Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 23
ÓÐINN
23
Geiri: Þú ert dálítið gestrisinn! Við hringdum og
hringdum — steinhljóð!
Ottó: Hann hefur verið að hugsa um veik augu eins
og hann er vanur.
Hildur: Hugsið ykkur! Hann vill helst ekki fara á hallið!
Ragnar (óþreyjufullur): Já — það er satt — jeg vil
helst ekki fara!
Hildur: Ef þú nú ekki verður almennilegur, þá reiðist
jeg. Svona — farðu nú innfyrir og farðu í kjólinn þinn.
Ragnar (fer inn til sín).
Geiri (setst — kveikir í vindlingi): Manntetrið. Hann
hefur altaf svo mikið að hugsa um. Jeg vildi gjarnan
vera hann, til þess að fá alt lofið, sem læknarnir demba
yfir hann. Síðasta ritgerðin hans kvað ekki vera þunn
í roðinu. (Ottó og Magga talast við úti við gluggann).
Hildur: En upþskurðurinn!
Geiri: Jú, það er líka satt. Pað var blátt áfram meist-
ara verk. (Pögn).
Hildur: En hvað kjóllinn þinn er fallegur, IJna!
Lina: Stjörnurnar sjást ekki, þegar sólin skín.
Hildur: Og þið ekki, þar sem jeg er — nei — það
er satt!
Magga (skrækir): En hvað þú ert . . .
Hildur: Hvað er nú að?
Magga: Jeg held helst hann hafi viljað . . .
Hildur: Nú — viljað livað?
Magga: Kyssa mig! (Hlátur).
Hildur: Ragnar! En hvað þú ert lengi að þessu, barn!
Ragnar (kemur í kjólnum): Pú veitst það, Geiri, að jeg
hef beðið þig að reykja ekki hjer inni.
Geiri: Pá það.
Hildur: Blessaður svældu eins og þjer sýnist. En hvað
þú er mikill harðstjóri, Ragnar! Pegar við erum orðin.
. . . nei, hugsið ykkur! Við er öll trúlofuð, sem hjerna
erum inni — leynilega. (Hlátur). En mjer finst tilhlýði-
legt að við opinberum okkar á milli. Ottó og Magga!
Geiri og Lína. Og hlustið nú á: Jeg og þessi skemtilegi
unglingur!
Hin; Bravó, húrra! Til hamingju!
Lina: Og við vissum þetta nú áður!
Magga: Já. Pað gerðum við nú sannarlega!
Ottó (við Ragnar): Jeg lield þú ættir nú að gefa
þessari heilögu þrenningu kampavín!
Ragnar: Pað er nú því miður ekki til i kofanum. En
það mætti ná í það.
Hildur: Kampavín gefum við í kvöld. En nú vil jeg fá
músik: Við skulum dansa, vera glöð og kát. (Snýr sjer
á hæl). Tra, la, la, la! Spilaðu Ragnar! Eitthvað fallegt,
eitthvað romantiskt!
Hin: Já, já, spilaðu!
Ragnar (setst við hljóðfærið — spilar).
Ottó: Komdu mín kæra Magga, komdu að dansa vals.
(Pau fara á stað). Pú líkist gömlum kjagga . . . nei
hamingjan hjálpi okkur! Alt er mjer vel gefið — en
skáld er jeg ekki.
Hildur (stendur hjá Ragnari — hin dansa. . . . Hún
klappar saman lófunum): Við skulum heldur biðja hann
að spila eitthvað af þessum nýju völsum. (Opnar bók —
setur hana á hljóðfærið).
Ragnar: .Teg hef aldrei litið á þetta ennþá.
Hildur: Ó. Pjer verður víst ekki skotaskuld úr því —
þú, sem kant alt utanað áður en þú sjerð það.
Ragnar (spilar — hin fara á stað. . . . Hann verður
undarlega órólegur — beygir sig áfram eins og hann
sjái ekki nóturnar — fipast -- þau tapa sporinu — hlæja).
Hildur: Honum fipaðist, ha-a ha! Pað var honum
mátulegt!
Ragnar: Farið frá birtunni! Pað er svartur skuggi á
nótunum!
Ottó: Pað skyggir enginn á þig. Kannske þú viljir að
við kveikjum fleiri ljós?
Ragnar (svarar ekki — reynir að spila — fipast —
lemur í hljóðfærið útí veður og vind — hin hlæja —
hætla þó skyndilega. Ragnar skellir hljóðfærinu aftur
— stekkur á fætur — grípur um höfuðið — rekur upp
hljóð — fieygir sjer niður í stól).
Hildur: Guð minn góður! Er þjer ílt, Ragnar? (Lína og
Magga biðja fyrir sjer).
Ottó: Jeg sælci læknir!
Ragnar: língan lækni! Mjer sortnaði víst að eins fyrir
augun eitt augnablik. Pess vegna fipaðist mjer. Nú er
það liðið frá. (Stendur upp). Mín augu bila aldrei —
skulu aldrei bila! (Tekur aftur um höfuðið - setst).
Jeg slcil ekkert í þessu. Nú kemur það aftur.
Hildur: Hvernig getur staðið á þessu?
Ragnar: Verið róleg! Pað er engin hætta á ferðum!
Petta er hara eitthvað, sem stcndur í sambandi við
þennan fjárans höfuðverk, sem jeg hef kvalist aT síð-
ustu dagana.
Hildur: Er þjer mjög á móti skapi, að jeg biðji Ottó
að sækja . . .
Ragnar (stendur á fætur): Læknir! Nei, nei! Nú spilar
þú Ottó, við Hildur dönsum, dönsum!
Qttó (setst við hljóðfærið — spilar): Dansið þá!
Ragnar: Hraðara! (Pau þjóta eftir gólfinu).
Hildur: Ragnar!
Ragnar: Hraðar, hraðar!
Hildur: Ertu orðinn galinn — sleptu mjer!
Ragnar: Ennþá liraðara!
Geiri (tekur i öxl honum): Nú þykir mjer nóg um
kunningi!
Ragnar (æstur): Nú förum við! Aldrei var dansinn stig-
inn eins ótt og í kvöld! Við dönsum þangað til tilveran
sofnar. í draumunum erum við hvítar verur, sem dansa
á vetrarbrautinni! Danslagið leikur stormurinn á strengi
ijósvakans, svo að öll veröldin skelfur í óendanlegum
samliljóm. Og við tökum undir og syngjum — syngjum
lofsöng um sjónina. Pví í dranmnum sjáum við alt —
líka það, sem aldrei varð til. (Grátstafur í röddinni).
Pví í draumnum eru augu okkar svo sterk, að myrkrið
fær aldrei yfirbugað þau! (Hann ætlar út — stansar —
grípur fyrir augun — setst). Guð hjálpi mjer!
Sigga (kemur): Gott kvöld! (Gestirnir taka undir).
Ragnar (stendur skyndilega á fætur — horfir einbeitt-
lega á Sigríði).
Sigga: Mamma bað mig að segja þjer að hún væri
háttuð, en að kvöldmaturinn þinn stæði á borðinu.
Ragnar (ákaft): Eru Ella og Einar líka háttuð?