fullyrt um það, sem þcir aldrei reyndu. Ragnar (með stillingu): Nei, að visu ekki. Björn: Og ef að þeir segðu, að hægt mundi hafa verið að bjarga lienni, liefði jeg komið með hana í tima. Ragnar: Já, þá fyrst er ástæða til þess að ásaka mig. Björn: Og einn hlut fæ jeg aldrei skilið: Hversvegna setur þú þig svo ákaft á móti því, að jeg fari með hana núna? Ragnar: Henni er engin hætta búin fyrst um sinn. Björn: Pað veit jeg — eða það þykjast læknarnir vita. En mjer leikur grunur á, að þetta sje ekki ástæðan. Ragnar (ákafur): Hefur þjer aldrei dottið í liug, að það sje til heilög eigingirni. Björn: Jeg hef að eins þekt óguðlega eigingirni. Pað var einu sinni maður, sem vildi selja augun í henni systur sinni fyrir frægð. Ragnar (rjettir upp hægri höndina): Jeg sver, að jeg skal bjarga sjón hennar — svo framarlega hjálpi mjerguð! Björn: Ofstopi! Jeg hef lesið hugrenningar þinar rjett. Pað var þess vegna að hún ekki mátti fara með mjer! Ragnar (tekur um handlegg föður sins): Hefur þig aldrei dreymt um að þú værir svo sterkur, að þú gætir skipað björgunum að klofna? Jeg hef verið svo sterkur. Jeg hef gert kraftaverk! Maðurinn, sem hjerna var áðan, er sá sami og jeg skar upp um daginn! (Pagnar alt í einu). Nei. — Pað er ekki vert að tala um það. Björn: Pví ekki það. Fóllc er hvort sem er farið að hvíslast á um það. Ragnar: Svo — jæja! Látum það bara hvíslast á! Björn: Mundu eftir að um síðir á maður að lúka guði reikningsskap allra verka sinna — og par kemur sann- leikurinn i Ijós. Ragnar: Jeg óttast ekkert af því, sem jeg hef gert. (Teygir úr sjer). Ó, jeg á svo margt eftir ógert. Mig hefur dreymt, að jeg hefði hendur, sem að eins þyrftu að strjúkast um sárin, svo að þau yrðu heil. Björn: Bíddu með stórvirki þin, þangað til þú hefur náð prófi. Ragnar: Prófi! Ef þú ert ekki fæddur með neistann, eignastu hann aldrei, þótt þú takir próf hundrað sinn- um. Allir miklir menn hafa verið »gení« strax i móður- lífi. Og þegar stund stórra verka kemur, er maður ekki sjálfráður gerða sinna. Björn: Geymdu krafta þína til seinni tima. Gerirðu glappaskot nú, taparðu því álili sem þú hefur. Ragnar: Einliverstaðar stendur skrifað: Vinnið meðan tími er til. Nóttin kemur, (með þungri rödd) nóttin, þá enginn getur unnið. Björn (ótti í röddinni): Maður slsyldi halda að þú værir hræddur — við nóttina. Ragnar (rólega): Nei, það er jeg ekki. Mjer bara datt þetta svona i hugs. Björn: Pað scm þú sagðir var samt nóg til þess, að jeg fjekk hjartslátt. Ragnar: Mig þarftu ekki að vera hræddur um. (Með sömu áherslu og þegar hann talaði við úrsmiðinn). Mín augu geta aldrei bilað. Sigga (í dyrunum): Fórðu ekki að koma, pabbi? Bjöm: Jú, nú kem jeg! (Snýr sjer að Ragnari). Jeg

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.