Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 18

Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 18
18 ÖÐINN Tryggvi Sveinbjörnsson: Myrkur. Sorgarleikur í fjórum þáttum. Persónurnar: Björn, verslunarmaður. — Kristín, kona hans. — Ragnar, Ella (15 ára), Sigga (9 ára), Einar (7 ára), börn þeirra, — Ólöf. — Hildnr. — Ottó. — Geiri. — Lína. — Magga. — Úrsmiðurinn. — Póstpjónninn. — Tveir verka- menn. — Pilturinn. — Stúllcan. — Menn og konur á skautuni. Milli 1. og 2. þáttar hjer um bil þrjár vikur. Milli 2. og 3. þáttar hálfur mánuður. 3. og 4. þáttur gerast sama dag. — Leikurinn fer fram á vorum dögum — slaðurinn óákveðinn. Fyrsti þáttur. Stofa í lieimili Björns. Legubekkur við bakvegginn í hægra afturhorni. Fremst sama megin þianó. Ofn í vinstra aftarhorni. A miðju gólfi borð og stólar. Tveir fjaðrastólar framarlega til vinstri. Stór gluggi á bakvegg. Myndir á þiljum. Yíir hljóðfærinu myndir af ýmsum tónsnillingum. Aðalinngangur til vinstri. Fremst sama megin dyrnar að herbergi Ragnars. Hægra megin dyr að innri hluta hússins. Kvöld — regn og stormur. Hjá ofninum stendur ferðakistaí A henni liggur regn- kápa og göngustafur. Úrsmiðurinn (stendur framarlega á gólfinu og talar við Ragnar): Jæja, verið þjer nú sælir (rjettir Ragnari höndina). Ragnar (í kjólbuxum og vesti, en í svartri treyju —): Verið þjer nú sælir! Úrsmlðurinn: Pað hryggir mig að þjer skuluð ekki vilja taka á móti þakklæti mínu. — Rað er þó engin uppgerð. Ragnar: Pað er jeg, sem á að vera yður þakklátur. Pað traust, sem þjer sýnduð mjer, fæ jeg aldrei full- þakkað. Úrsmiðurinn: Jeg vissi ekki hvernig á því stóð — en eftir að þjer höfðuð talað við mig, trúði jeg því, að mjer yrði hjálpað. Sannfæringin og krafturinn I orðum yðar fullvissaði mig um það. Ragnar: Jeg gerði ekkert annað en það, sem mjer var ráðlagt af læknunum — þótt þeir á hinn bóginn segðu að tilraunin yrði árangurslaus. Úrsmiðurinn: Ef jeg vissi, að þetta væri satt, þá hefði jeg ekki komið hingað i kvöld. (Færir sig nær Ragnari). Af því þjer gerðuð það, sem yður var ráðið frá að gera, fekk jeg sjónina aftur. Ragnar: Petta getið þjer ekki sagt með sanni. Og í raun og veru var það hvorki jeg eða nokkur annar, sem hjálpaði yður. Pað var trúin, sem gaf yður sjónina. Úrsmiðurinn: En hver gaf mjer trúna? Pjer! Ragnar: Hafið þjer ekki heyrt talað um unga manninn, sem alt í einu misti sjónina? Árin liðu — enginn gat hjálpað honum. En hann trúði því, að hann fengi aftur það, sem hann hafði mist (orð hans eru þrungin af krafti). Og um síðir varð trú lians svo sterk, að hann fekk sjónina aftur. Oft hef jeg óskað, að jeg hefði vilja þessa manns, þá skyldi jeg verða mörgum að gagni. Úrsmiðurinn: Jeg efast ekki um, að þjer eigið eftir að vinna mörg stórvirki. En fyrst þjer hvorki viljið þiggja þakklæti mitt eða peninga, ætla jeg að gefa yður gott ráð. Ef sú sama ógæfa ætti eftir að koma yfir yður, sem kom yfir mig, þá . . . Ragnar (órólegur): Hvað segið þjer, maður! (Með áherslu). Mín augu geta aldrei bilað! Úrsmiðurinn: Jeg vildi að eins hafa sagt, að myrkið geymir fleira en maður heldur. Petta var mjer sagt, þegar ógæfan kom yfir mig — og það reyndist satt að vera. Ógæfan getur komið yfir alla. Ragnar (ætlar að fara inn til sín): Pjer verðið að afsaka mig. Jeg hef nauman tíma. Verið þjer sælir. Úrsmiðurinn: Guð býr í myrkrinu. (Fer). Ragnar (horfir á eftir lionum — fer inn til sin. Einar og Ella koma inn frá hægri. Einar leiðir systur sína). Einar: Hvar viltu setjast Ella min? Ella: Ó, mjer er nú svo sem sama hvar jeg sit. Einar: Pá ræð jeg því! (Leiðir hana fram að stólunum til vinstri). Gættu nú að þjer! Við erum alveg að koma að stólunum, sem við sátum í áðan. Svona — nú sleppi jeg þjer. Ella: Ef jeg ekki ætti þig að, Einar minn, yrði jeg víst að sitja allan daginn. Einar: Pegar jeg er orðinn stór og sterkur, skal jeg bera þig. Jeg vildi jeg væri þegar orðinn stór, svo jeg gæti lumbrað duglega á strákunum. Jeg get ekki hlaupið eins hart og þeir. Og þegar jeg dett — og það geri jeg æfinlega, þá hlæja þeir. Ella: Pú manst, að jeg hef beðið þig að hlaupa ekki hart. Pegar þú dettur, kantu að meiða þig illa. Einar: Og þegar jeg ekki sje skipin úti á hafinu, þá segja þeir: »Sjerð þú skipin Einar. Jú. Pú hlýtur að sjá þau.« Og svo lilæja þau. Augun í þeim eru víst stærri en í mjer. Annar gæti jeg líka sjeð skipin. Heldurðu ekki það, Ella? Ella (sorgbitin): Jú. Peirra augu eru stærri. Einar: Eru þín svo lítil, að þú ekki getir sjeð með þeim. Er það þess vegna, að þú ert blind? Ella (lágt): Já. Einar (tekur um hendur hennar): En hvað þú átt bágl! Pú getur ekki sjeð blómin. Sum eru gul, sum eru hvit. Og svo hef jeg sjeð mörg, sem eru blá. Ög sólin, EUa! Ósköp er blessuð sólin falleg. Á daginn er hún hvít og heit og á kvöldin er hún rauð — þó ekki æfinlega. Leiðist þjer að heyra þetta? Ella (þegir). Einar: Mamma segir að pabbi eigi að kaupa handa þjer ný augu í útlöndunum. Jeg bað hana þangað til hún lofaði því. Hlakkarðu ekki til þess? Ella: Jú, jú! (Björn, Kristín og Sigga koma frá hægri). Kristín: Ætli þú hafir þá engu gleymt?

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.