Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 21

Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 21
ÓÐINN 21 veriö. En Ólöfu visa jeg aldrei á dyr. Hvernig gerturðu krafist pess? Þegar hún kemur, birtir í húsinu. Þú veitst ekki hvað hún er mjer. Ragnar: Pú getur tekið vinnukonu! Kristin: Vinnukonu! Bæði er það svo dýrt og svo gleymirðu, hvernig þær hafa verið krökkunum, þessar, sem við höfum haft. En Ólöf! Börnin gætu alveg eins verið án min eins og liennar. Ragnar: Pá skal jeg sjálfur vísa henni á dyr! Kristin: Jeg er hætt að þekkja þig. Þú ert orðinn svo kaldur í viðmóti. (Færir sig nær honumj. Pú heldur að jeg viti ekki fyrir hvað hún ekki má koma. Pað er af því þú þorir ekki að sjá hana. — Bú elskar hana. (Ætlar út til hægri — mætir Siggu i dyrunum — stansar). En það er ekki vist hún troði þig svo mikið um tær framvegis. Ragnar: Er það alvara, að þau ilytji burt. Kristin: Fái þau jörðina, flytja þau burt í vor. Sigga: Fað er kominn maður með sendingu, mamma. Kristin (fer). Ragnar: Sigga, biddu Einar að koma hingað inn. (Hann fer inn í herbergi sitt — kemur að vörmu spori aftur — heldur á tveimur hauskúpum). Sigga (kallar): Einar — komdu snöggvast! Einar (kemur): Höfum við gert nokkuð af okkur? Sigga: Ekki jeg. En þú? Einar: Jeg hef ekkert ljótt gert. Ragnar: Nei, nei! Fú ert vænn drengur! Setjist þið hjerna i stólana. (Pau setjast). Jeg ætla að skoða á ykkur höfuðin. Fyrst á þjer, Einar. (Hann skoðar höfuð Einars og hauskúpurnar til skiftis). Sittu nú kyr svona. Einar: Til hvers ertu að þessu? Ragnar: Jeg ætla að vita, hvort þú verður víkingur! Einar: En hvað þetta er Ijótt, sem þú heldur á. Það er i laginu eins og höfuðið á þjer. Hefur þú smíðað það? Ragnar: Nei. Það hefur guð gert. Einar: Guð! Smíðar hann nokkuð, sem er svona Ijótt. Mamma segir, að alt það fallega sje frá honum. Ragnar: Guð skapaði sólina. Og hann skapaði myrkur næturinnar. Alt — líka það Ijóta. . . Nú máttu fara inn. Einar (stendur á fætui): Veitstu nú hvort jeg verð vikingur? Ragnar: Nei, ekki ennþá. En á morgun skoða jeg þig aftur. Farðu nú inn. Sigga kemur þegar jeg hef skoðað hana. Einar (fer inn). Ragnar (skoðar höfuð Sigríðar). Sigga: Hvað ertu að rannsaka? Ragnar: Jeg vil fullvissa mig um, að höfuð þilt sje eins fallegt og höfuð álfamærinnar. Sigga: Alfamærin missir ekki sjónina — en það geri jeg. Ragnar (hratt): Pú ált heldur ekki að missa hana. Sigga: Jeg veit jeg á að verða blind eins og Ella. — Pað er óttalegt. Ragnar (í mikilli geðshræringu — tekur hendur Sig- ríðar): Pú skalt ekki missa sjónina! Sigga: Petta máttu ekki segja. Jeg veit það. Ragnar (í stígandi geöshræringu): Jeg lofa þjer, að þú skalt ekki missa sjónina! Jeg á að hjálpa þjer. (Horflr hræddur til dyranna). Porirðu að lofa mjer að skera upp i þjer augun? Sigga: Nei. Það þori jeg ekki. Ragnar: Jú, Sigga! Pú þorir það. Og jeg geri það nú þegar — í kvöld! Sigga (grætur): Við skulum ekki tala um þetta! Ragnar: Pú veitst ekkert af því. Pú sefur og þjer líður vel. Pig dreymir, að þú hvílir milli rauðra rósa. í svefninum sjerðu hvíta engla, sem dansa í kringum þig og syngja fyrir þig! Sigga: Jeg þori það ekki — jeg þori það ekki. Og ef jeg svo misti alveg þessa sjón, sem jeg hef? Ragnar (það er eins og hann sje stunginn með hnif): Petta hefðirðu ekki átt að scgja. (Sleppir henni). Pað væri óttalegt fyrir mig, ef það mishepnaðist. . . . Og samt sem áður! Jeg má ekki hika. . . . Vinnið meðan tími er til. . . . Sigga: Jeg vil fara inn til mömmu! Ragnar (tekur sömu tökum sem fyr — ógnandi): Ef þú ekki vill lol'a mjer að hiálpa þjer nú, missirðu sjónina eftir fáa daga. Myrkrið kemur yfir þig eins og svört þoka. Og þú villist. Sigga: Pú ert vondur við mig. Ragnar (hlustar); Pað kemur einhver. Ef þú þegir yfir þvi [sem jeg hef sagt, skal jeg gefa þjer fallegasta hlut- inn, sem þig langar til að eiga. Sigga: Jeg skal þegja. Ragnar (fer í skyndi með hauskúpurnar inn í her- bergi sitt). Óliíf (kemur. Hún er ung og fögur — afarmikið ljós- gult hár): Komið þið sæl! (Ragnar og Sigga taka kveðju hennar). Einar bað þig að koma inn til sín, Sigga mín! Sigga (fer). Ólöf (við gluggann — strýkur hægri hendinni eftir rúðunni — rjettir Ragnari böggul, sem hún heldur á í vinstri hendi — hæglátlega): Mamma þin bað mig að fá þjer þetta! Ragnar: Pakka þjer fyrir! Ólöf: Pað er vist eitthvað, sem þú þarft að nota í kvöld. Pað kom drengur með það frá kaupmanninum. Ragnar: Jeg lief ekki beðið um nokkurn skapaðan hlut þaðan. Ólöf: Pá hefur einhver góður sent þjer það. Ragnar (glaðlega): Er það gjöf frá þjer, Ólöf? Ólöf: Frá mjer? Nei! Jeg get ekkert geflð. Enda vildirðu vist ekki taka við neinu frá mjer. Ragnar (opnar böggulinn); SIipsi — hanskar — vasa- klútur, rauður! Ólöf: Pað er frá einhverjum — einhverjum ríkum. Ragnar (horfir á hana — kuldalega): Til hvers komstu? Ólöf (kippist við — kemur fram á gólfið): Til hvers jeg komi? Pað hefirðu aldrei spurt um áður. Jeg kom til þess að kveðja liann pahba þinn. Ragnar: Pú skelfur. Er þjer kalt. Ólöf (biturt): O-nei — ekki mjög. Ragnar: Og þú ert rennvot! Hár þitt er ógreitt og úfið. Ólöf: Pótt það væri mjúkt og sljett, mundi engin hlý hönd strjúka því. Nú gleðst engin yfir hári mínu nema stormurinn. Og hans hönd cr köld. Ragnar (i ákafa): Ólöf! Jeg þoli ekki að þú talir i þessum ásakandi málróm! Segðu heldur að jeg sje svikari, og það mun ekki særa mig þyngra.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.